Enduruppgötvaðir matargaldrar 24. júní 2004 00:01 Erna Kaaber er óbilandi ástríðufullur matarunnandi og hefur grúskað mikið í venjum og siðum þjóðarinnar í þeim efnum. "Íslendingar skammast sín stundum fyrir að eiga ekki matarhefðir í samanbærilegar við aðrar Evrópuþjóðir. Þetta er algengur misskilningur því hér hafa ríkt margar skemmtilegar hefðir sem eru jafn héraðsbundnar og t.d. í Frakklandi," segir Erna, sem situr nú við bókaskriftir um skilgreiningu á íslenskri matargerð. "Nú eru matarhefðir Íslands að enduruppgötvast. Landið okkar er ríkt eins og opinn náttúrulegur lyfjaskápur með fjallagrösum og jurtum sem nýttar hafa verið allt frá tímum seiðmanna og galdra. Vatnið okkar er svo gott og ég tala nú ekki um lambakjötið." Erna hefur mikið dálæti á eldamennsku og er upptekin af því að nota aðeins óspillt hráefni í pottana. "Við erum það sem við borðum og við getum ekki endalaust nærst á verksmiðjuframleiddum matvælum. Svo er lífrænt og náttúrulegt hráefni miklu bragðbetra. Lambakjötið er eins og villibráð. Bragðið er svo gott að ég ráðlegg öllum að skemma það ekki t.d. með því að setja hvítlauk í kjötið sjálft. Ég á það til að nota hvítlauk í allan mat en best er að setja hann í meðlætið svo bragðið af lambakjötinu varðveitist sem best." Erna hefur skoðun á öllu matartengdu og þjóðlegur matur er ósjaldan á hennar borðum. "Af einhverjum ástæðum dettur mér alltaf fyrst í hug að kaupa fisk og ég elda hann mjög oft. Þorskur er sérstaklega í uppáhaldi hjá mér." Þegar Erna fær til sín góða gesti lagar hún rótsterkt kaffi og býður upp á dökkt súkkulaði með. "Kaffi er líka sterk hefð á Íslandi og alltaf á boðstólum í góðum heimsóknum. Ég vildi óska þess að ég væri betri gestgjafi og byði fólki oftar til mín í mat. Ég var duglegri við það áður fyrr. Nú er fólk alltaf á þani og gefur sér varla tíma til að fara í heimsóknir lengur. En Íslendingar eru gestrisin þjóð, sem á rætur sínar að rekja langt aftur í tímann frá því svörnum óvinum var skylt að opna dyrnar hver fyrir öðrum í neyð." Fyrir jólin sendi Erna frá sér bókina Öndvegiseldhús Reykjavíkur þar sem gestrisnissaga þjóðarinnar frá upphafi landnáms er rakin og fjallar bókin um hátíðarmatreiðslu á veitingastöðum borgarinnar. Matur Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Erna Kaaber er óbilandi ástríðufullur matarunnandi og hefur grúskað mikið í venjum og siðum þjóðarinnar í þeim efnum. "Íslendingar skammast sín stundum fyrir að eiga ekki matarhefðir í samanbærilegar við aðrar Evrópuþjóðir. Þetta er algengur misskilningur því hér hafa ríkt margar skemmtilegar hefðir sem eru jafn héraðsbundnar og t.d. í Frakklandi," segir Erna, sem situr nú við bókaskriftir um skilgreiningu á íslenskri matargerð. "Nú eru matarhefðir Íslands að enduruppgötvast. Landið okkar er ríkt eins og opinn náttúrulegur lyfjaskápur með fjallagrösum og jurtum sem nýttar hafa verið allt frá tímum seiðmanna og galdra. Vatnið okkar er svo gott og ég tala nú ekki um lambakjötið." Erna hefur mikið dálæti á eldamennsku og er upptekin af því að nota aðeins óspillt hráefni í pottana. "Við erum það sem við borðum og við getum ekki endalaust nærst á verksmiðjuframleiddum matvælum. Svo er lífrænt og náttúrulegt hráefni miklu bragðbetra. Lambakjötið er eins og villibráð. Bragðið er svo gott að ég ráðlegg öllum að skemma það ekki t.d. með því að setja hvítlauk í kjötið sjálft. Ég á það til að nota hvítlauk í allan mat en best er að setja hann í meðlætið svo bragðið af lambakjötinu varðveitist sem best." Erna hefur skoðun á öllu matartengdu og þjóðlegur matur er ósjaldan á hennar borðum. "Af einhverjum ástæðum dettur mér alltaf fyrst í hug að kaupa fisk og ég elda hann mjög oft. Þorskur er sérstaklega í uppáhaldi hjá mér." Þegar Erna fær til sín góða gesti lagar hún rótsterkt kaffi og býður upp á dökkt súkkulaði með. "Kaffi er líka sterk hefð á Íslandi og alltaf á boðstólum í góðum heimsóknum. Ég vildi óska þess að ég væri betri gestgjafi og byði fólki oftar til mín í mat. Ég var duglegri við það áður fyrr. Nú er fólk alltaf á þani og gefur sér varla tíma til að fara í heimsóknir lengur. En Íslendingar eru gestrisin þjóð, sem á rætur sínar að rekja langt aftur í tímann frá því svörnum óvinum var skylt að opna dyrnar hver fyrir öðrum í neyð." Fyrir jólin sendi Erna frá sér bókina Öndvegiseldhús Reykjavíkur þar sem gestrisnissaga þjóðarinnar frá upphafi landnáms er rakin og fjallar bókin um hátíðarmatreiðslu á veitingastöðum borgarinnar.
Matur Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira