Menning

Níu til fimm manneskja?

Ef reglulegur vinnutími hentar þér ekki þá ættir þú að reyna að leita að óvenjulegri vinnu þar sem þú veist aldrei hvenær þín er þörf eður ei. Svo er líka svo gaman að vinna spennandi vinnu því allir öfunda þig og þú verður strax merkilegri fyrir vikið - þó vinnan sé ekkert flókin í sjálfu sér. Prófaðu að búa til heillaóskakort. Ef þú getur samið sniðuga texta og fundið upp á einhverju fyndnu þá er þetta tilvalin vinna fyrir þig. Í þessari vinnu getur þú nokkurn veginn ráðið þínum vinnutíma og haft þína hentisemi. Grennslastu samt fyrir um hvort einhver vilji gefa kortin út áður en þú býrð þau til þar sem þú þarf að lifa af þessari iðn. Reyndu fyrir þér sem einkaspæjari. Hvort sem þú gerir það innan landsteinanna eða utan þeirra þá þarftu fyrst að afla þér upplýsinga og æfa þig áður en þú hellir þér í fyrsta málið. Margir einkaspæjarar eru fyrrum löggur, en það er þó engin regla. Í þessari vinnu getur þú líka unnið þegar þú vilt og sett upp feikihátt verð fyrir þjónustuna sem þú veitir. Gakktu í sirkus! Það er nú ekki mikið um sirkusa á Íslandi en það er fullt af þeim í útlöndum. Sirkuslífið er þó ekki bara vinna heldur lífsstíll og því muntu eyða meirihluta tíma þíns í vinnunni. Engin skilyrði þarf að uppfylla til að ganga í sirkus en hæfileikar þínir verða metnir í þar til gerðum inntökuprófum. Um að gera að vera bara nógu litrík og skemmtileg persóna og þá flýgur þú inn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×