Feitur flottur fiskur 18. júní 2004 00:01 "Eftir því sem fiskurinn er feitari, því betra er að grilla hann," segir Kjartan Andrésson í fiskbúðinni Sjávargallerý á Háaleitisbraut og segist hann geta mælt með sex til sjö fisktegundum sérstaklega á grillið. Í Sjávargallerý er tilbúinn marineraður fiskur sem hægt er að henda beint á grillið og eru viðskiptavinum veitt góð ráð við eldamennskuna. "Ég hef séð mikla vakningu á síðustu árum hjá fólki varðandi að grilla fisk. Kröfurnar eru orðnar miklar um hollustu og kemur fiskurinn þar sterkur inn," segir Kjartan. "Grilltangirnar eru mjög sniðugar þegar verið er að grilla fiskinn," segir Kjartan en þetta eru sérstakar tangir sem fiskurinn er klemmdur í og lagður þannig á grillið. Hann segir jafnframt að gott sé að leggja álpappír undir fiskinn en fisk eins og lax og bleikju er best að grilla bara á roðinu. Þá er roðið látið snúa niður og þegar safinn fer að krauma upp úr fiskinum er hann tilbúinn. "Það gerir ekkert til þó að roðið brenni því maður skefur fiskinn beint úr roðinu," segir Kjartan en tekur það fram að mjög mikilvægt sé að hafa grillið hreint áður en fiskurinn er settur á. Hann segir jafnframt að nauðsynlegt sé að pensla grindina vel með olíu og fiskinn er gott að pensla allt að klukkutima áður en hann er grillaður því þá lokast hann vel og verður betri á grillið. <B>Grillaður skötuselur<P> 1 skötuselur 2-3 lime 1-2 rauðlaukar Extra virgin ólífuolía Svartur pipar, grófmalaður Fiskikrydd frá Kötlu (mjög mikilvægt) Sítrónupipar Byrjið á því að beinhreinsa skötuselinn (eða fáið fisksalann í það verk) og skerið hann niður í 10 cm bita. Setjið hann í skál, hellið yfir hann ólífuolíu og hendið yfir svörtum pipar, fiskikryddi frá Kötlu og sítrónupipar. Skerið lime í grófar sneiðar og setjið yfir fiskinn ásamt niðurskornum rauðlauk. Látið fiskinn liggja í þessu í 6 til 8 klukkutíma. Grillið í klemmu í um 4 mínútur á hvorri hlið á vel heitu grillinu. Matur Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Eftir því sem fiskurinn er feitari, því betra er að grilla hann," segir Kjartan Andrésson í fiskbúðinni Sjávargallerý á Háaleitisbraut og segist hann geta mælt með sex til sjö fisktegundum sérstaklega á grillið. Í Sjávargallerý er tilbúinn marineraður fiskur sem hægt er að henda beint á grillið og eru viðskiptavinum veitt góð ráð við eldamennskuna. "Ég hef séð mikla vakningu á síðustu árum hjá fólki varðandi að grilla fisk. Kröfurnar eru orðnar miklar um hollustu og kemur fiskurinn þar sterkur inn," segir Kjartan. "Grilltangirnar eru mjög sniðugar þegar verið er að grilla fiskinn," segir Kjartan en þetta eru sérstakar tangir sem fiskurinn er klemmdur í og lagður þannig á grillið. Hann segir jafnframt að gott sé að leggja álpappír undir fiskinn en fisk eins og lax og bleikju er best að grilla bara á roðinu. Þá er roðið látið snúa niður og þegar safinn fer að krauma upp úr fiskinum er hann tilbúinn. "Það gerir ekkert til þó að roðið brenni því maður skefur fiskinn beint úr roðinu," segir Kjartan en tekur það fram að mjög mikilvægt sé að hafa grillið hreint áður en fiskurinn er settur á. Hann segir jafnframt að nauðsynlegt sé að pensla grindina vel með olíu og fiskinn er gott að pensla allt að klukkutima áður en hann er grillaður því þá lokast hann vel og verður betri á grillið. <B>Grillaður skötuselur<P> 1 skötuselur 2-3 lime 1-2 rauðlaukar Extra virgin ólífuolía Svartur pipar, grófmalaður Fiskikrydd frá Kötlu (mjög mikilvægt) Sítrónupipar Byrjið á því að beinhreinsa skötuselinn (eða fáið fisksalann í það verk) og skerið hann niður í 10 cm bita. Setjið hann í skál, hellið yfir hann ólífuolíu og hendið yfir svörtum pipar, fiskikryddi frá Kötlu og sítrónupipar. Skerið lime í grófar sneiðar og setjið yfir fiskinn ásamt niðurskornum rauðlauk. Látið fiskinn liggja í þessu í 6 til 8 klukkutíma. Grillið í klemmu í um 4 mínútur á hvorri hlið á vel heitu grillinu.
Matur Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira