Menning

Liggur í loftinu í atvinnu

Regluleg laun hækkuðu að meðaltali um 1,5 prósent á milli fyrsta ársfjórðungs 2003 og fyrsta ársfjórðungs 2004. Þetta kemur fram í launakönnun Kjararannsóknarnefndar. Vísitala neysluverðs hækkaði á sama tíma um 2,1 prósent. Kaupmáttur launa rýrnaði því að meðaltali um 0,6 prósent. Laun kvenna hækkuðu meira en laun karla, eða um 1,6 prósent á móti 1,5 prósentum. Árið 2003 voru 129 myrtir í heiminum fyrir það að vera í stéttarfélagi. Líflátshótunum hefur fjölgað í garð félagsmanna stéttarfélaga sem og ofbeldi gegn þeim. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga sem kynnt var síðastliðinn miðvikudag. Frestur til að skila inn tilnefningum vegna Starfsmenntaverðlaunanna 2004 er til 17. ágúst næstkomandi. Veitt eru verðlaun í þremur flokkum; flokki fyrirtækja og félagasamtaka, flokki skóla og fræðsluaðila og í opnum flokki. Allar nánari upplýsingar um Starfsmenntaverðlaunin er hægt að nálgast á vefsíðu Menntar mennt.is. Þar er einnig að finna eyðublöð vegna tilnefninga og meðmælenda. Atvinnumiðlun í Bretlandi hefur lýst áhyggjum yfir aukningu á veikindadögum í vinnu vegna timburmanna í tenglsum við Evrópumótið í fótbolta. Atvinnumiðlunin hvetur því vinnuveitendur til að gera tímanlegar ráðstafanir og gera ráð fyrir að næstu daga verði fámennt á vinnustaðnum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×