Lífið

Vökvun sumarblóma

Sumarblómin gleðja okkur á þessum árstíma en þau þurfa líka sína umhirðu. Ef sólskin er og pottarnir litlir sem blómin standa í þarf að vökva þau einu sinni til tvisvar á dag. Sé hins vegar um stærri ker að ræða er nægilegt að vökva einu sinni á dag í hita og sól og tvisvar til þrisvar í viku ef blómin standa í skugga eða loft er skýjað. Betra er að bleyta vel og rækilega í moldinni þegar vökvað er og láta hana svo þorna á milli heldur en að ræturnar standi stöðugt í vatni, því þá hættir þeim til að rotna. Ekki dugir alltaf að vökva ofan frá ef moldin er orðin skraufþurr í pottinum því þá hripar vatnið bara beint niður. Betra er að stinga pottinum á kaf í vatnsbala smástund eða setja hann á djúpan disk með vatni og leyfa rótunum að draga til sín vætuna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×