Kanntu að slaka á? 5. júlí 2004 00:01 Þegar sumarleyfistíminn skellur á ætla margir að slaka á og koma endurnærðir heim úr fríinu sínu. Því miður gerist það allt of oft að fólk kemur heim eftir tveggja til þriggja vikna frí og er þreyttara en þegar það fór af stað. Margir lifa á svo miklum hraða að þeir kunna ekki að slaka á þegar þeir fá tækifæri til þess. Mikilvægt er að skilja að við höfum öll tamið okkur einhverjar leiðir til að slaka á, annars gætum við ekki lifað, en leiðirnar eru bara misjafnlega áhrifaríkar. Ég er ekki svo hrokafullur að halda því fram að slökun í jóga sé eina leiðin. Margir finna mikla slökun í því að mála, fara í útreiðartúra, fara út að ganga, sitja úti í náttúrunni, liggja í baði og svo má lengi telja. Hins vegar eru álíka margar leiðir sem fólk notar til að slaka á sem skila litlum sem engum árangri. Dagdrykkja áfengis í sumarleyfum er til dæmis örugg leið til að draga úr orku. Mikið sjónvarpsgláp, reykingar, leti og aðrar þær aðferðir sem skila engri orku geta ekki talist slökun. Því skaltu hugsa þig vandlega um þegar þú ferð í sumarfríið. Ætlar þú að endurnæra líkama og sál eða koma heim orkulaus og nota fyrstu dagana eftir sumarfríið til að hlaða batteríin? Markviss slökun skilar sér yfirleitt í aukinni orku. Þitt er valið. Njóttu sumarsins! gbergmann@gbergmann.is Heilsa Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þegar sumarleyfistíminn skellur á ætla margir að slaka á og koma endurnærðir heim úr fríinu sínu. Því miður gerist það allt of oft að fólk kemur heim eftir tveggja til þriggja vikna frí og er þreyttara en þegar það fór af stað. Margir lifa á svo miklum hraða að þeir kunna ekki að slaka á þegar þeir fá tækifæri til þess. Mikilvægt er að skilja að við höfum öll tamið okkur einhverjar leiðir til að slaka á, annars gætum við ekki lifað, en leiðirnar eru bara misjafnlega áhrifaríkar. Ég er ekki svo hrokafullur að halda því fram að slökun í jóga sé eina leiðin. Margir finna mikla slökun í því að mála, fara í útreiðartúra, fara út að ganga, sitja úti í náttúrunni, liggja í baði og svo má lengi telja. Hins vegar eru álíka margar leiðir sem fólk notar til að slaka á sem skila litlum sem engum árangri. Dagdrykkja áfengis í sumarleyfum er til dæmis örugg leið til að draga úr orku. Mikið sjónvarpsgláp, reykingar, leti og aðrar þær aðferðir sem skila engri orku geta ekki talist slökun. Því skaltu hugsa þig vandlega um þegar þú ferð í sumarfríið. Ætlar þú að endurnæra líkama og sál eða koma heim orkulaus og nota fyrstu dagana eftir sumarfríið til að hlaða batteríin? Markviss slökun skilar sér yfirleitt í aukinni orku. Þitt er valið. Njóttu sumarsins! gbergmann@gbergmann.is
Heilsa Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira