
Lífið
Bakgarðar í Reykjavík
Bakgarðar í Reykjavík eru margir hverjir hið mesta augnayndi. Eldgömul tré sem hefðu frá mörgu að segja mættu þau mæla, geymsluskúrar og snúrur setja svip sinn á þá. Örlitlar svalir fyrir rúmlega einn stól gnæfa yfir og af einstaka svölum liggur stigi niður í garðinn. Þessi mynd er tekin milli Brávallagötu og Ljósvallagötu.