Feitur flottur fiskur 18. júní 2004 00:01 "Eftir því sem fiskurinn er feitari, því betra er að grilla hann," segir Kjartan Andrésson í fiskbúðinni Sjávargallerý á Háaleitisbraut og segist hann geta mælt með sex til sjö fisktegundum sérstaklega á grillið. Í Sjávargallerý er tilbúinn marineraður fiskur sem hægt er að henda beint á grillið og eru viðskiptavinum veitt góð ráð við eldamennskuna. "Ég hef séð mikla vakningu á síðustu árum hjá fólki varðandi að grilla fisk. Kröfurnar eru orðnar miklar um hollustu og kemur fiskurinn þar sterkur inn," segir Kjartan. "Grilltangirnar eru mjög sniðugar þegar verið er að grilla fiskinn," segir Kjartan en þetta eru sérstakar tangir sem fiskurinn er klemmdur í og lagður þannig á grillið. Hann segir jafnframt að gott sé að leggja álpappír undir fiskinn en fisk eins og lax og bleikju er best að grilla bara á roðinu. Þá er roðið látið snúa niður og þegar safinn fer að krauma upp úr fiskinum er hann tilbúinn. "Það gerir ekkert til þó að roðið brenni því maður skefur fiskinn beint úr roðinu," segir Kjartan en tekur það fram að mjög mikilvægt sé að hafa grillið hreint áður en fiskurinn er settur á. Hann segir jafnframt að nauðsynlegt sé að pensla grindina vel með olíu og fiskinn er gott að pensla allt að klukkutima áður en hann er grillaður því þá lokast hann vel og verður betri á grillið. <B>Grillaður skötuselur<P> 1 skötuselur 2-3 lime 1-2 rauðlaukar Extra virgin ólífuolía Svartur pipar, grófmalaður Fiskikrydd frá Kötlu (mjög mikilvægt) Sítrónupipar Byrjið á því að beinhreinsa skötuselinn (eða fáið fisksalann í það verk) og skerið hann niður í 10 cm bita. Setjið hann í skál, hellið yfir hann ólífuolíu og hendið yfir svörtum pipar, fiskikryddi frá Kötlu og sítrónupipar. Skerið lime í grófar sneiðar og setjið yfir fiskinn ásamt niðurskornum rauðlauk. Látið fiskinn liggja í þessu í 6 til 8 klukkutíma. Grillið í klemmu í um 4 mínútur á hvorri hlið á vel heitu grillinu. Matur Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Eftir því sem fiskurinn er feitari, því betra er að grilla hann," segir Kjartan Andrésson í fiskbúðinni Sjávargallerý á Háaleitisbraut og segist hann geta mælt með sex til sjö fisktegundum sérstaklega á grillið. Í Sjávargallerý er tilbúinn marineraður fiskur sem hægt er að henda beint á grillið og eru viðskiptavinum veitt góð ráð við eldamennskuna. "Ég hef séð mikla vakningu á síðustu árum hjá fólki varðandi að grilla fisk. Kröfurnar eru orðnar miklar um hollustu og kemur fiskurinn þar sterkur inn," segir Kjartan. "Grilltangirnar eru mjög sniðugar þegar verið er að grilla fiskinn," segir Kjartan en þetta eru sérstakar tangir sem fiskurinn er klemmdur í og lagður þannig á grillið. Hann segir jafnframt að gott sé að leggja álpappír undir fiskinn en fisk eins og lax og bleikju er best að grilla bara á roðinu. Þá er roðið látið snúa niður og þegar safinn fer að krauma upp úr fiskinum er hann tilbúinn. "Það gerir ekkert til þó að roðið brenni því maður skefur fiskinn beint úr roðinu," segir Kjartan en tekur það fram að mjög mikilvægt sé að hafa grillið hreint áður en fiskurinn er settur á. Hann segir jafnframt að nauðsynlegt sé að pensla grindina vel með olíu og fiskinn er gott að pensla allt að klukkutima áður en hann er grillaður því þá lokast hann vel og verður betri á grillið. <B>Grillaður skötuselur<P> 1 skötuselur 2-3 lime 1-2 rauðlaukar Extra virgin ólífuolía Svartur pipar, grófmalaður Fiskikrydd frá Kötlu (mjög mikilvægt) Sítrónupipar Byrjið á því að beinhreinsa skötuselinn (eða fáið fisksalann í það verk) og skerið hann niður í 10 cm bita. Setjið hann í skál, hellið yfir hann ólífuolíu og hendið yfir svörtum pipar, fiskikryddi frá Kötlu og sítrónupipar. Skerið lime í grófar sneiðar og setjið yfir fiskinn ásamt niðurskornum rauðlauk. Látið fiskinn liggja í þessu í 6 til 8 klukkutíma. Grillið í klemmu í um 4 mínútur á hvorri hlið á vel heitu grillinu.
Matur Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“