Menning

Strákum líður betur

Strákum líður betur en stelpum er niðurstaða nýrrar danskrar rannsóknar. Þeim finnst þeir vera heilbrigðari og eiga ágætið félagslíf. Rannsóknin var gerð á meðal ungmenna á aldrinum 16-20 ára. 29% drengjanna en 40% stúlknanna sögðu að þau ættu við persónuleg vandamál að stríða. 9% drengja og 16% stúlknanna sögðust oft vera einmana. Helsta vandamál drengjanna voru peningar, þá kærustur og loks skólinn. Hjá stúlkunum voru strákavandamál í efsta sæti, þá skólinn og loks peningar. 87% drengjanna sögðust vera við hestaheilsu en þó eiga 17% við offituvandamál að stríða. 80% stúlknanna segjast vera við góða heilsu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×