Duglegur maður, Davíð 2. júlí 2004 00:01 Tryggvi Ófeigsson skipstjóri hafði mikið dálæti á duglegum mönnum. Einn slíkur, Bjarni Ingimarsson, var með Tryggva á síðutogaratímanum, þegar það gerist einhverju sinni að eitthvað var óklárt við afturgálgann þegar átti að fara að hífa. Þegar híft var í þá daga, var jafnan mikill hamagangur á dekki. Skipti engum togum að Bjarni ríkur aftur ganginn og að afturgálganum. Í látunum og kappinu að láta hlutina ganga upp, uggði Bjarni ekki að sér og hljóp á barið - sem var járnstöng milli gálgans og yfirbyggingarinnar - og steinrotast. Mun þá Tryggvi hafa sagt í aðdáun: "Duglegur maður, Bjarni." Stjórnarflokkarnir virðast að mörgu leyti hafa svipaðar hugmyndir um dugnað og vinnubrögð. Það kom glöggt fram í framgangi þeirra við afgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins og virðist síðan ætla að endurstaka sig nú við afgreiðslu laga um þjóðaratkvæðagreiðslu. Í báðum þessu tilvikum er ástæða til að ætla að ýmis þau megin sjónarmið sem ríkisstjórnin vill ná fram eigi víðtækan hljómgrunn og skilning. Þannig eru flest stjórnmála- og hagsmunaöfl í samfélaginu heldur hlynnt því að settar verði skorður við samþjöppun eignarhalds á fjölmiðlamarkaði. Sömuleiðis er líklegt að flestir telji það að minnsta kosti umræðunnar virði, svona almennt séð, að setja eitthvað gólf varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur þegar verið er að fella lög sem löglega kjörið Alþingi hefur samþykkt. Þannig virðist sem það hefði getað orðið tiltölulega einfalt mál að ná lendingu í fjölmiðlamálinu ef það hefði ekki verið afgreitt með þeim hraða og því vinnulagi sem raun bar vitni. Tiltölulega einfaldar málamiðlanir um vinnuhraða, verklag og einstaka þætti málsins hefðu trúlega orðið til þess að mikil og víðtæk samstaða næðist um málið. En dugnaðarforkar ríkisstjórnarinnar töldu slíkt óþarft, keyrðu málið í gegn á þingmeirihluta sínum og rotuðu málið í leiðinni. Nú hafa birst af því fréttir að frumvarpið um þjóðaratkvæði muni lagt fram í ríkisstjórn í dag. Þó ekki sé ljóst hvað frumvarpið segir í einstökum atriðum má þó gera ráð fyrir, að í því séu settir þröskuldar um að ákveðið hlutfall kosningabærra manna þurfi að lágmarki til að fella úr gildi lög sem forseti hefur skotið til þjóðarinnar samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar. Nefnd "vísra manna", sem svo hefur verið kölluð og er hópur lögmanna sem ríkisstjórnin kallaði til álitsgjafar, telur að það kunni að standast stjórnarskrá að setja einhverja slíka þröskulda í lögin um þjóðaratkvæði. Þeir taka þó ítrekað fram í áliti sínu að þetta sé mál sem orki verulegs tvímælis. Þeir benda á að því lægri sem þröskuldurinn er því líklegra sé að slíkt ákvæði stæðist stjórnarskrána. Það væri því að tefla á tæpasta vað ef menn vísuðu til þessarar greinargerðar einnar, sem lagalegs grundvallar fyrir því að setja inn í lög þröskuld af þessu tagi. Sérstaklega þegar fram hefur komið að ekki einasta er pólitísk andstaða við að ögra stjórnarskránni með þessum hætti heldur eru ýmsir virtustu fræðimenn í lögfræði sannfærðir um að hér myndi vera um stjórnarskrárbrot að ræða. Í þessu samhengi er athyglisvert, að andstaðan við að setja þröskuld inn í lögin um þjóðaratkvæðagreiðsluna er að verulegu leyti bundin við þetta líklega stjórnarskrárbrot. Þó skoðanir séu vissulega eitthvað skiptar, er ástæða til að ætla að samstaða gæti náðst um að setja einhverjar reglur um skilyrði fyrir því að lög frá Alþingi séu felld úr gildi. Fyrst yrði hins vegar að breyta stjórnarskránni og til dæmis setja slíkt ákvæði inn í hana líkt og í Danmörku. Engin sérstök rök eru til þess að setja vafasöm lög um þetta með hraði í þessu tiltekna máli, enda benda kannanir til þess að mikill meirihluti manna muni taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í ágúst. Jafnvel enn skýrar en í fjölmiðlamálinu kemur dugnaður stjórnarflokkanna fram í þjóðaratkvæðagreiðslumálinu. Í báðum málum hafa verið uppi efasemdir um að lögin standist stjórnarskrá og virðist málatilbúnaðurinn um þröskuld í þjóðaratkvæðagreiðslunni sérstaklega veikur. En í stað þess að láta stjórnarskrána njóta vafans og kjósa mildari leið, þar sem einfaldur meirihluti ræður og stjórnarskráin síðan endurskoðuð í rólegheitum síðar, kýs ríkisstjórnarmeirihlutinn undir forustu forsætisráðherrans að sýna af sér "karlmennsku" og dugnað með því að gefast ekki upp við þennan andbyr. Horfur eru á að málið verði keyrt í gegnum þingið með sömu látunum og fjölmiðlafrumvarpið. Slík þjóðaratkvæðagreiðslulög munu þá í fyllingu tímas fara með einhverjum hætti fyrir dómstóla, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þá verður við hæfi að segja: "Duglegur maður, Davíð." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Tryggvi Ófeigsson skipstjóri hafði mikið dálæti á duglegum mönnum. Einn slíkur, Bjarni Ingimarsson, var með Tryggva á síðutogaratímanum, þegar það gerist einhverju sinni að eitthvað var óklárt við afturgálgann þegar átti að fara að hífa. Þegar híft var í þá daga, var jafnan mikill hamagangur á dekki. Skipti engum togum að Bjarni ríkur aftur ganginn og að afturgálganum. Í látunum og kappinu að láta hlutina ganga upp, uggði Bjarni ekki að sér og hljóp á barið - sem var járnstöng milli gálgans og yfirbyggingarinnar - og steinrotast. Mun þá Tryggvi hafa sagt í aðdáun: "Duglegur maður, Bjarni." Stjórnarflokkarnir virðast að mörgu leyti hafa svipaðar hugmyndir um dugnað og vinnubrögð. Það kom glöggt fram í framgangi þeirra við afgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins og virðist síðan ætla að endurstaka sig nú við afgreiðslu laga um þjóðaratkvæðagreiðslu. Í báðum þessu tilvikum er ástæða til að ætla að ýmis þau megin sjónarmið sem ríkisstjórnin vill ná fram eigi víðtækan hljómgrunn og skilning. Þannig eru flest stjórnmála- og hagsmunaöfl í samfélaginu heldur hlynnt því að settar verði skorður við samþjöppun eignarhalds á fjölmiðlamarkaði. Sömuleiðis er líklegt að flestir telji það að minnsta kosti umræðunnar virði, svona almennt séð, að setja eitthvað gólf varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur þegar verið er að fella lög sem löglega kjörið Alþingi hefur samþykkt. Þannig virðist sem það hefði getað orðið tiltölulega einfalt mál að ná lendingu í fjölmiðlamálinu ef það hefði ekki verið afgreitt með þeim hraða og því vinnulagi sem raun bar vitni. Tiltölulega einfaldar málamiðlanir um vinnuhraða, verklag og einstaka þætti málsins hefðu trúlega orðið til þess að mikil og víðtæk samstaða næðist um málið. En dugnaðarforkar ríkisstjórnarinnar töldu slíkt óþarft, keyrðu málið í gegn á þingmeirihluta sínum og rotuðu málið í leiðinni. Nú hafa birst af því fréttir að frumvarpið um þjóðaratkvæði muni lagt fram í ríkisstjórn í dag. Þó ekki sé ljóst hvað frumvarpið segir í einstökum atriðum má þó gera ráð fyrir, að í því séu settir þröskuldar um að ákveðið hlutfall kosningabærra manna þurfi að lágmarki til að fella úr gildi lög sem forseti hefur skotið til þjóðarinnar samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar. Nefnd "vísra manna", sem svo hefur verið kölluð og er hópur lögmanna sem ríkisstjórnin kallaði til álitsgjafar, telur að það kunni að standast stjórnarskrá að setja einhverja slíka þröskulda í lögin um þjóðaratkvæði. Þeir taka þó ítrekað fram í áliti sínu að þetta sé mál sem orki verulegs tvímælis. Þeir benda á að því lægri sem þröskuldurinn er því líklegra sé að slíkt ákvæði stæðist stjórnarskrána. Það væri því að tefla á tæpasta vað ef menn vísuðu til þessarar greinargerðar einnar, sem lagalegs grundvallar fyrir því að setja inn í lög þröskuld af þessu tagi. Sérstaklega þegar fram hefur komið að ekki einasta er pólitísk andstaða við að ögra stjórnarskránni með þessum hætti heldur eru ýmsir virtustu fræðimenn í lögfræði sannfærðir um að hér myndi vera um stjórnarskrárbrot að ræða. Í þessu samhengi er athyglisvert, að andstaðan við að setja þröskuld inn í lögin um þjóðaratkvæðagreiðsluna er að verulegu leyti bundin við þetta líklega stjórnarskrárbrot. Þó skoðanir séu vissulega eitthvað skiptar, er ástæða til að ætla að samstaða gæti náðst um að setja einhverjar reglur um skilyrði fyrir því að lög frá Alþingi séu felld úr gildi. Fyrst yrði hins vegar að breyta stjórnarskránni og til dæmis setja slíkt ákvæði inn í hana líkt og í Danmörku. Engin sérstök rök eru til þess að setja vafasöm lög um þetta með hraði í þessu tiltekna máli, enda benda kannanir til þess að mikill meirihluti manna muni taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í ágúst. Jafnvel enn skýrar en í fjölmiðlamálinu kemur dugnaður stjórnarflokkanna fram í þjóðaratkvæðagreiðslumálinu. Í báðum málum hafa verið uppi efasemdir um að lögin standist stjórnarskrá og virðist málatilbúnaðurinn um þröskuld í þjóðaratkvæðagreiðslunni sérstaklega veikur. En í stað þess að láta stjórnarskrána njóta vafans og kjósa mildari leið, þar sem einfaldur meirihluti ræður og stjórnarskráin síðan endurskoðuð í rólegheitum síðar, kýs ríkisstjórnarmeirihlutinn undir forustu forsætisráðherrans að sýna af sér "karlmennsku" og dugnað með því að gefast ekki upp við þennan andbyr. Horfur eru á að málið verði keyrt í gegnum þingið með sömu látunum og fjölmiðlafrumvarpið. Slík þjóðaratkvæðagreiðslulög munu þá í fyllingu tímas fara með einhverjum hætti fyrir dómstóla, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þá verður við hæfi að segja: "Duglegur maður, Davíð."
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun