Handfrjálsi símabúnaðurinn bestur 12. júlí 2004 00:01 Siggi Hall, matreiðslumeistari og veitingamaður á Óðinsvéum, segist ekki vera mikill áhugamaður um bíla. Hann segist eiga góða Toyota-bifreið sem hann noti til að komast á milli staða. Þegar blaðamaður spyr Sigga um það besta í bílnum hans nefnir hann stýrið svona í gríni en hugsar sig svo vel um. "Ætli það besta í bílnum mínum sé ekki bara handfrjálsi símabúnaðurinn í honum því mér finnst mjög gaman að nota hann. Vinnu minnar vegna þarf ég mikið að vera í símanum og ég tala nú ekki um þegar svona blaðakonur eins og þú hringja til að spyrja svona skrítinna spurninga. Því er handfrjálsi búnaðurinn bráðnauðsynlegt tæki fyrir mig," segir hann og hlær. Siggi segist hlusta talsvert á tónlist í bílnum og finnst geislaspilarinn ómissandi. "Bíll er bara bíll í mínum huga en ég geri nú samt þá kröfu að hafa þá hljóðláta, þægilega og örugga. Einnig finnst mér nauðsynlegt að eiga bíl sem bilar lítið því ég nenni ekki að standa í því að þurfa að láta gera við hann. En ég er hæstánægður með bílinn minn því hann stenst allar þær kröfur sem ég geri í sambandi við bíla," segir Siggi Hall. Bílar Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Siggi Hall, matreiðslumeistari og veitingamaður á Óðinsvéum, segist ekki vera mikill áhugamaður um bíla. Hann segist eiga góða Toyota-bifreið sem hann noti til að komast á milli staða. Þegar blaðamaður spyr Sigga um það besta í bílnum hans nefnir hann stýrið svona í gríni en hugsar sig svo vel um. "Ætli það besta í bílnum mínum sé ekki bara handfrjálsi símabúnaðurinn í honum því mér finnst mjög gaman að nota hann. Vinnu minnar vegna þarf ég mikið að vera í símanum og ég tala nú ekki um þegar svona blaðakonur eins og þú hringja til að spyrja svona skrítinna spurninga. Því er handfrjálsi búnaðurinn bráðnauðsynlegt tæki fyrir mig," segir hann og hlær. Siggi segist hlusta talsvert á tónlist í bílnum og finnst geislaspilarinn ómissandi. "Bíll er bara bíll í mínum huga en ég geri nú samt þá kröfu að hafa þá hljóðláta, þægilega og örugga. Einnig finnst mér nauðsynlegt að eiga bíl sem bilar lítið því ég nenni ekki að standa í því að þurfa að láta gera við hann. En ég er hæstánægður með bílinn minn því hann stenst allar þær kröfur sem ég geri í sambandi við bíla," segir Siggi Hall.
Bílar Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira