Svört sveifla í hádeginu 14. júní 2004 00:01 "Það verður svört sveifla núna í hádeginu," segir Antonia Hevesi, organisti í Hafnarfjarðarkirkju, sem stendur fyrir fernum tónleikum á Björtum dögum í Hafnarfirði. Fyrstu tónleikarnir verða í hádeginu í dag, og þar verður Davíð Ólafsson bassasöngvari með henni. Davíð syngur negrasálma og aðra tónlist þeldökkra Bandaríkjamanna af mikilli list."Hann er svo fínn í þessu, þessi tónlist hentar honum mjög vel," segir Antonia.Í hádeginu á miðvikudaginn kveður síðan við allt annan tón þegar Auður Gunnarsdóttir syngur með Antoniu. "Við ætlum að pæla aðeins í því hvað ástin getur gert við mann og hvernig ástin leggst á konur. Þetta verður söngleikja- og óperettumúsík þar sem við drögum upp mjög fjölbreytta mynd af því hvernig ástin fer með konur." Á mánudag og þriðjudag ætlar Antonia síðan að vera með tvenna tónleika að kvöldi til í Hafnarfjarðarkirkju, þar sem hún starfar sem organisti. Á mánudagskvöldið syngur Margrét Eir með henni, en síðan á þriðjudagskvöldið hefur hún fengið Óskar Guðjónsson saxofónleikara til liðs við sig. "Við Margrét Eir ætlum að vera svolítið á ljúfum nótum, byrjum með nokkur þekkt sálmalög en tökum svo inn á milli íslensk lög eftir Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Halldórsson. Svo á eftir skiptum við yfir í smá söngleikjamúsík. Það verður svo mikið fjör út um allan bæ að við ætlum að leyfa fólki að koma inn í kirkjuna til að slappa af og njóta þess." Daginn eftir ræður kirkjutónlistin síðan alveg ríkjum, þegar þau Antonía og Óskar spila saman á orgel og saxófón. "Okkur finnst orgel og saxófónn passa svo vel saman, en við ætlum að spinna út frá þekktum sálmum og nokkrum íslenskum lögum. Við ætlum ekkert að snúa út úr þessum sálmum, heldur sýna þá í nýju ljósi og sýna fólki hvað býr í sálmunum." Fyrstu tónleikarnir verða samt í hádeginu í dag, sem fyrr segir, þar sem Davíð Ólafsson syngur með Antoníu. Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Það verður svört sveifla núna í hádeginu," segir Antonia Hevesi, organisti í Hafnarfjarðarkirkju, sem stendur fyrir fernum tónleikum á Björtum dögum í Hafnarfirði. Fyrstu tónleikarnir verða í hádeginu í dag, og þar verður Davíð Ólafsson bassasöngvari með henni. Davíð syngur negrasálma og aðra tónlist þeldökkra Bandaríkjamanna af mikilli list."Hann er svo fínn í þessu, þessi tónlist hentar honum mjög vel," segir Antonia.Í hádeginu á miðvikudaginn kveður síðan við allt annan tón þegar Auður Gunnarsdóttir syngur með Antoniu. "Við ætlum að pæla aðeins í því hvað ástin getur gert við mann og hvernig ástin leggst á konur. Þetta verður söngleikja- og óperettumúsík þar sem við drögum upp mjög fjölbreytta mynd af því hvernig ástin fer með konur." Á mánudag og þriðjudag ætlar Antonia síðan að vera með tvenna tónleika að kvöldi til í Hafnarfjarðarkirkju, þar sem hún starfar sem organisti. Á mánudagskvöldið syngur Margrét Eir með henni, en síðan á þriðjudagskvöldið hefur hún fengið Óskar Guðjónsson saxofónleikara til liðs við sig. "Við Margrét Eir ætlum að vera svolítið á ljúfum nótum, byrjum með nokkur þekkt sálmalög en tökum svo inn á milli íslensk lög eftir Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Halldórsson. Svo á eftir skiptum við yfir í smá söngleikjamúsík. Það verður svo mikið fjör út um allan bæ að við ætlum að leyfa fólki að koma inn í kirkjuna til að slappa af og njóta þess." Daginn eftir ræður kirkjutónlistin síðan alveg ríkjum, þegar þau Antonía og Óskar spila saman á orgel og saxófón. "Okkur finnst orgel og saxófónn passa svo vel saman, en við ætlum að spinna út frá þekktum sálmum og nokkrum íslenskum lögum. Við ætlum ekkert að snúa út úr þessum sálmum, heldur sýna þá í nýju ljósi og sýna fólki hvað býr í sálmunum." Fyrstu tónleikarnir verða samt í hádeginu í dag, sem fyrr segir, þar sem Davíð Ólafsson syngur með Antoníu.
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira