Ferlega nýmóðins staður! 8. júlí 2004 00:01 Kokkurinn knái og bumbulausi sem er stúdentum góðkunnur úr veitingasal Þjóðarbókhlöðunnar, hefur þanið vængi sína og blásið lífi í gamla Top Shop húsið með opnun á nýjum sushi og smáréttabar. Undir sama þaki er að finna bókabúð, kaffihús, listagallerí og sælkeraverslun en Axel Ó telur Iðuhúsið, eins og það nú nefnist, sannkallað afþreyingahús. "Einmitt það sem vantaði í miðbæinn. Hér getur fólk notið þess að ná sér í góða bók, gæða sér á sushi eða smáréttum og versla sælkeramat." Sowieso, nefnist staður kokksins og merkir "að sjálfsögðu" á austurrískri þýsku, en þar eru sushi, sticks, tapas og evrópskir smáréttir á boðstólum. "Við erum að vekja splunkunýja stemningu í Reykjavík með stóru langborði þar sem tækifæri gefst til að spjalla við aðra gesti. Þetta er ferlega nýmóðins staður sem fólk getur heimsótt án þess að fara í sparifötin." Axel lærði á Hótel Loftleiðum en kynntist sushi þegar hann starfaði á veitingahúsinu Tveir fiskar. "Mig langaði að halda minni eigin stefnu og bjóða uppá sushi í bland við það sem ég hef verið að prófa í veislum." Útkoman varð Sowieso sem hann opnaði ásamt eiginkonu sinni og þjóninum Jóhönnu Heiðdal. "Hún er líka snilldarkokkur og ef mig langar í rosalega góðan mat bið ég hana um að elda fyrir mig," segir Axel stoltur. Í haust hyggjast hjónin opna enn einn reksturinn því á þriðju og fjórðu hæð sama húss verður tekinn í notkun glæsilegur veislusalur fyrir brúðkaup, ráðstefnur, árshátíðir og aðrar uppákomur. Axel mun einnig annast matargerð veisluþjónustunnar en hann kvenkar sér ekki yfir önnum. "Það er mjög krefjandi að reka þrjá staði í einu en ég nýt aðstoðar afbragðs matreiðslumanna svo ég þurfi ekki að vera alls staðar á sama tíma." Leifur Welding á heiðurinn af hönnun Sowieso sem er opið alla daga frá tíu til tíu. Fyrir forvitna er tilvalið að gera sér ferð þangað í hádeginu og smakka á glæsilegu smáréttahlaðborði. Matur Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Með skottið fullt af próteini Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Kokkurinn knái og bumbulausi sem er stúdentum góðkunnur úr veitingasal Þjóðarbókhlöðunnar, hefur þanið vængi sína og blásið lífi í gamla Top Shop húsið með opnun á nýjum sushi og smáréttabar. Undir sama þaki er að finna bókabúð, kaffihús, listagallerí og sælkeraverslun en Axel Ó telur Iðuhúsið, eins og það nú nefnist, sannkallað afþreyingahús. "Einmitt það sem vantaði í miðbæinn. Hér getur fólk notið þess að ná sér í góða bók, gæða sér á sushi eða smáréttum og versla sælkeramat." Sowieso, nefnist staður kokksins og merkir "að sjálfsögðu" á austurrískri þýsku, en þar eru sushi, sticks, tapas og evrópskir smáréttir á boðstólum. "Við erum að vekja splunkunýja stemningu í Reykjavík með stóru langborði þar sem tækifæri gefst til að spjalla við aðra gesti. Þetta er ferlega nýmóðins staður sem fólk getur heimsótt án þess að fara í sparifötin." Axel lærði á Hótel Loftleiðum en kynntist sushi þegar hann starfaði á veitingahúsinu Tveir fiskar. "Mig langaði að halda minni eigin stefnu og bjóða uppá sushi í bland við það sem ég hef verið að prófa í veislum." Útkoman varð Sowieso sem hann opnaði ásamt eiginkonu sinni og þjóninum Jóhönnu Heiðdal. "Hún er líka snilldarkokkur og ef mig langar í rosalega góðan mat bið ég hana um að elda fyrir mig," segir Axel stoltur. Í haust hyggjast hjónin opna enn einn reksturinn því á þriðju og fjórðu hæð sama húss verður tekinn í notkun glæsilegur veislusalur fyrir brúðkaup, ráðstefnur, árshátíðir og aðrar uppákomur. Axel mun einnig annast matargerð veisluþjónustunnar en hann kvenkar sér ekki yfir önnum. "Það er mjög krefjandi að reka þrjá staði í einu en ég nýt aðstoðar afbragðs matreiðslumanna svo ég þurfi ekki að vera alls staðar á sama tíma." Leifur Welding á heiðurinn af hönnun Sowieso sem er opið alla daga frá tíu til tíu. Fyrir forvitna er tilvalið að gera sér ferð þangað í hádeginu og smakka á glæsilegu smáréttahlaðborði.
Matur Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Með skottið fullt af próteini Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira