Tíska og hönnun

Í kvenmannsjakka með sítt hár

"Fyrir svona um það bil þrem til fjórum árum lenti ég í illa í artíhippatímabili," segir Ágúst Bent, útvarpsmaður á Rás 2 og tónlistarmaður.

"Þetta er eina tímabilið á ævi minni sem ég hef nennt að kaupa mér föt. Ég kaupi mér aldrei föt en á þessum tímabili hálffyllti ég fataskápinn af bleikum skyrtum og útvíðum buxum," segir Bent og bætir við að hann eigi örugglega tíu bleikar skyrtur, ef ekki fleiri. "Ég á rosalega lítið af fötum því ég nenni aldrei að kaupa mér þau og því tekur þessi hryllingur yfir hálfan fataskápinn." Aðspurður um hvort hann hafi gengið alla leið og smellt á sig skuplu, hálsklútum og glingri til að reyna að vera alvöruhippi þá segist Bent ekki hafa dottið svo djúpt í sukkið. "Ég lét nægja að ganga í bleiku skyrtunum og útvíðu buxunum, í kvenmannsjakka með sítt hár," segir Bent."Kærastan mín reyndi nú einu sinni að fara með þennan fatnað í Kolaportið en það gekk ekkert. Það seldist ekki neitt," segir Bent, sem örvæntir þó ekki. "Ég las nú einhvers staðar að bleikur væri litur metrosexual-karlmanna í sumar og því er aldrei að vita hvort það seljist ekki betur í Kolaportinu núna."Bent er nú á fullu í dagskrágerð á Rás 2 og er einnig að gera sitthvað í tónlistinni. Hann hefur verið að rappa með rapparanum 7Berg og stefna þeir félagar að plötuútgáfu á næstunni. Einnig er hefur Bent verið í hljómsveitinni Rottweiler um nokkurt skeið og eru þeir að vinna bæði lag og myndband sem aðdáendur hljómsveitarinnar bíða eflaust spenntir eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.