Uppáhaldshús allsherjargoða. 5. júlí 2004 00:01 Fríkirkjuvegur 11 hefur verið uppáhaldshús Hilmars Arnar Hilmarssonar, tónlistarmanns og allsherjargoða, frá því að hann var lítill strákur. "Ég gat hugsað mér að búa í húsinu þegar ég var krakki því þá trúði ég því að hægt væri að smella fingrunum eins og Mary Poppins gerði. Í dag er maður orðinn miklu praktískari og sér hvað gæti verið erfitt að halda svona stóru húsi í góðu horfi. Fyrst að maður hefur ekki aðgang að þjónustufólki og mun líklega ekki hafa það í framtíðinni þá held ég að draumurinn um að eiga eftir að búa í húsinu eigi ekki eftir að rætast," segir hann. Fríkirkjuvegur 11 var í mörg ár eitt af stærstu húsunum í Reykjavík og í því fór meðal annars fram æskulýðsstarf Reykjavíkur. "Ég fór mikið í þetta hús sem barn til að taka þátt í því starfi og strax þá hreifst ég af hvað það var bæði gríðarlega stórt og fallegt. Þá áttu margir sér þann draum að eiga heima í húsinu þar sem gamla Borgarbókasafnið var og er það hús vissulega fallegt en mitt draumahús var samt sem áður alltaf Fríkirkjuvegur 11. Ég held að það eigi að fara að selja húsið og bíð ég spenntur yfir hverjir nýir eigendur þess verða. Aðalstarf Hilmars Arnar er tónlistin og þessa dagana semur hann grafíska trommusöngva fyrir bíómynd sem gerist á Grænlandi. Þar að auki er Hilmar Örn allsherjargoði og segir hann meira að gera í því en hann hafi átt von á. "Mér líkar starfið vel og finnst sérstök forréttindi að fá að taka þátt í giftingu fólks, svo mikill gleðiatburður sem það er. Í fyrra var yfirdrifið nóg að gera í giftingum og leið varla sú helgi í fyrrasumar að ekki fór fram brúðkaup að ásatrúarsið," segir Hilmar Örn. Hús og heimili Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Fríkirkjuvegur 11 hefur verið uppáhaldshús Hilmars Arnar Hilmarssonar, tónlistarmanns og allsherjargoða, frá því að hann var lítill strákur. "Ég gat hugsað mér að búa í húsinu þegar ég var krakki því þá trúði ég því að hægt væri að smella fingrunum eins og Mary Poppins gerði. Í dag er maður orðinn miklu praktískari og sér hvað gæti verið erfitt að halda svona stóru húsi í góðu horfi. Fyrst að maður hefur ekki aðgang að þjónustufólki og mun líklega ekki hafa það í framtíðinni þá held ég að draumurinn um að eiga eftir að búa í húsinu eigi ekki eftir að rætast," segir hann. Fríkirkjuvegur 11 var í mörg ár eitt af stærstu húsunum í Reykjavík og í því fór meðal annars fram æskulýðsstarf Reykjavíkur. "Ég fór mikið í þetta hús sem barn til að taka þátt í því starfi og strax þá hreifst ég af hvað það var bæði gríðarlega stórt og fallegt. Þá áttu margir sér þann draum að eiga heima í húsinu þar sem gamla Borgarbókasafnið var og er það hús vissulega fallegt en mitt draumahús var samt sem áður alltaf Fríkirkjuvegur 11. Ég held að það eigi að fara að selja húsið og bíð ég spenntur yfir hverjir nýir eigendur þess verða. Aðalstarf Hilmars Arnar er tónlistin og þessa dagana semur hann grafíska trommusöngva fyrir bíómynd sem gerist á Grænlandi. Þar að auki er Hilmar Örn allsherjargoði og segir hann meira að gera í því en hann hafi átt von á. "Mér líkar starfið vel og finnst sérstök forréttindi að fá að taka þátt í giftingu fólks, svo mikill gleðiatburður sem það er. Í fyrra var yfirdrifið nóg að gera í giftingum og leið varla sú helgi í fyrrasumar að ekki fór fram brúðkaup að ásatrúarsið," segir Hilmar Örn.
Hús og heimili Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira