Heilgrillun á lambi 18. júní 2004 00:01 "Ég hafði aldrei gert þetta áður, en mig hafði langað til þess lengi," segir Gunnar Þórólfsson húsasmiður, sem tók sig til og heilgrillaði lamb á dögunum. Tilefnið var útskriftarveisla Helgu Thorberg, eiganda Blómálfsins í Vesturgötu 4 í Reykjavík. Helga var að útskrifast sem garðyrkjufræðingur eftir tveggja ára fjarnám og tók hún því bílastæðið á leigu og hélt veglega veislu þann 29. maí síðastliðinn. Þar kom saman fjöldi fólks og tvær hljómsveitir og þurfti að sérsmíða grillið til að heilgrilla lambið. Það gerði járnsmiðurinn Sigurður Breiðfjörð Jónsson í samráði við Gunnar. Gunnar er mikill grilláhugamaður og hafði viðað að sér miklum upplýsingum áður en hann fór út í heilgrillunina. "Ég vinn með Ítölum og þeir eru vanir því að heilgrilla svín þannig að þeir gátu gefið mér upplýsingar. Síðan vafraði ég um á netinu og þar var sýnt mjög vel hvernig á að heilgrilla hvað sem er," segir Gunnar, en hann notaði ekki mikið til eldamennskunnar. "Ég blandaði kryddlög úr lauk, salti og fersku kryddi eins og lárviðarlaufum, rósmarín, timjan og miklu af svörtum pipar. Síðan var ég með tvo lítra af kjötsoði og þessu tvennu úðaði ég yfir lambið jafnt og þétt," segir Gunnar og bætir við að mikilvægt sé að snúa kjötinu jafnt. Best er að hafa kveikt í tveim eldum á sitthvorum enda svo miðhluti kjötsins brenni ekki. "Það tekur um fjóra tíma að grillast og þá er bara skorið af því en eldurinn látinn loga á meðan," segir Gunnar, en svona lamb ætti að duga fyrir um 25-30 manns. Gunnar notaði síðan kartöflusalat með kjötinu og að sögn Helgu sló þetta rækilega í gegn. Lambið var víst af frægu kyni úr Litla-Dal í Eyjafirði og smakkaðist mjög vel. "Kjötið má ekki vera feitt, það er ekki nógu gott. Þá lekur fitan niður í eldinn og kviknar í henni," segir Gunnar og bætir við að ekki sé hægt að grilla svona stórt stykki einn. "Það má aldrei fara frá lambinu og verður að snúa því jafnt og þétt svo það brenni ekki. Ég var með aðstoðarmann, Samson B. Harðarson landslagsarkitekt. Svo var konan hans líka með að skera kjötið þannig að það var mjög passlegur fjöldi." Nánari upplýsingar um heilgrillun á lambakjöti er að finna á lambakjot.is Matur Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Ég hafði aldrei gert þetta áður, en mig hafði langað til þess lengi," segir Gunnar Þórólfsson húsasmiður, sem tók sig til og heilgrillaði lamb á dögunum. Tilefnið var útskriftarveisla Helgu Thorberg, eiganda Blómálfsins í Vesturgötu 4 í Reykjavík. Helga var að útskrifast sem garðyrkjufræðingur eftir tveggja ára fjarnám og tók hún því bílastæðið á leigu og hélt veglega veislu þann 29. maí síðastliðinn. Þar kom saman fjöldi fólks og tvær hljómsveitir og þurfti að sérsmíða grillið til að heilgrilla lambið. Það gerði járnsmiðurinn Sigurður Breiðfjörð Jónsson í samráði við Gunnar. Gunnar er mikill grilláhugamaður og hafði viðað að sér miklum upplýsingum áður en hann fór út í heilgrillunina. "Ég vinn með Ítölum og þeir eru vanir því að heilgrilla svín þannig að þeir gátu gefið mér upplýsingar. Síðan vafraði ég um á netinu og þar var sýnt mjög vel hvernig á að heilgrilla hvað sem er," segir Gunnar, en hann notaði ekki mikið til eldamennskunnar. "Ég blandaði kryddlög úr lauk, salti og fersku kryddi eins og lárviðarlaufum, rósmarín, timjan og miklu af svörtum pipar. Síðan var ég með tvo lítra af kjötsoði og þessu tvennu úðaði ég yfir lambið jafnt og þétt," segir Gunnar og bætir við að mikilvægt sé að snúa kjötinu jafnt. Best er að hafa kveikt í tveim eldum á sitthvorum enda svo miðhluti kjötsins brenni ekki. "Það tekur um fjóra tíma að grillast og þá er bara skorið af því en eldurinn látinn loga á meðan," segir Gunnar, en svona lamb ætti að duga fyrir um 25-30 manns. Gunnar notaði síðan kartöflusalat með kjötinu og að sögn Helgu sló þetta rækilega í gegn. Lambið var víst af frægu kyni úr Litla-Dal í Eyjafirði og smakkaðist mjög vel. "Kjötið má ekki vera feitt, það er ekki nógu gott. Þá lekur fitan niður í eldinn og kviknar í henni," segir Gunnar og bætir við að ekki sé hægt að grilla svona stórt stykki einn. "Það má aldrei fara frá lambinu og verður að snúa því jafnt og þétt svo það brenni ekki. Ég var með aðstoðarmann, Samson B. Harðarson landslagsarkitekt. Svo var konan hans líka með að skera kjötið þannig að það var mjög passlegur fjöldi." Nánari upplýsingar um heilgrillun á lambakjöti er að finna á lambakjot.is
Matur Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira