Tilbúinn skyndiveggur 1. júlí 2004 00:01 Ungur íslenskur hönnuður að nafni Björg Stefánsdóttir býr og starfar með Nicola Girolami fyrir fyrirtækið Flatlife-Almost Wallpaper við hönnun á veggfóðri, en fyrirtækið er í hans eigu og hefur starfað frá árinu 1999.Nicola stofnaði Flatlife í London árið 1999 eftir að hafa stundað nám í innanhúshönnun við Chelsea, College of Art and Design og mastersnám við Royal College of Art. Nicola tók þátt í sinni fyrstu sýningu, 100% design, í London sama ár, margar sýningar fylgdu í kjölfarið og nú framleiðir Flatlife tvær línur af veggfóðri, annars vegar tilbúnar lausnir fyrir veggklæðningu, "ready made" og hins vegar sérsniðnar. Nýjasta framleiðsla fyrirtækisins í hinni tilbúnu vörulínu er kölluð "Instant Wall features" eða "Tilbúinn skyndiveggur". Eins og myndirnar sýna er uppruni myndefnis þessa veggfóðurs sóttur í allavega hversdagslegar þrívíðar sjónrænar upplifanir úr heimilislífi fólks, nema að hjá Flatlife er allt flatt og í tvívídd. Svarthvítar myndir af hlutum eða uppstillingum eru stækkaðar upp í raunstærð og þeim varpað með blöndu af stafrænu og handþrykktu silkiprenti á tauefni, plastrenninga, plexígler, gifsplötur, viðarþiljur og fleira.Einstök svæði myndanna eru svo handmáluð eftir á til þess að skerpa á andstæðum eða á vægi smáatriða.Sérsniðnu veggfóðrin eiga sér engin takmörk og hafa verið mjög vinsæl sökum persónulegra áhrifa sem kúnninn getur skapað. Möguleikarnir í samstarfi við viðskiptavinina eru endalausir og útkoman úr slíku samstarfi hefur tekist afar vel, en meðal viðskiptavina Flatlife í London eru stór nöfn eins og Harvey Nichols, Mint og Sotheby’s.Björg og Nicola búa nú á Ítalíu eftir nokkur ár í London og eiga ársgamlan son, Rocco.Þau sýndu veggfóðrin sín nýverið á Salone Satellite í Mílanó þar sem þau hlutu góðar viðtökur, sérstaklega frá London og París.Ljóst er að hefðbundin skilgreining á veggfóðri nær tæpast yfir nýstarlegar vegglausnir Flatlife fyrirtækisins en á vefsíðu þeirra kemur fram að þær séu ætlaðar til notkunar við ýmsar aðstæður á heimilum eða á vinnustöðum. Hús og heimili Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Ungur íslenskur hönnuður að nafni Björg Stefánsdóttir býr og starfar með Nicola Girolami fyrir fyrirtækið Flatlife-Almost Wallpaper við hönnun á veggfóðri, en fyrirtækið er í hans eigu og hefur starfað frá árinu 1999.Nicola stofnaði Flatlife í London árið 1999 eftir að hafa stundað nám í innanhúshönnun við Chelsea, College of Art and Design og mastersnám við Royal College of Art. Nicola tók þátt í sinni fyrstu sýningu, 100% design, í London sama ár, margar sýningar fylgdu í kjölfarið og nú framleiðir Flatlife tvær línur af veggfóðri, annars vegar tilbúnar lausnir fyrir veggklæðningu, "ready made" og hins vegar sérsniðnar. Nýjasta framleiðsla fyrirtækisins í hinni tilbúnu vörulínu er kölluð "Instant Wall features" eða "Tilbúinn skyndiveggur". Eins og myndirnar sýna er uppruni myndefnis þessa veggfóðurs sóttur í allavega hversdagslegar þrívíðar sjónrænar upplifanir úr heimilislífi fólks, nema að hjá Flatlife er allt flatt og í tvívídd. Svarthvítar myndir af hlutum eða uppstillingum eru stækkaðar upp í raunstærð og þeim varpað með blöndu af stafrænu og handþrykktu silkiprenti á tauefni, plastrenninga, plexígler, gifsplötur, viðarþiljur og fleira.Einstök svæði myndanna eru svo handmáluð eftir á til þess að skerpa á andstæðum eða á vægi smáatriða.Sérsniðnu veggfóðrin eiga sér engin takmörk og hafa verið mjög vinsæl sökum persónulegra áhrifa sem kúnninn getur skapað. Möguleikarnir í samstarfi við viðskiptavinina eru endalausir og útkoman úr slíku samstarfi hefur tekist afar vel, en meðal viðskiptavina Flatlife í London eru stór nöfn eins og Harvey Nichols, Mint og Sotheby’s.Björg og Nicola búa nú á Ítalíu eftir nokkur ár í London og eiga ársgamlan son, Rocco.Þau sýndu veggfóðrin sín nýverið á Salone Satellite í Mílanó þar sem þau hlutu góðar viðtökur, sérstaklega frá London og París.Ljóst er að hefðbundin skilgreining á veggfóðri nær tæpast yfir nýstarlegar vegglausnir Flatlife fyrirtækisins en á vefsíðu þeirra kemur fram að þær séu ætlaðar til notkunar við ýmsar aðstæður á heimilum eða á vinnustöðum.
Hús og heimili Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira