Menning

Astmi tengdur skyndibita

Astmi og skyndimatur fara ekki saman samkvæmt nýjustu rannsóknum vísindamanna í Bretlandi. Þeir telja að ruslfæði hafi átt sinn þátt í hærri tíðni astma hjá litlum börnum. Þeir fundu það út að börn sem borðuðu minnst af grænmeti, mjólk og E-vítamíni voru í meiri hættu á að fá astmaeinkenni. Nú er eitt af hverjum sjö börnum í Bretlandi hrjáð af astma og fjöldi barna undir fimm ára aldri sem greinast með astma hefur tvöfaldast á tæplega áratug. Ríkisstjórnin hefur þó viðurkennt þetta vandamál og eru skólayfirvöld skyldug til að gefa börnum ókeypis ávexti í skólum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×