Rúgbrauð í toppstandi 2. júlí 2004 00:01 Hrannar Smári Hilmarsson og kærastan hans, Fatjona Fuga, eru nýbúin að eignast Volkswagen Transporter, árgerð 1978. Parið var að skoða smáauglýsingarnar í Fréttablaðinu fyrir nokkru þegar þau sáu rúgbrauðið auglýst til sölu. "Bíllinn var búinn að standa ónotaður uppi í Breiðholti í nokkurn tíma og keyptum við hann á áttatíu þúsund. Það var búið að dæma bílinn ónýtan og voru margir búnir að reyna að gera við hann og því búið að snúa öllu við í honum. Eftir kaupin leit því út fyrir heilmikla viðgerð. Ég fékk pabba minn sem er bílasmiður og fleiri reynda bílakalla sem kunna á svona gamla bíla til að kíkja á rúgbrauðið og þegar þeir byrjuðu á viðgerðinni kom í ljós að búið var að tengja alla víra vitlaust í bílnum. Þegar þeir áttuðu sig á því voru þeir ekki lengi að kippa því í lag og koma bílnum í gott stand og flaug hann í gegnum skoðun," segir Hrannar Smári. Viðgerðin reyndist ekki kostnaðarsöm því það eina sem þurfti að borga var fyrir stillinguna á bílnum, sem kostaði um 15.000 krónur. "Það tók heila viku að stilla hann því bíllinn er orðinn svo gamall og því ekki hægt að nota tölvu við stillinguna. Eftir stillinguna er bíllinn í toppstandi og lítur þokkalega vel út miðað við aldur þrátt fyrir smá ryð í honum," segir hann. Hrannar Smári og Fatjona ætla að ferðast eitthvað um landið í júlí á bílnum og hlakka til þess. "Aftur í bílnum er allt til ferðalaga, fínasti beddi, eldhús og allar græjur. Svo er hægt að hækka hluta þaksins um þrjátíu til fjörutíu sentimetra þannig að hægt er að standa uppréttur í honum. Hann eyðir ekki miklu því einhvern tíma hefur verið skipt um mótor í honum og settur í hann bjöllumótor sem er ekki nema 55 hestöfl. Á langkeyrslum eyðir hann rétt um tólf á hundraði. Við erum hæstánægð með bílinn og efumst um að við tímum nokkurn tímann að selja hann," segir Hrannar Smári. Bílar Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hrannar Smári Hilmarsson og kærastan hans, Fatjona Fuga, eru nýbúin að eignast Volkswagen Transporter, árgerð 1978. Parið var að skoða smáauglýsingarnar í Fréttablaðinu fyrir nokkru þegar þau sáu rúgbrauðið auglýst til sölu. "Bíllinn var búinn að standa ónotaður uppi í Breiðholti í nokkurn tíma og keyptum við hann á áttatíu þúsund. Það var búið að dæma bílinn ónýtan og voru margir búnir að reyna að gera við hann og því búið að snúa öllu við í honum. Eftir kaupin leit því út fyrir heilmikla viðgerð. Ég fékk pabba minn sem er bílasmiður og fleiri reynda bílakalla sem kunna á svona gamla bíla til að kíkja á rúgbrauðið og þegar þeir byrjuðu á viðgerðinni kom í ljós að búið var að tengja alla víra vitlaust í bílnum. Þegar þeir áttuðu sig á því voru þeir ekki lengi að kippa því í lag og koma bílnum í gott stand og flaug hann í gegnum skoðun," segir Hrannar Smári. Viðgerðin reyndist ekki kostnaðarsöm því það eina sem þurfti að borga var fyrir stillinguna á bílnum, sem kostaði um 15.000 krónur. "Það tók heila viku að stilla hann því bíllinn er orðinn svo gamall og því ekki hægt að nota tölvu við stillinguna. Eftir stillinguna er bíllinn í toppstandi og lítur þokkalega vel út miðað við aldur þrátt fyrir smá ryð í honum," segir hann. Hrannar Smári og Fatjona ætla að ferðast eitthvað um landið í júlí á bílnum og hlakka til þess. "Aftur í bílnum er allt til ferðalaga, fínasti beddi, eldhús og allar græjur. Svo er hægt að hækka hluta þaksins um þrjátíu til fjörutíu sentimetra þannig að hægt er að standa uppréttur í honum. Hann eyðir ekki miklu því einhvern tíma hefur verið skipt um mótor í honum og settur í hann bjöllumótor sem er ekki nema 55 hestöfl. Á langkeyrslum eyðir hann rétt um tólf á hundraði. Við erum hæstánægð með bílinn og efumst um að við tímum nokkurn tímann að selja hann," segir Hrannar Smári.
Bílar Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira