Colt reynsluekinn í Barcelona 18. júní 2004 00:01 "Lísa er 25-30 ára kona, útivinnandi, á nýjan kærasta en gamlan bíl og nú er hún að fara að kaupa sér sinn fyrsta nýja bíl," segir ábúðarmikill blaðafulltrúi Mitsubishi þegar hann fer yfir aðalmarkhóp bílsins. Blaðakona stödd á kynningu á Mitsubishi Colt í Barcelona getur ekki annað en brosað -- það er eitthvað kostulegt við að vera í aðalmarkhópi bílsins, og vera nánast ein um það á kynningunni. Hinn hefðbundni bílablaðamaður er greinilega karlmaður á fimmtugsaldri, enda spyr önugur Svíi hvort það ætti virkilega eingöngu að beina athyglinni að þessum hópi -- finnst hann kannski sniðgenginn? Hvað sem segja má um markaðsfræði, sem eru síst örugg vísindi, þá má fullyrða að Mitsubishi hefur unnið mikla heimavinnu á þessu sviði. Yfirgripsmikil auglýsingaherferð um Mitsubishi Colt er hafin og 900 evrópskum blaðamönnum verið boðið til Barcelona til að skoða og reynsluaka Coltinum nýja. Allt er lagt undir enda til mikils að vinna. Mitsubishi hefur síðustu ár ekki átt fulltrúa í flokki smábíla, og sá flokkur er vel að merkja næstsöluhæsti flokkur bíla í Evrópu. @.mfyr:Sportlegur og rúmgóður Vel hefur tekist til -- óhætt er að segja það. Mitsubishi Colt, sem er afrakstur samstarfs Mitsubishi og Daimler Chrysler, er fallegur bíll. Mikil áhersla var lögð á flotta hönnun, og sú áhersla hefur skilað sér. Bíllinn er sportlegur í útliti en rúmgóður. Mælaborðið er fallegt og geymslurýmið gott. Hægt er að leggja aftursætin niður, ýmist eitt eða öll. Blaðamaður féll fyrir þessum eiginleika -- erum við konur ekki svo praktískar í hugsun, það myndu markaðsfræðingarnir eflaust segja. Umhverfisvænar líka (smábílar eyða ekki miklu) og þurfum ekki að sanna okkur á stórum bílum. Einmitt rökin fyrir að beina herferðinni aðallega að ungum konum. Sætin voru þægileg og smart, rauð á litinn sem gaf bílnum skemmtilegan blæ. @.mfyr:Bensín- og dísilvél Að tæknilegu atriðunum -- jú, þau skipta auðvitað miklu máli. Bíllinn kemur með fimm mismunandi vélum, 1,1, 1,3 og 1,5 lítra bensínvélum sem eru 75, 95 og 109 hestöfl og 1,5 lítra dísilvél sem er 95 og 68 hestöfl. Í reynsluakstrinum voru bæði prófaðar bensín- og dísilvél. Báðir voru hálfsjálfskiptir, það er að segja með "allshift" kúplingslausu sjálfskiptivali. Þá er hægt að velja hvort gírarnir eru notaðir eða sjálfskipting sett á. Slíkt er víst mun ódýrara í framleiðslu en hefðbundin sjálfskipting og eyðslan verður þar að auki mun minni. Þessi búnaður virkaði vel í dísilbílnum en í bensínbílnum finnst þegar hann skiptir um gír -- hann hægir aðeins á sér, ekki mjög aðlaðandi. Þá var líka bara stillt á beinskiptinguna. Tekið skal fram að hægt verður að fá bílinn beinskiptan einnig. Coltinn var þægilegur í akstri, lá vel á veginum, lipur í beygjum, kraftmikill -- enginn smábílafílingur þannig -- en nettur um sig. Ekið var um götur Barcelonaborgar, á hraðbrautum og um hlykkjótta fjallvegi og stóð hann sig vel í þessum aðstæðum. Dísilbíllinn kom sérlega sterkur inn, kraftmikill og mikið tog í vélinni eins og sagt er. Aldeilis ágætt að slíkir bílar séu að verða raunhæfur kostur hér á landi með nýju lögunum. Coltinn kemur til Íslands í haust, þá kemur í ljós hvað hann kostar en verðið á að vera samkeppnishæft við aðalkeppninautana, aðra smábíla á borð við Toyotu Yaris og Hondu Jazz. Til mikils er að vinna fyrir Mitsubishi og bíllinn gefur fyrirheit um að hann standist væntingarnar. sigridur@frettabladid.is Bílar Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira
"Lísa er 25-30 ára kona, útivinnandi, á nýjan kærasta en gamlan bíl og nú er hún að fara að kaupa sér sinn fyrsta nýja bíl," segir ábúðarmikill blaðafulltrúi Mitsubishi þegar hann fer yfir aðalmarkhóp bílsins. Blaðakona stödd á kynningu á Mitsubishi Colt í Barcelona getur ekki annað en brosað -- það er eitthvað kostulegt við að vera í aðalmarkhópi bílsins, og vera nánast ein um það á kynningunni. Hinn hefðbundni bílablaðamaður er greinilega karlmaður á fimmtugsaldri, enda spyr önugur Svíi hvort það ætti virkilega eingöngu að beina athyglinni að þessum hópi -- finnst hann kannski sniðgenginn? Hvað sem segja má um markaðsfræði, sem eru síst örugg vísindi, þá má fullyrða að Mitsubishi hefur unnið mikla heimavinnu á þessu sviði. Yfirgripsmikil auglýsingaherferð um Mitsubishi Colt er hafin og 900 evrópskum blaðamönnum verið boðið til Barcelona til að skoða og reynsluaka Coltinum nýja. Allt er lagt undir enda til mikils að vinna. Mitsubishi hefur síðustu ár ekki átt fulltrúa í flokki smábíla, og sá flokkur er vel að merkja næstsöluhæsti flokkur bíla í Evrópu. @.mfyr:Sportlegur og rúmgóður Vel hefur tekist til -- óhætt er að segja það. Mitsubishi Colt, sem er afrakstur samstarfs Mitsubishi og Daimler Chrysler, er fallegur bíll. Mikil áhersla var lögð á flotta hönnun, og sú áhersla hefur skilað sér. Bíllinn er sportlegur í útliti en rúmgóður. Mælaborðið er fallegt og geymslurýmið gott. Hægt er að leggja aftursætin niður, ýmist eitt eða öll. Blaðamaður féll fyrir þessum eiginleika -- erum við konur ekki svo praktískar í hugsun, það myndu markaðsfræðingarnir eflaust segja. Umhverfisvænar líka (smábílar eyða ekki miklu) og þurfum ekki að sanna okkur á stórum bílum. Einmitt rökin fyrir að beina herferðinni aðallega að ungum konum. Sætin voru þægileg og smart, rauð á litinn sem gaf bílnum skemmtilegan blæ. @.mfyr:Bensín- og dísilvél Að tæknilegu atriðunum -- jú, þau skipta auðvitað miklu máli. Bíllinn kemur með fimm mismunandi vélum, 1,1, 1,3 og 1,5 lítra bensínvélum sem eru 75, 95 og 109 hestöfl og 1,5 lítra dísilvél sem er 95 og 68 hestöfl. Í reynsluakstrinum voru bæði prófaðar bensín- og dísilvél. Báðir voru hálfsjálfskiptir, það er að segja með "allshift" kúplingslausu sjálfskiptivali. Þá er hægt að velja hvort gírarnir eru notaðir eða sjálfskipting sett á. Slíkt er víst mun ódýrara í framleiðslu en hefðbundin sjálfskipting og eyðslan verður þar að auki mun minni. Þessi búnaður virkaði vel í dísilbílnum en í bensínbílnum finnst þegar hann skiptir um gír -- hann hægir aðeins á sér, ekki mjög aðlaðandi. Þá var líka bara stillt á beinskiptinguna. Tekið skal fram að hægt verður að fá bílinn beinskiptan einnig. Coltinn var þægilegur í akstri, lá vel á veginum, lipur í beygjum, kraftmikill -- enginn smábílafílingur þannig -- en nettur um sig. Ekið var um götur Barcelonaborgar, á hraðbrautum og um hlykkjótta fjallvegi og stóð hann sig vel í þessum aðstæðum. Dísilbíllinn kom sérlega sterkur inn, kraftmikill og mikið tog í vélinni eins og sagt er. Aldeilis ágætt að slíkir bílar séu að verða raunhæfur kostur hér á landi með nýju lögunum. Coltinn kemur til Íslands í haust, þá kemur í ljós hvað hann kostar en verðið á að vera samkeppnishæft við aðalkeppninautana, aðra smábíla á borð við Toyotu Yaris og Hondu Jazz. Til mikils er að vinna fyrir Mitsubishi og bíllinn gefur fyrirheit um að hann standist væntingarnar. sigridur@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira