Menning

Sumartilboð á framköllun

Nú hafa verslanir Hans Petersen í Kringlunni og á Laugavegi 178 tekið í notkun tvær gerðir af nýjum, stafrænum framköllunarvélum. Vélarnar eru af gerðinni Noritsu en Noritsu er einn helsti framleiðandi framköllunarvéla í heiminum í dag. Með þessum vélum er nú hægt að bjóða hraðari afgreiðslu á stafrænum myndum og gæðin aukast einnig talsvert. Viðskiptavinir Kringlunnar, Smáralindar og Laugavegs 178 geta nú valið myndir sem þeir vilja láta prenta og sótt aftur innan klukkustundar. Margir möguleikar eru á nýjum vélunum og er til dæmis hægt að fá stækkanir allt að 30 sinnum 90 sentimetra. Þá er hægt að setja skyggnur og svart hvítar filmur á ljósmyndapappír og sjálfvirka rispu og ryklagfæringar. Einnig er hægt að skanna filmur yfir á geisladiska með þessari nýju tækni. Nú standa yfir sumartilboð á framköllun í verslunum Hans Petersen í tilefni þessa. Ef allar myndir eru teknar af geisladiski eða minniskorti þá er myndin á 49 krónur stykkið. Einnig er hægt að fá helmingi stærri myndir í framköllun fyrir 299 krónur aukalega. Svo er hægt að fá myndirnar á geisladisk þegar framkallað er fyrir 299 krónur aukalega og albúm með framköllun á 299 krónur aukalega.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.