Innlent

Hræði­legt slys og sögu­legar kosningar

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem segir að um hræðilegt slys sé að ræða.

Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Við tökum stöðuna á skoðanakönnunum á deginum fyrir kosningar.

Atkvæðagreiðsla er hafin um mun harðari verkfallsaðgerðir lækna. Við kynnum okkur útfærslu þeirra og ræðum við formann læknafélagsins í beinni.

Núna er orðið ljóst að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir yfirstandandi þing. Kristján Már Unnarsson mætir í myndver og ræðir þau verkefni sem þó stendur til að bjóða út.

Þá hittum við sundgarpa sem synti frá Reyðarfirði til Eskifjarðar, kíkjum á samstöðufund hundaeigenda og ræðum við Geir H. Haarde í beinni um nýja ævisögu.

Í Sportpakkanum heyrum við í þjálfara Njarðvíkur um góða byrjun þeirra á tímabilinu og í Íslandi í dag kynnir Kristín Ólafsdóttir sér það nýjasta í andlega heiminum.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×