Lét hafið vinna fyrir sig 14. júní 2004 00:01 "Ég hef unnið svo mikið með sjóinn að í þetta skiptið langaði mig að fá sjóinn í samvinnu við mig og láta hann vinna fyrir mig," segir Marisa Navarro Arason ljósmyndari, sem hefur opnað ljósmyndasýningu í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hún hefur tekið fjölmargar ljósmyndir af hafinu í ýmsum birtingarmyndum þess og meðal annars sýnt þær myndir í Bologna á Ítalíu árið 2000 á sýningu sem hét Óratoría hafsins. "Þarna sýndi ég karakter hafsins og breytileg form þess, öldur og brim og skap hafsins." Ári síðar tók hún þátt í samsýningu í Hallormsstaðarskógi þar sem hún hafði tekið myndir af hafsbotninum og sýndi þær í kössum sem voru fylltir af vatni. Ennfremur sýndi hún árið 2001 í listamiðstöðinni Straumi ljósmyndir af þara og öðrum gróðri í sjónum, þannig að hafið hefur verið henni mög hugleikið í ljósmyndum. "En núna á þessari sýningu í Hafnarborg fékk ég hafið til liðs við mig þannig að ég tók gamlar ljósmyndir og lét þær liggja í sjó í mismunandi langan tíma." Smám saman fóru myndirnar að grotna niður og leysast upp. Pappírinn fór að springa og litirnir að blandast saman. Á endanum breyttust þessar gömlu ljósmyndir í alveg nýjar myndir, sem næstu vikurnar verða til sýnis í Hafnarborg. "Ég hjálpaði til með því að pressa myndirnar og þurrka þær. Stundum tókst þetta og stundum ekki. Ég þurfti að henda mörgum myndunum vegna þess að þær urðu bara ónýtar." Stundum tókst þó vel til og útkoman er alveg einstök. Myndirnar hefur Marisa stækkað og látið prenta. "Þetta eru upphaflega ljósmyndir sem ég tók þegar ég var nýkomin til Íslands. Mér finnst ljósmyndir alltaf vera eins og frosin augnablik. Þegar ég tek myndir er ég að frysta augnablikið, en svo þegar þessar gömlu myndir mínar leysast upp og sundrast fyrir framan mig er það sama að gerast og þegar tíminn sem við lifum í núna leysist upp og sundrast." Marisa er frá Barcelona á Spáni, en kom hingað fyrst fyrir um 25 árum. Hér hefur hún búið síðan, að undanskildum sex árum þegar hún var á Spáni að læra ljósmyndun. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Ég hef unnið svo mikið með sjóinn að í þetta skiptið langaði mig að fá sjóinn í samvinnu við mig og láta hann vinna fyrir mig," segir Marisa Navarro Arason ljósmyndari, sem hefur opnað ljósmyndasýningu í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hún hefur tekið fjölmargar ljósmyndir af hafinu í ýmsum birtingarmyndum þess og meðal annars sýnt þær myndir í Bologna á Ítalíu árið 2000 á sýningu sem hét Óratoría hafsins. "Þarna sýndi ég karakter hafsins og breytileg form þess, öldur og brim og skap hafsins." Ári síðar tók hún þátt í samsýningu í Hallormsstaðarskógi þar sem hún hafði tekið myndir af hafsbotninum og sýndi þær í kössum sem voru fylltir af vatni. Ennfremur sýndi hún árið 2001 í listamiðstöðinni Straumi ljósmyndir af þara og öðrum gróðri í sjónum, þannig að hafið hefur verið henni mög hugleikið í ljósmyndum. "En núna á þessari sýningu í Hafnarborg fékk ég hafið til liðs við mig þannig að ég tók gamlar ljósmyndir og lét þær liggja í sjó í mismunandi langan tíma." Smám saman fóru myndirnar að grotna niður og leysast upp. Pappírinn fór að springa og litirnir að blandast saman. Á endanum breyttust þessar gömlu ljósmyndir í alveg nýjar myndir, sem næstu vikurnar verða til sýnis í Hafnarborg. "Ég hjálpaði til með því að pressa myndirnar og þurrka þær. Stundum tókst þetta og stundum ekki. Ég þurfti að henda mörgum myndunum vegna þess að þær urðu bara ónýtar." Stundum tókst þó vel til og útkoman er alveg einstök. Myndirnar hefur Marisa stækkað og látið prenta. "Þetta eru upphaflega ljósmyndir sem ég tók þegar ég var nýkomin til Íslands. Mér finnst ljósmyndir alltaf vera eins og frosin augnablik. Þegar ég tek myndir er ég að frysta augnablikið, en svo þegar þessar gömlu myndir mínar leysast upp og sundrast fyrir framan mig er það sama að gerast og þegar tíminn sem við lifum í núna leysist upp og sundrast." Marisa er frá Barcelona á Spáni, en kom hingað fyrst fyrir um 25 árum. Hér hefur hún búið síðan, að undanskildum sex árum þegar hún var á Spáni að læra ljósmyndun.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp