Ekur um á amerískum eðalvagni 25. júní 2004 00:01 Ragnar Bjarnason söngvari á amerískan bíl af gerðinni Mercury Marquis, árgerð ´92, og var hann keyptur frá Florída fyrir rúmum sex árum síðan. Ragnar segist vera haldinn amerískri bíladellu sem skýrist af því að hér áður fyrr keyrði hann nær eingöngu ameríska bíla þegar hann vann sem leigubílstjóri hjá BSR. "Bíllinn er bæði rúmgóður og hefur nánast ekkert bilað síðan ég keypti hann. Hann er afturhjóladrifinn og það nægir að stýra með einum putta. Hann er því afskaplega þægilegur í akstri. Ég á ekki í neinum vandræðum með að fá á varahluti í bílinn því varahlutavandræði eru að mestu úr sögunni. Ég fer annaðhvort í Bílabúð Benna eða panta varahlutina á netinu og tekur hvort tveggja stuttan tíma," segir hann. Ragnar á um þessar mundir 50 ára söngafmæli og í september verður kappinn sjötugur. Í tilefni þess ætlar hann að gefa út disk í haust og er hann búinn að fá til liðs við sig fjöldann allan af frábærum söngvurum sem mun syngja með honum á disknum. "Bogomil Font, Silja Ragnarsdóttir, Bjarni Ara, Guðrún Gunnarsdóttir, Páll Óskar og fleiri ætla að taka lagið með mér. Á disknum verður einnig eitt lag til minningar um Sumargleðina. Það lag mun ég syngja ásamt gömlu félögunum úr Sumargleðinni þeim Ómari Ragnarssyni, Þorgeiri Ástvaldssyni, Hemma Gunn og Magnúsi Ólafssyni. Það má því búast við að mikið fjör verði í því lagi," segir Ragnar og hlær. Bílar Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Lífið Fleiri fréttir Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ragnar Bjarnason söngvari á amerískan bíl af gerðinni Mercury Marquis, árgerð ´92, og var hann keyptur frá Florída fyrir rúmum sex árum síðan. Ragnar segist vera haldinn amerískri bíladellu sem skýrist af því að hér áður fyrr keyrði hann nær eingöngu ameríska bíla þegar hann vann sem leigubílstjóri hjá BSR. "Bíllinn er bæði rúmgóður og hefur nánast ekkert bilað síðan ég keypti hann. Hann er afturhjóladrifinn og það nægir að stýra með einum putta. Hann er því afskaplega þægilegur í akstri. Ég á ekki í neinum vandræðum með að fá á varahluti í bílinn því varahlutavandræði eru að mestu úr sögunni. Ég fer annaðhvort í Bílabúð Benna eða panta varahlutina á netinu og tekur hvort tveggja stuttan tíma," segir hann. Ragnar á um þessar mundir 50 ára söngafmæli og í september verður kappinn sjötugur. Í tilefni þess ætlar hann að gefa út disk í haust og er hann búinn að fá til liðs við sig fjöldann allan af frábærum söngvurum sem mun syngja með honum á disknum. "Bogomil Font, Silja Ragnarsdóttir, Bjarni Ara, Guðrún Gunnarsdóttir, Páll Óskar og fleiri ætla að taka lagið með mér. Á disknum verður einnig eitt lag til minningar um Sumargleðina. Það lag mun ég syngja ásamt gömlu félögunum úr Sumargleðinni þeim Ómari Ragnarssyni, Þorgeiri Ástvaldssyni, Hemma Gunn og Magnúsi Ólafssyni. Það má því búast við að mikið fjör verði í því lagi," segir Ragnar og hlær.
Bílar Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Lífið Fleiri fréttir Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira