Öðruvísi sumarvinna 25. júní 2004 00:01 "Það er mikill misskilningur að þetta sé auðvelt því þetta er alveg feikilega erfitt," segir Margrét Eir Hjartardóttir söngkona. Margrét hefur síðustu fjögur sumur stjórnað flokki í Vinnuskóla Kópavogs. Flokkarnir sem Margrét hefur stjórnað eru þó ekki í útigöllunum að rífa arfa og tæta upp beð heldur setja þau upp leik- og söngsýningar út um allan bæ. "Þessir krakkar eru á alveg sömu launum og aðrir starfsmenn Vinnuskólans en ég held að þau vinni jafnvel aðeins meira. Þau fá laun frá Kópavogsbæ og ég leikstýri þeim," segir Margrét og bætir við að mikið sé beðið um hópinn á leikskóla og öðrum stöðum. "Við vorum til dæmis með atriði á 17. júní og leikrit á litla sviðinu. Síðan heimsækjum við staði sem vilja fá okkur til að skemmta og í næstu viku byrjum við á stórri sýningu. Þetta er eins konar lokaverkefni og verður sýningin haldin í Hjáleigunni í Kópavogi í lok júlí," segir Margrét, en þá mun kosta einhvern smápening inn og það rennur í ferðasjóð hópsins. "Við erum að safna því okkur langar að komast á landsmót unglinga á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Þar getum við haft atriði og tekið þátt í hæfileikakeppni svo eitthvað sé nefnt." Margrét er ekki ein í þessu heldur er hún með aðstoðarmann sem heitir Valdimar Kristjánsson. "Valdimar sér um tæknihliðina á þessu en annars er þetta óttalegur sjálfsþurftarbúskapur. Við fáum ekki mikið fjármagn og þurfum að redda öllum búningum og slíku sjálf," segir Margrét en er þó mjög ánægð með þennan hóp í ár. "Hópurinn er mjög lifandi og duglegur. Við erum tíu í hópum í ár en það eru opin pláss fyrir fjórtán krakka," segir Margrét, en yfirleitt eru það frekar stelpur sem sýna þessari vinnu áhuga en strákar. Fjölmiðlahópur í Hafnarfirði: Í Hafnarfirði er svipað starf og í Kópavogi. Þar eru starfræktir ýmsir hópar á vegum Vinnuskóla Hafnarfjarðar eins og fjöllistahópur, fjölmiðlahópur, listahópur, heilsuráð og kaffihúsarekstur. "Ástæðan fyrir því að við höfum svona breitt úrval af verkefnum er að Vinnuskóli Hafnarfjarðar rekur eiginlega allt sumarstarf í Hafnarfirði. Við erum til dæmis með krakka í skógrækt og inni á söfnum sem og skólagörðunum. Þannig að möguleikarnir eru geysilega margir fyrir okkur og getum við eiginlega gert það sem okkur dettur í hug," segir Ellert Baldur Magnússon, forstöðumaður Vinnuskólans í Hafnarfirði. Í fjölmiðlahópnum fá krakkarnir leiðsögn frá Hlyni Sigurðssyni, fréttamanni á Sjónvarpinu, ásamt flokkstjóra frá Vinnuskólanum. "Flestir krakkarnir í þessum hópi hafa verið að vinna við fjölmiðlun í félagsmiðstöðunum þannig að þetta er eins konar framhald af því starfi," segir Ellert, en í hópnum frá krakkarnir að gefa út blað og gera fræðslumyndband. Einnig fá krakkarnir að kenna deildarstjórum hjá ýmsum stofnunum á digital-myndavélar á ýmis myndvinnsluforrit. Listahópurinn hefur verið starfræktur í nánast áratug. "Í hópnum starfa krakkarnir sem skemmtikraftar og fara á milli staða og skemmta, eins og til dæmis á leikskóla og elliheimili. Það kemur líka oft fyrir að við förum með skemmtiatriði eitthvað þegar Hafnarfjarðarbær óskar eftir því," segir Ellert, en leiðbeinandi í þeim hóp er Sara Guðmundsdóttir ásamt flokkstjóra frá Vinnuskólanum. Kaffihúsarekstur Fjöllistahópurinn er tilraunaverkefni í ár. "Í þessum hópi er frekar einblínt á galdra og töfra og erum við til dæmis með Pétur Pókus til þess að hjálpa okkur," segir Ellert. Nýtt tilraunaverkefni hjá Vinnuskólanum kallast heilsuráð. Þar eru krakkar á aldrinum 14-16 ára sem hafa skarað fram úr í íþróttum. "Krakkarnir fá bæði verkefni eins og að skipuleggja íþróttadag fyrir leikjanámskeið og einnig eiga þau að vera fyrirmyndir fyrir unga krakka," segir Ellert en krakkarnir fara til dæmis á gæsluvelli og kynna íþróttirnar sem þeir iðka. Ein ein nýjung hefur sprottið upp í ár í Vinnuskólanum í Hafnarfirði og er það kaffihúsarekstur. Það verkefni var reyndar prófað í fyrra og gekk ágætlega. "Krakkarnir reka kaffihús í Hellisgerði og gera allt sjálfir," segir Ellert, en enn á eftir að koma reynsla á þetta verkefni. "Það má síðan ekki gleyma þeim krökkum sem vinna þessi hefðbundni störf í Vinnuskólanum. Þau eru mjög dugleg og gera mikið og það er einmitt stefnt að því að koma inn meiri fræðslu í það starf um garðyrkju og þess háttar. Þessir krakkar vinna mjög fjölbreytt starf og fá að skilja mikið eftir sig í umhverfinu," segir Ellert og bætir að yfir 1.100 manns séu starfandi hjá Vinnuskólanum í Hafnarfirði um þessar mundir. lilja@frettabladid.is Atvinna Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
"Það er mikill misskilningur að þetta sé auðvelt því þetta er alveg feikilega erfitt," segir Margrét Eir Hjartardóttir söngkona. Margrét hefur síðustu fjögur sumur stjórnað flokki í Vinnuskóla Kópavogs. Flokkarnir sem Margrét hefur stjórnað eru þó ekki í útigöllunum að rífa arfa og tæta upp beð heldur setja þau upp leik- og söngsýningar út um allan bæ. "Þessir krakkar eru á alveg sömu launum og aðrir starfsmenn Vinnuskólans en ég held að þau vinni jafnvel aðeins meira. Þau fá laun frá Kópavogsbæ og ég leikstýri þeim," segir Margrét og bætir við að mikið sé beðið um hópinn á leikskóla og öðrum stöðum. "Við vorum til dæmis með atriði á 17. júní og leikrit á litla sviðinu. Síðan heimsækjum við staði sem vilja fá okkur til að skemmta og í næstu viku byrjum við á stórri sýningu. Þetta er eins konar lokaverkefni og verður sýningin haldin í Hjáleigunni í Kópavogi í lok júlí," segir Margrét, en þá mun kosta einhvern smápening inn og það rennur í ferðasjóð hópsins. "Við erum að safna því okkur langar að komast á landsmót unglinga á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Þar getum við haft atriði og tekið þátt í hæfileikakeppni svo eitthvað sé nefnt." Margrét er ekki ein í þessu heldur er hún með aðstoðarmann sem heitir Valdimar Kristjánsson. "Valdimar sér um tæknihliðina á þessu en annars er þetta óttalegur sjálfsþurftarbúskapur. Við fáum ekki mikið fjármagn og þurfum að redda öllum búningum og slíku sjálf," segir Margrét en er þó mjög ánægð með þennan hóp í ár. "Hópurinn er mjög lifandi og duglegur. Við erum tíu í hópum í ár en það eru opin pláss fyrir fjórtán krakka," segir Margrét, en yfirleitt eru það frekar stelpur sem sýna þessari vinnu áhuga en strákar. Fjölmiðlahópur í Hafnarfirði: Í Hafnarfirði er svipað starf og í Kópavogi. Þar eru starfræktir ýmsir hópar á vegum Vinnuskóla Hafnarfjarðar eins og fjöllistahópur, fjölmiðlahópur, listahópur, heilsuráð og kaffihúsarekstur. "Ástæðan fyrir því að við höfum svona breitt úrval af verkefnum er að Vinnuskóli Hafnarfjarðar rekur eiginlega allt sumarstarf í Hafnarfirði. Við erum til dæmis með krakka í skógrækt og inni á söfnum sem og skólagörðunum. Þannig að möguleikarnir eru geysilega margir fyrir okkur og getum við eiginlega gert það sem okkur dettur í hug," segir Ellert Baldur Magnússon, forstöðumaður Vinnuskólans í Hafnarfirði. Í fjölmiðlahópnum fá krakkarnir leiðsögn frá Hlyni Sigurðssyni, fréttamanni á Sjónvarpinu, ásamt flokkstjóra frá Vinnuskólanum. "Flestir krakkarnir í þessum hópi hafa verið að vinna við fjölmiðlun í félagsmiðstöðunum þannig að þetta er eins konar framhald af því starfi," segir Ellert, en í hópnum frá krakkarnir að gefa út blað og gera fræðslumyndband. Einnig fá krakkarnir að kenna deildarstjórum hjá ýmsum stofnunum á digital-myndavélar á ýmis myndvinnsluforrit. Listahópurinn hefur verið starfræktur í nánast áratug. "Í hópnum starfa krakkarnir sem skemmtikraftar og fara á milli staða og skemmta, eins og til dæmis á leikskóla og elliheimili. Það kemur líka oft fyrir að við förum með skemmtiatriði eitthvað þegar Hafnarfjarðarbær óskar eftir því," segir Ellert, en leiðbeinandi í þeim hóp er Sara Guðmundsdóttir ásamt flokkstjóra frá Vinnuskólanum. Kaffihúsarekstur Fjöllistahópurinn er tilraunaverkefni í ár. "Í þessum hópi er frekar einblínt á galdra og töfra og erum við til dæmis með Pétur Pókus til þess að hjálpa okkur," segir Ellert. Nýtt tilraunaverkefni hjá Vinnuskólanum kallast heilsuráð. Þar eru krakkar á aldrinum 14-16 ára sem hafa skarað fram úr í íþróttum. "Krakkarnir fá bæði verkefni eins og að skipuleggja íþróttadag fyrir leikjanámskeið og einnig eiga þau að vera fyrirmyndir fyrir unga krakka," segir Ellert en krakkarnir fara til dæmis á gæsluvelli og kynna íþróttirnar sem þeir iðka. Ein ein nýjung hefur sprottið upp í ár í Vinnuskólanum í Hafnarfirði og er það kaffihúsarekstur. Það verkefni var reyndar prófað í fyrra og gekk ágætlega. "Krakkarnir reka kaffihús í Hellisgerði og gera allt sjálfir," segir Ellert, en enn á eftir að koma reynsla á þetta verkefni. "Það má síðan ekki gleyma þeim krökkum sem vinna þessi hefðbundni störf í Vinnuskólanum. Þau eru mjög dugleg og gera mikið og það er einmitt stefnt að því að koma inn meiri fræðslu í það starf um garðyrkju og þess háttar. Þessir krakkar vinna mjög fjölbreytt starf og fá að skilja mikið eftir sig í umhverfinu," segir Ellert og bætir að yfir 1.100 manns séu starfandi hjá Vinnuskólanum í Hafnarfirði um þessar mundir. lilja@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira