Undirstaðan sé réttleg fundin 11. júlí 2004 00:01 Í umræðum á Alþingi um Brelluna vék Halldór Ásgrímsson að 26. grein stjórnarskrárinnar og afleiðingum hennar og notaði orðið "óviðunandi". Á honum var að skilja að téð grein væri svo illa úr garði gerð að það væri óviðunandi - ekki hægt að fara eftir henni. Hið sama kom fram í máli Geirs Haarde á fundi hjá Sjálfstæðismönnum: hann sagði þar beinlínis að Brellan - þ.e.a.s. afturköllun og framlagning frumvarpsins - væri til að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfur notaði hann að vísu ekki orðið brella (og ekki heldur "brella") heldur er hugtakið komið frá Birni Bjarnasyni, sem notaði það um miklu vægara afbrigði af þessari aftengingu 26. greinarinnar. Aftenging: voru ekki ráðamenn einmitt í hátt eins og þeim hefði á elleftu stundu tekist að aftengja sprengju? Hin válega tikkandi skelfing var sú að þjóðin kysi um tiltekið mál sem forseti Íslands hafði vísað til hennar. Það sem var "óviðunandi" var að ekki hafði tekist að búa til fyrirvara um að fara bæri eftir niðurstöðum þeirrar atkvæðagreiðslu. Þegar menntamálaráðherra dró í efa mat Eiríks Tómassonar prófessors á afturköllun og framlagningu fjölmiðlafrumvarpsins vísaði hún til þess að hún væri sjálf lögfræðingur. Svipað höfum við fengið að heyra frá öðrum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins þegar þeir hafa rökstutt meinta og hugsanlega lögleysu sína í ýmsum málum. Getur hugsast að þarna liggi vandinn í landstjórninni? Getur verið að það sé of mikið af lögfræðingum í ríkisstjórninni? Fólki sem er sérþjálfað í að túlka og snúa út úr og draga fram skrýtnar áherslur lagagreina. Að þetta hafi verið mórallinn í þessari ríkisstjórn allar götur frá hinu einkennilega atviki þegar Davíð Oddsson setti einhvers staðar punkt í setningu og var þar með ekki að hrópa húrra fyrir nýkjörnum Ólafi Ragnari - ha ha ha? Væri kannski farsælla ef landinu væri stjórnað af fólki með aðra menntun en lagapróf; fólki sem bæri þá kannski virðingu fyrir raunverulegum fræðimönnum sem varið hafa tíma sínum og orku í að rannsaka og hugleiða tiltekin svið laganna? Hann notaði sem sé orðið "óviðunandi", maðurinn sem til stendur að verði forsætisráðherra þjóðarinnar. Hann var að tala um stjórnarskrá landsins. Hann var að rökstyðja það hvers vegna ekki þyrfti að fara eftir henni. Þetta er kunnuglegt. Forsætisráðherraefnið er greinilega farið að læra sitt af lögfræðingaskaranum innan ríkisstjórnarinnar, sem í sífellu reyna á þanþol þeirra laga og reglugerða sem eiga að setja þeim rammann, allt frá því að kalla lög "barn síns tíma" til þess að standa í erjum við Hæstarétt. Og úr því að formaður Framsóknarflokksins er að verða forsætisráðherra er ekki seinna vænna en að hann tileinki sér þá virðingu fyrir lögum og rétti sem einkennt hefur störf fyrirrennara hans. "Varðar mest til allra orða,/ undirstaðan sé réttleg fundin," segir Eysteinn munkur í Lilju og var þar að vísa til nauðsynjar á skýrleika og ljósum skilningi til að mynda grundvöll þess sem kvæðið skyldi síðan byggt ofan á. Svo vel gaumgæfði hann þetta að enn þykir okkur sem Lilja sé afbragð annarra ljóða frá svipuðum tíma. Þetta er nefnilega lögmál - ekki bara þegar hús eru reist eða kvæði ort heldur og þegar samfélag verður til. Undirstaða samfélagsins er stjórnarskráin. Hún er lagabókstafurinn sem önnur lög mega ekki stangast á við - þar enda lagaskýringarnar. Það er óviðunandi að ráðamenn umgangist stjórnarskrárákvæði eins og torræð ljóð sem alls kyns jafnréttháar túlkanir geti átt við - þetta er ekki Alsnjóa eftir Jónas Hallgrímsson heldur fullkomlega skýr og skilmerkilegur texti sem ber að fara eftir. Hvað sem forsætisráðherra, væntanlegum eða sitjandi, kann að þykja um einhver ákvæði stjórnarskrárinnar, getur hann ekki notað um hana orð á borð við "óviðunandi", allra síst þegar annmarkinn er sá einn að ákvæðið skerðir vald forsætisráðherra. Ég vil fá að kjósa um þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt stjórnarskrárbundnum rétti mínum. Þingkosningar koma ekki í stað þjóðaratkvæðagreiðslu af þeirri einföldu ástæðu að þingkosningar eru ekki þjóðaratkvæðagreiðsla. Þar er misvægi atkvæða og þar kemur til flokkstryggð, efnahagsástand, ótal mál. Ég vil fá að kjósa í alþingiskosningum um þingmenn og flokka, sjávarútvegsmál, húsnæðismál, bensínskatta, virkjanakosti... Með þessu frumvarpi er þrengdur réttur minn til þess. Með frumvarpinu er alþingiskosningum breytt í þjóðaratkvæðagreiðslu og þar með gengið á rétt kjósenda, til dæmis þeirra sem kynnu að vilja styðja Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn í einhverju kjördæmi út af vegum eða höfn eða frændsemi án þess að vera þar með talinn vera fyrst og fremst að skrifa upp á fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Í umræðum á Alþingi um Brelluna vék Halldór Ásgrímsson að 26. grein stjórnarskrárinnar og afleiðingum hennar og notaði orðið "óviðunandi". Á honum var að skilja að téð grein væri svo illa úr garði gerð að það væri óviðunandi - ekki hægt að fara eftir henni. Hið sama kom fram í máli Geirs Haarde á fundi hjá Sjálfstæðismönnum: hann sagði þar beinlínis að Brellan - þ.e.a.s. afturköllun og framlagning frumvarpsins - væri til að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfur notaði hann að vísu ekki orðið brella (og ekki heldur "brella") heldur er hugtakið komið frá Birni Bjarnasyni, sem notaði það um miklu vægara afbrigði af þessari aftengingu 26. greinarinnar. Aftenging: voru ekki ráðamenn einmitt í hátt eins og þeim hefði á elleftu stundu tekist að aftengja sprengju? Hin válega tikkandi skelfing var sú að þjóðin kysi um tiltekið mál sem forseti Íslands hafði vísað til hennar. Það sem var "óviðunandi" var að ekki hafði tekist að búa til fyrirvara um að fara bæri eftir niðurstöðum þeirrar atkvæðagreiðslu. Þegar menntamálaráðherra dró í efa mat Eiríks Tómassonar prófessors á afturköllun og framlagningu fjölmiðlafrumvarpsins vísaði hún til þess að hún væri sjálf lögfræðingur. Svipað höfum við fengið að heyra frá öðrum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins þegar þeir hafa rökstutt meinta og hugsanlega lögleysu sína í ýmsum málum. Getur hugsast að þarna liggi vandinn í landstjórninni? Getur verið að það sé of mikið af lögfræðingum í ríkisstjórninni? Fólki sem er sérþjálfað í að túlka og snúa út úr og draga fram skrýtnar áherslur lagagreina. Að þetta hafi verið mórallinn í þessari ríkisstjórn allar götur frá hinu einkennilega atviki þegar Davíð Oddsson setti einhvers staðar punkt í setningu og var þar með ekki að hrópa húrra fyrir nýkjörnum Ólafi Ragnari - ha ha ha? Væri kannski farsælla ef landinu væri stjórnað af fólki með aðra menntun en lagapróf; fólki sem bæri þá kannski virðingu fyrir raunverulegum fræðimönnum sem varið hafa tíma sínum og orku í að rannsaka og hugleiða tiltekin svið laganna? Hann notaði sem sé orðið "óviðunandi", maðurinn sem til stendur að verði forsætisráðherra þjóðarinnar. Hann var að tala um stjórnarskrá landsins. Hann var að rökstyðja það hvers vegna ekki þyrfti að fara eftir henni. Þetta er kunnuglegt. Forsætisráðherraefnið er greinilega farið að læra sitt af lögfræðingaskaranum innan ríkisstjórnarinnar, sem í sífellu reyna á þanþol þeirra laga og reglugerða sem eiga að setja þeim rammann, allt frá því að kalla lög "barn síns tíma" til þess að standa í erjum við Hæstarétt. Og úr því að formaður Framsóknarflokksins er að verða forsætisráðherra er ekki seinna vænna en að hann tileinki sér þá virðingu fyrir lögum og rétti sem einkennt hefur störf fyrirrennara hans. "Varðar mest til allra orða,/ undirstaðan sé réttleg fundin," segir Eysteinn munkur í Lilju og var þar að vísa til nauðsynjar á skýrleika og ljósum skilningi til að mynda grundvöll þess sem kvæðið skyldi síðan byggt ofan á. Svo vel gaumgæfði hann þetta að enn þykir okkur sem Lilja sé afbragð annarra ljóða frá svipuðum tíma. Þetta er nefnilega lögmál - ekki bara þegar hús eru reist eða kvæði ort heldur og þegar samfélag verður til. Undirstaða samfélagsins er stjórnarskráin. Hún er lagabókstafurinn sem önnur lög mega ekki stangast á við - þar enda lagaskýringarnar. Það er óviðunandi að ráðamenn umgangist stjórnarskrárákvæði eins og torræð ljóð sem alls kyns jafnréttháar túlkanir geti átt við - þetta er ekki Alsnjóa eftir Jónas Hallgrímsson heldur fullkomlega skýr og skilmerkilegur texti sem ber að fara eftir. Hvað sem forsætisráðherra, væntanlegum eða sitjandi, kann að þykja um einhver ákvæði stjórnarskrárinnar, getur hann ekki notað um hana orð á borð við "óviðunandi", allra síst þegar annmarkinn er sá einn að ákvæðið skerðir vald forsætisráðherra. Ég vil fá að kjósa um þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt stjórnarskrárbundnum rétti mínum. Þingkosningar koma ekki í stað þjóðaratkvæðagreiðslu af þeirri einföldu ástæðu að þingkosningar eru ekki þjóðaratkvæðagreiðsla. Þar er misvægi atkvæða og þar kemur til flokkstryggð, efnahagsástand, ótal mál. Ég vil fá að kjósa í alþingiskosningum um þingmenn og flokka, sjávarútvegsmál, húsnæðismál, bensínskatta, virkjanakosti... Með þessu frumvarpi er þrengdur réttur minn til þess. Með frumvarpinu er alþingiskosningum breytt í þjóðaratkvæðagreiðslu og þar með gengið á rétt kjósenda, til dæmis þeirra sem kynnu að vilja styðja Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn í einhverju kjördæmi út af vegum eða höfn eða frændsemi án þess að vera þar með talinn vera fyrst og fremst að skrifa upp á fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun