Innlent

Margir vilja Halldór út

"Þetta kemur nokkuð á óvart en líklegasta skýringin er sjálfsagt sú að Framsóknarflokkurinn er í lægð og það bitnar á formanninum," segir Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræði um þá niðurstöðu könnunar Fréttablaðsins að Halldór Ásgrímsson sé annar á listanum yfir þá ráðherra Framsóknarflokksins sem kjósendur vilja að hverfi úr ríkisstjórn í haust. "Viðbúið er að þetta leiði til þess að flokkurinn, með formanninn í fararbroddi, marki sér meiri sérstöðu í ríkisstjórninni heldur en hann hefur gert."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×