Grafarþögn í ellefta sæti 9. júlí 2004 00:01 Sakamálasagan Grafarþögn eftir Arnald Indriðason kom út í Svíþjóð fyrir mánuði og trónir nú í 11. sæti sænska metsölulistans. Mýrin er í 20. sæti kiljulistans en hún var gefin út innbundin í fyrrahaust og kom út í kilju nú í vor. Báðar þessar bækur hafa fengið Glerlykilinn, Norrænu glæpasagnaverðlaunin, og Mýrin var tilnefnd sem besta þýdda glæpasagan í Svíþjóð árið 2003. Sænskir fjölmiðlar hafa keppst við að lofa Grafarþögn eftir að hún kom út. Gagnrýnandi Tidningen, Leif Åhman, segir að besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda sé nú Íslendingur og á þar við Arnald. Hann segir jafnframt að bókin sé mjög spennandi og erfitt sé að leggja hana frá sér frá fyrstu setningu. Gagnrýnandi Bokus Therese Johansson, segir að Arnaldur sé "meistari í að skapa sálfræðilega spennu og persónulýsingar; í Grafarþögn er hann á algjörum heimavelli því bókin er allt í senn, æðisleg, sorgleg og taugatrekkjandi. Betri glæpasögur finnast ekki." Bodil Juggas í Arbeterbladed segir að það sé engin spurning að Arnaldur hafi verið vel að Glerlyklinum kominn fyrir Grafarþögn sem hann segir standa "fyllilega undir kjöri sem besta norræna glæpasagan, frásögn Arnaldar er bæði spennandi, grípandi og áleitin." Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sakamálasagan Grafarþögn eftir Arnald Indriðason kom út í Svíþjóð fyrir mánuði og trónir nú í 11. sæti sænska metsölulistans. Mýrin er í 20. sæti kiljulistans en hún var gefin út innbundin í fyrrahaust og kom út í kilju nú í vor. Báðar þessar bækur hafa fengið Glerlykilinn, Norrænu glæpasagnaverðlaunin, og Mýrin var tilnefnd sem besta þýdda glæpasagan í Svíþjóð árið 2003. Sænskir fjölmiðlar hafa keppst við að lofa Grafarþögn eftir að hún kom út. Gagnrýnandi Tidningen, Leif Åhman, segir að besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda sé nú Íslendingur og á þar við Arnald. Hann segir jafnframt að bókin sé mjög spennandi og erfitt sé að leggja hana frá sér frá fyrstu setningu. Gagnrýnandi Bokus Therese Johansson, segir að Arnaldur sé "meistari í að skapa sálfræðilega spennu og persónulýsingar; í Grafarþögn er hann á algjörum heimavelli því bókin er allt í senn, æðisleg, sorgleg og taugatrekkjandi. Betri glæpasögur finnast ekki." Bodil Juggas í Arbeterbladed segir að það sé engin spurning að Arnaldur hafi verið vel að Glerlyklinum kominn fyrir Grafarþögn sem hann segir standa "fyllilega undir kjöri sem besta norræna glæpasagan, frásögn Arnaldar er bæði spennandi, grípandi og áleitin."
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira