Súpa og steik 25. júní 2004 00:01 Svínasúpan er eitt vinsælasta innlenda sjónvarpsefni sem sýnt hefur verið á skjánum í langan tíma og er það meðal annars Þrándi Jenssyni, einum af handritshöfundunum, að þakka. Hann er bullandi húmoristi sem kemur fyndninni frá sér með pennann að vopni. Sveppi bar nokkra sketsja eftir æskuvin sinn Þránd undir Sigurjón Kjartansson, sem var að svipast um eftir fleiri handritshöfundum að fyrstu Svínasúpunni. Þá fóru hjólin að snúast og Þrándur var tekinn inn í hlýjuna. "Ég hef mjög gaman af því að skrifa og það var sérstaklega skemmtilegt að vinna seinni seríuna. Þá skiptumst við á að skrifa saman, köstuðum hugmyndunum á milli okkar og fyrir vikið varð húmorinn fjölbreyttari." Nú standa yfir upptökur á annarri umferð Svínasúpunnar en Þrándur gefur ekkert upp um innihald þáttanna. "Vinahópurinn minn er mjög fyndinn sem eflir mann óneitanlega í að skrifa góða sketsja. Við erum allir að keppast um að vera fyndnastir og samkeppnin er mjög hörð," segir Þrándur og viðurkennir að vera dálítið "steiktur". Auk þess að hrista upp í þjóðinni með Svínasúpunni hefur hann unnið sem rafvirki undanfarin sex ár. "Ég ákvað að gerast rafvirki því það er fínt að hafa iðngrein að stökkva í. Stúdentspróf dugar lítið ef maður vill starfa sem handritshöfundur og það er hæpið að fara í framhaldsnám í kvikmyndahandritsgerð þegar maður er búsettur á Íslandi." Þrándur lauk Kvikmyndaskóla Íslands þar sem hann lærði handritsgerð en hann sigraði stuttmyndakeppni Reykjavíkur fyrir fáeinum árum. Í dag eyðir hann stórum hluta frítíma síns í skriftir. "Ég á orðið heilan helling af handritum og vonast til að Kvikmyndasjóður styrki eitthvert þeirra í framtíðinni. Ég er alltaf að punkta niður brandara eða eitthvað fyndið sem gerist í kringum mig og tek svo skorpur í skrifunum. Í bílnum og á náttborðinu mínu eru litlar bækur sem ég skrifa í þegar mér dettur eitthvað í hug. Hugmyndirnar nota ég til dæmis í grínþáttaröð sem ég er búinn að vera að skrifa lengi." Þrándur hefur óbilandi áhuga á öllu sem er fyndið og segist vinna í grínþáttunum til að hvetja sig áfram í að skrifa. Nú er hann með mörg járn í eldinum og hyggst ljúka við kvikmyndahandrit í fullri lengd áður en langt um líður. thorat@frettabladid.is Atvinna Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Svínasúpan er eitt vinsælasta innlenda sjónvarpsefni sem sýnt hefur verið á skjánum í langan tíma og er það meðal annars Þrándi Jenssyni, einum af handritshöfundunum, að þakka. Hann er bullandi húmoristi sem kemur fyndninni frá sér með pennann að vopni. Sveppi bar nokkra sketsja eftir æskuvin sinn Þránd undir Sigurjón Kjartansson, sem var að svipast um eftir fleiri handritshöfundum að fyrstu Svínasúpunni. Þá fóru hjólin að snúast og Þrándur var tekinn inn í hlýjuna. "Ég hef mjög gaman af því að skrifa og það var sérstaklega skemmtilegt að vinna seinni seríuna. Þá skiptumst við á að skrifa saman, köstuðum hugmyndunum á milli okkar og fyrir vikið varð húmorinn fjölbreyttari." Nú standa yfir upptökur á annarri umferð Svínasúpunnar en Þrándur gefur ekkert upp um innihald þáttanna. "Vinahópurinn minn er mjög fyndinn sem eflir mann óneitanlega í að skrifa góða sketsja. Við erum allir að keppast um að vera fyndnastir og samkeppnin er mjög hörð," segir Þrándur og viðurkennir að vera dálítið "steiktur". Auk þess að hrista upp í þjóðinni með Svínasúpunni hefur hann unnið sem rafvirki undanfarin sex ár. "Ég ákvað að gerast rafvirki því það er fínt að hafa iðngrein að stökkva í. Stúdentspróf dugar lítið ef maður vill starfa sem handritshöfundur og það er hæpið að fara í framhaldsnám í kvikmyndahandritsgerð þegar maður er búsettur á Íslandi." Þrándur lauk Kvikmyndaskóla Íslands þar sem hann lærði handritsgerð en hann sigraði stuttmyndakeppni Reykjavíkur fyrir fáeinum árum. Í dag eyðir hann stórum hluta frítíma síns í skriftir. "Ég á orðið heilan helling af handritum og vonast til að Kvikmyndasjóður styrki eitthvert þeirra í framtíðinni. Ég er alltaf að punkta niður brandara eða eitthvað fyndið sem gerist í kringum mig og tek svo skorpur í skrifunum. Í bílnum og á náttborðinu mínu eru litlar bækur sem ég skrifa í þegar mér dettur eitthvað í hug. Hugmyndirnar nota ég til dæmis í grínþáttaröð sem ég er búinn að vera að skrifa lengi." Þrándur hefur óbilandi áhuga á öllu sem er fyndið og segist vinna í grínþáttunum til að hvetja sig áfram í að skrifa. Nú er hann með mörg járn í eldinum og hyggst ljúka við kvikmyndahandrit í fullri lengd áður en langt um líður. thorat@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira