Fimmtungur ætlar að skila auðu 23. júní 2004 00:01 Fimmtungur kjósenda ætlar að skila auðu í forsetakosningunum næstkomandi laugardag samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag. Níu af hverjum tíu þeirra sem taka afstöðu ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson. Ungar sjálfstæðiskonur hvetja kjósendur til að skila auðu. Kosningarnar á laugardag verða sjöttu forsetakosningarnar í sögu lýðveldisins. Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í morgun ætlar um það bil fjórðungur kjósenda að skila auðu á kjörstað eða sitja heima. 19,4% ætla að skila auðu. 5,5% ætla ekki að kjósa. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur yfirgnæfandi stuðnings þeirra sem taka afstöðu en níu af hverjum tíu þeirra ætla að kjósa hann. Tæplega 8% þeirra sem taka afstöðu ætla að kjósa Baldur Ágústsson og um 2% Ástþór Magnússon. Sé litið til allra kjósenda nýtur Ólafur Ragnar stuðnings um 60% þjóðarinnar. Sjálfstæðismenn virðast vera í meirihluta þeirra sem ætla að skila auðu og hvetja hvern annan til þess, þótt engum skipulegum áróðri fyrir því sé haldið úti af flokknum. Á vefritinu tíkinni, sem ungar sjálfstæðiskonur halda úti, eru kjósendur hvattir til að skila auðu í kosningunum á laugardag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki þekkja nein fordæmi þess í íslenskri stjórnmálasögu að menn hafi hvatt fólk til þess að sitja heima eða skila auðu. Hann segir jafnframt að eðlilegasta leið þeirra, sem séu ekki sáttir við neinn frambjóðanda, sé að skila auðu í kosningum. Það sé hins vegar athyglisvert að stjórnarskráin geri ekki ráð fyrir að frambjóðendur þurfi að hafa tilskilinn hóp kjósenda á bak við sig. Gunnar Helgi segir þennan rétt sé því fyrst og fremst yfirlýsingu en geti ekki haft áhrif á formlega niðurstöðu kosninga. Ákveðinn hópur kjósenda sé að nýta sér þann rétt að láta í ljósi óánægju sína á þeim tíma sem þeir hafa ekki möguleika á, eða vilja ekki, bjóða fram. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Fimmtungur kjósenda ætlar að skila auðu í forsetakosningunum næstkomandi laugardag samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag. Níu af hverjum tíu þeirra sem taka afstöðu ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson. Ungar sjálfstæðiskonur hvetja kjósendur til að skila auðu. Kosningarnar á laugardag verða sjöttu forsetakosningarnar í sögu lýðveldisins. Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í morgun ætlar um það bil fjórðungur kjósenda að skila auðu á kjörstað eða sitja heima. 19,4% ætla að skila auðu. 5,5% ætla ekki að kjósa. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur yfirgnæfandi stuðnings þeirra sem taka afstöðu en níu af hverjum tíu þeirra ætla að kjósa hann. Tæplega 8% þeirra sem taka afstöðu ætla að kjósa Baldur Ágústsson og um 2% Ástþór Magnússon. Sé litið til allra kjósenda nýtur Ólafur Ragnar stuðnings um 60% þjóðarinnar. Sjálfstæðismenn virðast vera í meirihluta þeirra sem ætla að skila auðu og hvetja hvern annan til þess, þótt engum skipulegum áróðri fyrir því sé haldið úti af flokknum. Á vefritinu tíkinni, sem ungar sjálfstæðiskonur halda úti, eru kjósendur hvattir til að skila auðu í kosningunum á laugardag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki þekkja nein fordæmi þess í íslenskri stjórnmálasögu að menn hafi hvatt fólk til þess að sitja heima eða skila auðu. Hann segir jafnframt að eðlilegasta leið þeirra, sem séu ekki sáttir við neinn frambjóðanda, sé að skila auðu í kosningum. Það sé hins vegar athyglisvert að stjórnarskráin geri ekki ráð fyrir að frambjóðendur þurfi að hafa tilskilinn hóp kjósenda á bak við sig. Gunnar Helgi segir þennan rétt sé því fyrst og fremst yfirlýsingu en geti ekki haft áhrif á formlega niðurstöðu kosninga. Ákveðinn hópur kjósenda sé að nýta sér þann rétt að láta í ljósi óánægju sína á þeim tíma sem þeir hafa ekki möguleika á, eða vilja ekki, bjóða fram.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira