Sjúk í dýr 14. júní 2004 00:01 "Ég er með algjöra dýradellu," segir Margrét, búfræðingur og yfirdýrahirðir Húsdýragarðsins. "Þannig hef ég alltaf verið. Ég fór reglulega í sveit til frændfólks míns sem barn og var þá alltaf að draga inn ketti, fá lánaða hunda og jarða fugla. Enginn skildi neitt í neinu. Sumir krakkar eru bara svona sjúkir í dýr." Margrét er alin upp í Hafnarfirði en í sveitinni kviknaði óbilandi áhugi hennar á dýrum. Hún hefur ekki skánað mikið. Í dag á hún einn kött, tvo hunda og níu hesta. Eitt barn og einn mann. Annar hundanna er sá eini sinnar tegundar á landinu. "Ég flutti Títlu inn frá Bandaríkjunum en hún er ógurlega skemmtilegur Parson Russell Terrier. Ég væri alveg til í að eiga fleiri dýr en ég þarf aðeins að reyna að hemja mig. Syni mínum þykir ekkert eðlilegra en að mamma vinni í dýragarði enda hafa dýrin verið sameiginlegt áhugamál hjá fjölskyldunni." Margrét útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólum fyrir tíu árum og hefur starfað sem dýrahirðir í Húsdýragarðinum síðan. "Skemmtilegast við þessa vinnu er fjölbreytnin. Ég sé um fóðurinnkaup, dýrakaup og skipulegg allt starf dýradeildar garðsins. Stundum sit ég inni á skrifstofu við að reikna eitthvað en þess á milli hleyp ég á eftir kindum. Ekki alls fyrir löngu þurfti ég til dæmis að stökkva til og hjálpa hreindýrskú að bera. Það hafa ábyggilega ekki margir gert áður, að minnsta kosti ekki ég. Nú er mjög skemmtilegur tími í Húsdýragarðinum og öllum burði lokið í bili." Eitt þeirra verkefna sem Margrét hefur umsjá með í garðinum nefnist Villt dýr í hremmingum. "Verkefnið gengur út á að leiðbeina fólki um villt dýr og taka á móti þeim sem þurfa aðstoð. Fólk hefur komið með munaðarlausa andarunga eða jafnvel þresti sem það hefur áhyggjur af. Stundum eru það bara saddir og fínir fuglar sem hafa sést hreyfingarlausir uppi í tré." Aðspurð um uppáhaldsdýrið sitt svarar Margrét að lokum; "Maður gerir ekki upp á milli barnanna sinna." Atvinna Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Ég er með algjöra dýradellu," segir Margrét, búfræðingur og yfirdýrahirðir Húsdýragarðsins. "Þannig hef ég alltaf verið. Ég fór reglulega í sveit til frændfólks míns sem barn og var þá alltaf að draga inn ketti, fá lánaða hunda og jarða fugla. Enginn skildi neitt í neinu. Sumir krakkar eru bara svona sjúkir í dýr." Margrét er alin upp í Hafnarfirði en í sveitinni kviknaði óbilandi áhugi hennar á dýrum. Hún hefur ekki skánað mikið. Í dag á hún einn kött, tvo hunda og níu hesta. Eitt barn og einn mann. Annar hundanna er sá eini sinnar tegundar á landinu. "Ég flutti Títlu inn frá Bandaríkjunum en hún er ógurlega skemmtilegur Parson Russell Terrier. Ég væri alveg til í að eiga fleiri dýr en ég þarf aðeins að reyna að hemja mig. Syni mínum þykir ekkert eðlilegra en að mamma vinni í dýragarði enda hafa dýrin verið sameiginlegt áhugamál hjá fjölskyldunni." Margrét útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólum fyrir tíu árum og hefur starfað sem dýrahirðir í Húsdýragarðinum síðan. "Skemmtilegast við þessa vinnu er fjölbreytnin. Ég sé um fóðurinnkaup, dýrakaup og skipulegg allt starf dýradeildar garðsins. Stundum sit ég inni á skrifstofu við að reikna eitthvað en þess á milli hleyp ég á eftir kindum. Ekki alls fyrir löngu þurfti ég til dæmis að stökkva til og hjálpa hreindýrskú að bera. Það hafa ábyggilega ekki margir gert áður, að minnsta kosti ekki ég. Nú er mjög skemmtilegur tími í Húsdýragarðinum og öllum burði lokið í bili." Eitt þeirra verkefna sem Margrét hefur umsjá með í garðinum nefnist Villt dýr í hremmingum. "Verkefnið gengur út á að leiðbeina fólki um villt dýr og taka á móti þeim sem þurfa aðstoð. Fólk hefur komið með munaðarlausa andarunga eða jafnvel þresti sem það hefur áhyggjur af. Stundum eru það bara saddir og fínir fuglar sem hafa sést hreyfingarlausir uppi í tré." Aðspurð um uppáhaldsdýrið sitt svarar Margrét að lokum; "Maður gerir ekki upp á milli barnanna sinna."
Atvinna Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira