Aukinn áhugi á sjálfboðastörfum 5. júlí 2004 00:01 Frá áramótum hafa hundrað og tuttugu nýir sjálfboðaliðar bæst í hóp tæplega ellefu hundruð manns sem sinna reglubundnu sjálfboðastarfi fyrir Rauða kross Íslands. Á árinu 2003 fjölgaði sjálfboðaliðum um tuttugu og átta prósent og hlutfall sjálfboðaliða 35 ára og yngri hefur aukist verulega síðustu ár og er nú um fjörutíu prósent. Aukinn sveigjanleiki og áhersla á fræðslu fyrir sjálfboðaliða og kynningar á verkefnum og hugsjónum Rauða krossins meðal almennings og í skólum hefur mælst vel fyrir því ungt fólk er í auknum mæli að koma inn í félagið. "Þau störf sem um ræðir eru að heimsækja sjúka, einmana og fanga; störf í sölubúðum og bókasafnsþjónusta á spítölum, starf með geðfötluðum, félagsstarf með ungu fólki og að vinna að neyðarvörnum. Stærstu hópar sjálfboðaliðanna eru fólk 66 ára og eldri og fólk yngra en 25 ára. Mikil fjölbreytni í verkefnum deilda félagsins skilar sér greinilega í meiri áhuga almennings á að gefa nokkrar stundir í mánuði í þágu þeirra sem á þurfa að halda. Að hluta til held ég að ástæðan geti einnig legið í betri og markvissari skráningu sem hefur verið endurbætt hjá hreyfingunni til muna," segir Konráð Kristjánsson, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum. Sem dæmi um nýtt verkefni má nefna starf með ungum innflytjendum á vegum Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands. Verkefnið felur í sér að nemendur móttökudeilda nýbúa í Hjallaskóla koma einu sinni í viku eftir skóla í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar þar sem þeir geta meðal annars fengið aðstoð við heimanámið, málörvun og fræðslu um félagsstarf í Kópavogi í gegnum kynningarstarf og vettvangsferðir. Markmið verkefnisins er að auðvelda börnum af erlendum uppruna aðlögun að íslensku samfélagi og virka þátttöku í því. Verkefnið er hugsað sem eins konar samfélagsfræðsla sem börnin og sjálfboðaliðar geti haft gagn og gaman af. Martin Ho er 19 ára og kemur frá Filippseyjum. Hann hefur búið á Íslandi í 10 ár og hefur starfað á vegum ungmennahreyfingar Rauða krossins síðan í nóvember í Rauða kross fatabúðinni á Laugaveginum. "Ég var atvinnulaus og langaði að prófa að vinna við þetta og sótti því um. Ég vinn að jafnaði tvisvar í mánuði og hef kynnst fullt af fólki í kringum þetta og líkar starfið vel," segir hann. Martin er að leita sér að launaðri vinnu en þrátt fyrir að hann fái hana ætlar hann engu að síður að halda sjálfboðastarfi sínu áfram fyrir Rauða krossinn. "Ég vil vinna þarna til að hjálpa fólki og láta gott af mér leiða," segir hann. Álfrún Edda Ágústsdóttir vinnur sem sjálfboðaliði í heimsóknarþjónustu Rauða krossins og hefur gert síðan 1978. "Mér líkar starfið afar vel sem er bæði gefandi og þakklátt. Á miðvikudögum frá 15 til 17 sit ég við símann og tek við beiðnum frá fólki um heimsóknir. Á þessum tíma getur fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í sjálfboðavinnunni einnig hringt og skráð sig hjá okkur og núna yfir sumartímann er vöntun á sjálfboðaliðum hjá okkur því að það eru margir í sumarfríi. Geta þeir sem hafa áhuga hringt til okkar á miðvikudögum á milli 15 til 19 í síma 551 8800. Auk þess sem ég sinni þessu fylgi ég öllum nýjum sjálfboðaliðum í fyrstu heimsókn og leiðbeini þeim og kynni sjúkravininn og sjálfboðaliðann," segir Álfrún Edda. Atvinna Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Frá áramótum hafa hundrað og tuttugu nýir sjálfboðaliðar bæst í hóp tæplega ellefu hundruð manns sem sinna reglubundnu sjálfboðastarfi fyrir Rauða kross Íslands. Á árinu 2003 fjölgaði sjálfboðaliðum um tuttugu og átta prósent og hlutfall sjálfboðaliða 35 ára og yngri hefur aukist verulega síðustu ár og er nú um fjörutíu prósent. Aukinn sveigjanleiki og áhersla á fræðslu fyrir sjálfboðaliða og kynningar á verkefnum og hugsjónum Rauða krossins meðal almennings og í skólum hefur mælst vel fyrir því ungt fólk er í auknum mæli að koma inn í félagið. "Þau störf sem um ræðir eru að heimsækja sjúka, einmana og fanga; störf í sölubúðum og bókasafnsþjónusta á spítölum, starf með geðfötluðum, félagsstarf með ungu fólki og að vinna að neyðarvörnum. Stærstu hópar sjálfboðaliðanna eru fólk 66 ára og eldri og fólk yngra en 25 ára. Mikil fjölbreytni í verkefnum deilda félagsins skilar sér greinilega í meiri áhuga almennings á að gefa nokkrar stundir í mánuði í þágu þeirra sem á þurfa að halda. Að hluta til held ég að ástæðan geti einnig legið í betri og markvissari skráningu sem hefur verið endurbætt hjá hreyfingunni til muna," segir Konráð Kristjánsson, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum. Sem dæmi um nýtt verkefni má nefna starf með ungum innflytjendum á vegum Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands. Verkefnið felur í sér að nemendur móttökudeilda nýbúa í Hjallaskóla koma einu sinni í viku eftir skóla í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar þar sem þeir geta meðal annars fengið aðstoð við heimanámið, málörvun og fræðslu um félagsstarf í Kópavogi í gegnum kynningarstarf og vettvangsferðir. Markmið verkefnisins er að auðvelda börnum af erlendum uppruna aðlögun að íslensku samfélagi og virka þátttöku í því. Verkefnið er hugsað sem eins konar samfélagsfræðsla sem börnin og sjálfboðaliðar geti haft gagn og gaman af. Martin Ho er 19 ára og kemur frá Filippseyjum. Hann hefur búið á Íslandi í 10 ár og hefur starfað á vegum ungmennahreyfingar Rauða krossins síðan í nóvember í Rauða kross fatabúðinni á Laugaveginum. "Ég var atvinnulaus og langaði að prófa að vinna við þetta og sótti því um. Ég vinn að jafnaði tvisvar í mánuði og hef kynnst fullt af fólki í kringum þetta og líkar starfið vel," segir hann. Martin er að leita sér að launaðri vinnu en þrátt fyrir að hann fái hana ætlar hann engu að síður að halda sjálfboðastarfi sínu áfram fyrir Rauða krossinn. "Ég vil vinna þarna til að hjálpa fólki og láta gott af mér leiða," segir hann. Álfrún Edda Ágústsdóttir vinnur sem sjálfboðaliði í heimsóknarþjónustu Rauða krossins og hefur gert síðan 1978. "Mér líkar starfið afar vel sem er bæði gefandi og þakklátt. Á miðvikudögum frá 15 til 17 sit ég við símann og tek við beiðnum frá fólki um heimsóknir. Á þessum tíma getur fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í sjálfboðavinnunni einnig hringt og skráð sig hjá okkur og núna yfir sumartímann er vöntun á sjálfboðaliðum hjá okkur því að það eru margir í sumarfríi. Geta þeir sem hafa áhuga hringt til okkar á miðvikudögum á milli 15 til 19 í síma 551 8800. Auk þess sem ég sinni þessu fylgi ég öllum nýjum sjálfboðaliðum í fyrstu heimsókn og leiðbeini þeim og kynni sjúkravininn og sjálfboðaliðann," segir Álfrún Edda.
Atvinna Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira