Grillar allt árið um kring 18. júní 2004 00:01 "Að grilla er alls ekki ósvipað því að semja tónlist, reyndar eru langflest tónskáld sem ég þekki mjög góðir kokkar almennt," segir Kolbeinn Einarsson, tónskáld og markaðsstjóri Margmiðlunar. "Ferlið hefst auðvitað með því að fara út í búð og sjá hvað er fallegasta og besta hráefnið þann daginn. Það er auðvitað mjög árstíðabundið, sérstaklega hvað varðar grænmeti og ávexti. Svo semur maður eitthvað bragðgott úr því sem maður velur sér," segir Kolbeinn. "Það hefur skapast sú hefð hjá mér að grilla um áramót en ég byrjaði á því í rómantískum vetrarferðum með konunni minni þar sem við fórum tvö út úr bænum eftir jólin með góðan mat, vín og jólabækurnar í farteskinu. Um áramótin grillaði ég yfirleitt nautalundir en síðustu ár hef ég snúið mér að lambinu," segir Kolbeinn en hann velur sér lambafillet með fiturönd úr Gallerí Kjöti og segir hann það erfitt að klikka með því úrvals hráefni sem þar fæst. "Þetta krydda ég með leynilegri kryddblöndu og ber fram með bakaðri kartöflu og spínatsalati. Kartöflurnar eru bakaðar inni í ofni en væri í sjálfu sér hægt að taka þær á grillinu líka, en það verður að gefa þeim góðan tíma. Síðustu tvö ár hef ég borið fram með þessu rifsberja Hagalín, sem er sósa sem vinur minn Stefán Hrafn á heiðurinn af." Kolbeinn segist grilla í hvaða veðri sem er, það þurfi bara smá skjól. Vindinum hættir til að feykja burt heita loftinu og kæla um of á meðan verið er að grilla. Þegar verið er að grilla kjöt skiptir miklu máli að loka því fyrst með háum hita og taka hann svo niður og jafnvel loka grillinu til þess að eldamennskan verði sem jöfnust. Þá er mikilvægt að færa kjötið til hliðar en ekki hafa það beint yfir gasinu. "Það er dauðasynd að eyðileggja gott hráefni með því að elda það svo mikið að það sé ekki nothæft til neins nema skógerðar," segir Kolbeinn. <B>Áramótalamb tónskáldsins með Hagalínsósu<P> lambafillet með fiturönd frá Gallerí Kjöti lambakjötskryddblanda Jónasar Þórs (fæst í Gallerí Kjöti) bökunarkartöflur Þrífið kartöflurnar, stingið í þær með gafli ótal göt allan hringinn og stráið yfir þær salti. Setjið þær inn í ofn á grind. Ekki setja þær í álpappír því þá soðna þær bara. Forkryddið kjötið og látið það vera í klukkustund eða lengur í ísskáp. Grillið kjötið og kryddið lítið eitt á meðan. Salat fersk spínatblöð tómatar ristuð sólblómafræ balsamedik, hvítlaukur og ólífuolía hendið hráefninu saman í skál. Hrærið saman ediki, hvítlauk og olíu og setjið yfir salatið rétt áður en það er borið fram. Hagalínsósa 1 gráðaostur rifsberjahlaup, eftir smekk 1 peli rjómi Gráðaosturinn og rjóminn settur í pott og hrært saman. Rifsberjahlaup sett út í. Matur Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
"Að grilla er alls ekki ósvipað því að semja tónlist, reyndar eru langflest tónskáld sem ég þekki mjög góðir kokkar almennt," segir Kolbeinn Einarsson, tónskáld og markaðsstjóri Margmiðlunar. "Ferlið hefst auðvitað með því að fara út í búð og sjá hvað er fallegasta og besta hráefnið þann daginn. Það er auðvitað mjög árstíðabundið, sérstaklega hvað varðar grænmeti og ávexti. Svo semur maður eitthvað bragðgott úr því sem maður velur sér," segir Kolbeinn. "Það hefur skapast sú hefð hjá mér að grilla um áramót en ég byrjaði á því í rómantískum vetrarferðum með konunni minni þar sem við fórum tvö út úr bænum eftir jólin með góðan mat, vín og jólabækurnar í farteskinu. Um áramótin grillaði ég yfirleitt nautalundir en síðustu ár hef ég snúið mér að lambinu," segir Kolbeinn en hann velur sér lambafillet með fiturönd úr Gallerí Kjöti og segir hann það erfitt að klikka með því úrvals hráefni sem þar fæst. "Þetta krydda ég með leynilegri kryddblöndu og ber fram með bakaðri kartöflu og spínatsalati. Kartöflurnar eru bakaðar inni í ofni en væri í sjálfu sér hægt að taka þær á grillinu líka, en það verður að gefa þeim góðan tíma. Síðustu tvö ár hef ég borið fram með þessu rifsberja Hagalín, sem er sósa sem vinur minn Stefán Hrafn á heiðurinn af." Kolbeinn segist grilla í hvaða veðri sem er, það þurfi bara smá skjól. Vindinum hættir til að feykja burt heita loftinu og kæla um of á meðan verið er að grilla. Þegar verið er að grilla kjöt skiptir miklu máli að loka því fyrst með háum hita og taka hann svo niður og jafnvel loka grillinu til þess að eldamennskan verði sem jöfnust. Þá er mikilvægt að færa kjötið til hliðar en ekki hafa það beint yfir gasinu. "Það er dauðasynd að eyðileggja gott hráefni með því að elda það svo mikið að það sé ekki nothæft til neins nema skógerðar," segir Kolbeinn. <B>Áramótalamb tónskáldsins með Hagalínsósu<P> lambafillet með fiturönd frá Gallerí Kjöti lambakjötskryddblanda Jónasar Þórs (fæst í Gallerí Kjöti) bökunarkartöflur Þrífið kartöflurnar, stingið í þær með gafli ótal göt allan hringinn og stráið yfir þær salti. Setjið þær inn í ofn á grind. Ekki setja þær í álpappír því þá soðna þær bara. Forkryddið kjötið og látið það vera í klukkustund eða lengur í ísskáp. Grillið kjötið og kryddið lítið eitt á meðan. Salat fersk spínatblöð tómatar ristuð sólblómafræ balsamedik, hvítlaukur og ólífuolía hendið hráefninu saman í skál. Hrærið saman ediki, hvítlauk og olíu og setjið yfir salatið rétt áður en það er borið fram. Hagalínsósa 1 gráðaostur rifsberjahlaup, eftir smekk 1 peli rjómi Gráðaosturinn og rjóminn settur í pott og hrært saman. Rifsberjahlaup sett út í.
Matur Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira