Menning

Launahækkun

Tíu ráð til að biðja um launahækkun. 1. Líttu vel út og klæddu þig eins og manneskja sem á skilið að fá launahækkun. 2. Sýndu þolinmæði og bíddu þangað til þú hefur komið þér vel fyrir á vinnustaðnum. 3. Athugaðu hvað þú ættir að fá í laun fyrir sams konar vinnu. 4. Láttu yfirmann þinn nefna fyrstu töluna - alls ekki gera það að fyrra bragði. 5. Veittu manneskjunni sem þú semur við fulla athygli og sýndu henni virðingu. 6. Ekki láta þögn koma þér úr jafnvægi og rjúfa hana með tilgangslausum athugasemdum. 7. Ekki vanmeta styrkleika þína og ofmeta veikleika þína. 8. Ekki halda að þú þurfir að samþykkja allt á staðnum. 9. Ekki semja bara fyrir daginn í dag heldur líka fyrir framtíðina. 10. Vertu alveg viss þegar þú segir af eða á - annars gætir þú séð eftir ákvörðun þinni seinna meir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×