Menning

Góð grillveisla

Hugmyndaflug er besta hráefnið í góða veislu og ekki sakar að kveikja einnig undir sköpunargáfunni og leikgleðinni. Því miður er það svo að ekki er hægt að treysta á sólskin og veðurblíðu hérna á Íslandinu góða og því sakar ekki að undirbúa veisluna þannig að hægt sé að færa hana inn eða hreinlega að setja saman veisluna samdægurs þegar vel viðrar. Auðvelt er að taka borð og stóla að innan og setja út í garð, henda dúkum yfir borðin og setja á þau falleg blóm og kerti. Hægt er að notast við stellið úr eldhússkápnum en gott getur verið að eiga matarstell og glös úr plasti ef svo ber undir. Það er góð hugmynd að eiga rúllu af pappadúk sem hægt er að klippa til og setja á borðin og börnin geta dregið fram liti og teiknað á dúkana. Svo er sniðugt að nota umhverfið til að skreyta, flagga fallegum sumarblómum eða notast við trjágreinar eða annað úr garðinum ef veislan er inni við. Maturinn spilar stórt hlutverk í vel heppnaðri veislu og ekki þarf alltaf að grilla kjöt. Hægt er að bjóða upp á einfalda máltíð eins og létta súpu, grillað brauð og grænmeti. Veljið svo gott vín, bjór eða íslenskt vatn og njótið góðrar stundar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.