Þrenna Nínu í sigri Vals 15. júní 2004 00:01 Valsstúlkur unnu sinn fjórða leik í röð í Landsbankadeild kvenna í gær þegar þær tóku á móti stöllum sínum í Þór/KA/KS á Hlíðarenda. Lokatölur leiksins urðu, 4-0, Valsstúlkum í vil og það var eingöngu fyrir þeirra eigin klaufaskap sem sigurinn varð ekki stærri. Þær eru nú komnar með fimm stiga forystu í deildinni en ÍBV getur reyndar minnkað forystu þeirra niður í tvö stig á nýjan leik ef liðið vinnur Stjörnuna í kvöld í Vestmannaeyjum. Valsstúlkur hófu leikinn af miklum krafti, léku undan vindi og héldu uppi stórskotahríð að marki norðanstúlkna fyrstu mínútur leiksins. Þær uppskáru mark á 9. mínútu þegar Nína Ósk Kristinsdóttir skilaði hornspyrnu Rakelar Logadóttur í netið. Sjö mínútum síðar bætti Kristín Ýr Bjarnadóttir við öðru marki með skalla og eftir það var aðeins spurning hversu stór sigur Valsstúlkna yrði. Fjölmörg færi þeirra fóru forgörðum og það var ekki laust við að gestirnir að norðan gætu prísað sig sæla með að vera aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Yfirburðir Valsstúlkna voru ekki eins miklir í síðari hálfleik enda léku þær þá á móti vindinum. Nína Ósk náði þó að skora tvö mörk í hálfleiknum og tryggja auðveldan öruggan sigur Valsstúlkna. Laufey Ólafsdóttir átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Val, var eins og drottning í ríki sínu og frammi var Nína Ósk mjög ógnandi. annars reyndi lítið á Valsliðið í þessum leik og ljóst að þær munu eiga von á meiri mótspyrnu í næstu leikjum. Hin fimmtán ára gamla Laufey Bjarnadóttir var best í liði Þórs/KA/KS og var gaman að sjá þessu ungu stúlku stríða hinum sterku miðvörðum Valsliðsins, þeim Pálu Marie Einarsdóttur og Írisi Andrésdóttur. Laufey fékk hins vegar litla hjálp frá félögum sínum og mátti sín ein og sér lítils gegn öflugu Valsliði. Það sem skipti máliVALUR-ÞÓR/KA/KS 4-0 1-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 9. 2-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir 16. 3-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 58. 4-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 81. BEST Á VELLINUM Laufey Ólafsdóttir Val TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 33-5 (12-3) Horn 11-1 Aukaspyrnur fengnar 4-10 Rangstöður 8-0 MJÖG GÓÐAR Laufey Ólafsdóttir Val Nína Ósk Kristinsdóttir Val GÓÐAR Málfríður Sigurðardóttir Val Dóra Stefánsdóttir Val Dóra María Lárusdóttir Val Rakel Logadóttir Val Laufey Björnsdóttir Þór/KA/KS Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira
Valsstúlkur unnu sinn fjórða leik í röð í Landsbankadeild kvenna í gær þegar þær tóku á móti stöllum sínum í Þór/KA/KS á Hlíðarenda. Lokatölur leiksins urðu, 4-0, Valsstúlkum í vil og það var eingöngu fyrir þeirra eigin klaufaskap sem sigurinn varð ekki stærri. Þær eru nú komnar með fimm stiga forystu í deildinni en ÍBV getur reyndar minnkað forystu þeirra niður í tvö stig á nýjan leik ef liðið vinnur Stjörnuna í kvöld í Vestmannaeyjum. Valsstúlkur hófu leikinn af miklum krafti, léku undan vindi og héldu uppi stórskotahríð að marki norðanstúlkna fyrstu mínútur leiksins. Þær uppskáru mark á 9. mínútu þegar Nína Ósk Kristinsdóttir skilaði hornspyrnu Rakelar Logadóttur í netið. Sjö mínútum síðar bætti Kristín Ýr Bjarnadóttir við öðru marki með skalla og eftir það var aðeins spurning hversu stór sigur Valsstúlkna yrði. Fjölmörg færi þeirra fóru forgörðum og það var ekki laust við að gestirnir að norðan gætu prísað sig sæla með að vera aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Yfirburðir Valsstúlkna voru ekki eins miklir í síðari hálfleik enda léku þær þá á móti vindinum. Nína Ósk náði þó að skora tvö mörk í hálfleiknum og tryggja auðveldan öruggan sigur Valsstúlkna. Laufey Ólafsdóttir átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Val, var eins og drottning í ríki sínu og frammi var Nína Ósk mjög ógnandi. annars reyndi lítið á Valsliðið í þessum leik og ljóst að þær munu eiga von á meiri mótspyrnu í næstu leikjum. Hin fimmtán ára gamla Laufey Bjarnadóttir var best í liði Þórs/KA/KS og var gaman að sjá þessu ungu stúlku stríða hinum sterku miðvörðum Valsliðsins, þeim Pálu Marie Einarsdóttur og Írisi Andrésdóttur. Laufey fékk hins vegar litla hjálp frá félögum sínum og mátti sín ein og sér lítils gegn öflugu Valsliði. Það sem skipti máliVALUR-ÞÓR/KA/KS 4-0 1-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 9. 2-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir 16. 3-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 58. 4-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 81. BEST Á VELLINUM Laufey Ólafsdóttir Val TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 33-5 (12-3) Horn 11-1 Aukaspyrnur fengnar 4-10 Rangstöður 8-0 MJÖG GÓÐAR Laufey Ólafsdóttir Val Nína Ósk Kristinsdóttir Val GÓÐAR Málfríður Sigurðardóttir Val Dóra Stefánsdóttir Val Dóra María Lárusdóttir Val Rakel Logadóttir Val Laufey Björnsdóttir Þór/KA/KS
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira