Menning

Lengra skólaár bitnar á ferðamálum

Ef lenging skólaársins yrði að veruleika myndi það helst bitna á starfsmannahaldi ferðaþjónustunnar, ef horft er til einstakra greina atvinnulífsins. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Samtök atvinnulífsins gerðu í síðasta mánuði um áhrif lengingar skólaársins á starfsmannahald fyrirtækja. Þar kemur einnig fram að lenging skólaársins myndi einnig hafa veruleg áhrif á starfsmannahald fyrirtækja í verslun og þjónustu en í öðrum greinum yrðu áhrifin minni og þá minnst meðal rafverktaka. Þá myndi lengingin frekar hafa áhrif á fyrirtæki á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega þrettán hundruð aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins fengu spurningar í netpósti og bárust svör frá tæpum sex hundruð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×