Menning
Öflugt starf gegn þunglyndi
Mikið starf hefur verið unnið síðan Landlæknisembættið hleypti verkefninu Þjóð gegn þunglyndi formlega af stokkunum fyrir réttu ári knisembættinuþeim þessu ári hafa aðstandendur þess ferðast víða um land og efnt til hátt í 30 dagsnámskeiða með fagfólki í flestum heilsugæsluumdæmum landsins, meðal annars starfsfólki í heilsugæslu og félagsþjónustu, skólum, kirkju og lögreglu. Jafnframt hafa aðstandendur verkefnisins flutt erindi á fundum félaga og samtaka, tekið þátt í fjölmiðlaumræðu og efnt til námskeiða með sjálfboðaliðum hjálparsíma Rauða krossins. Í tengslum við verkefnið var einnig gert myndband til útlána á heilsugæslustöðvum og gefnir út bæklingar, og í vetur var heimasíðunni www.thunglyndi.landlaeknir.is hleypt í loftið með mjög góðum viðtökum. Fjölmargir aðilar hafa styrkt verkefnið, sem verður farið með á fjölmarga staði í sumar og næsta vetur. Sérstök áhersla verður þá lögð á skólana, bæði nemendur og kennara, svo og eldri borgara. Formlegu samstarfi hefur verið komið á við stofnanir, háskóla og félagasamtök erlendis, sem vinna að þessum málaflokki.