Heimurinn er svolítið stór 12. júlí 2004 00:01 "Þar sem eftirspurn er eftir afurðum úr íslenskum jurtum ákváðum við að bjóða upp á námskeið í tínslu og meðhöndlun þeirra meðal kvenna sem hafa aðgang að hentugu landi," segir Bjarnheiður Jóhannsdóttir, starfsmaður verkefnisins Fósturlandsins freyjur. Hún segir kennsluna verða á hendi sérfræðinga Vistfræðistofunnar og býst við að námskeiðin verði haldin á þremur stöðum á landsbyggðinni og staðsett eftir þátttöku á hverju svæði fyrir sig. Mikill áhugi sé fyrir þeim. "Á fimmta tug kvenna hefur haft samband eftir að við auglýstum. Þær eru óskaplega glaðar yfir því að eitthvað skuli vera gert á þessu sviði," segir hún. Fósturlandsins freyjur er þriggja ára verkefni á vegum atvinnu og jafnréttisráðgjafa Byggðastofnunar og er ætlað konum í dreifbýli. Bjarnheiður segir hægt að skipta þeim í þrjá hópa sem hafi haft samband vegna jurtatínslunnar. Í einum þeirra séu konur sem hafi áhuga á að tína villtan gróður. Annar hafi áhuga á að rækta og tína jurtir á jörðum sínum og í þriðja hópnum séu konur sem vilji vinna afurðir úr jurtum. "Þannig að þetta kann að hafa margfeldisáhrif þegar upp er staðið," segir hún ánægjulega og bætir við að í kjölfar námskeiðanna verði farið í þróunarvinnu með þeim konum sem áhuga hafi á því. Síðan taki við lífrænisvottun þar sem fyrirhugaðir tínslustaðir verði teknir út. En hvaða tegundum er helst sóst eftir? "Það eru til dæmis vallhumall, ætihvönn, mjaðurt, fjallagrös, smári, blóðberg, baldursbrá, klóelfting og maríustakkur," upplýsir Bjarnheiður. Hún segir tvö íslensk fyrirtæki í eigu kvenna vera í samstarfi við Freyjurnar, annað í matvælaframleiðslu og hitt í snyrtivörugeiranum og muni þau koma til með að kaupa jurtir af konum víða um land. En skyldi markaðurinn vera ótakmarkaður? "Nei, örugglega ekki en bæði fyrirtækin eru í útflutningi og heimurinn er svolítið stór," svarar hún brosandi. Aðspurð segir Bjarnheiður körlum ekki meinaður aðgangur að grasatínslunni og því síður ætlunina að stuðla að hjónaskilnuðum, þannig að hjón sem stundi þessa iðju saman séu velkomin. Hinsvegar sé verkefnið sérstaklega ætlað konum og þeim finnist það greinilega heillandi. "Hljómgrunnurinn er góður en við erum bara að stíga fyrstu skrefin." segir hún að lokum. Atvinna Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Þar sem eftirspurn er eftir afurðum úr íslenskum jurtum ákváðum við að bjóða upp á námskeið í tínslu og meðhöndlun þeirra meðal kvenna sem hafa aðgang að hentugu landi," segir Bjarnheiður Jóhannsdóttir, starfsmaður verkefnisins Fósturlandsins freyjur. Hún segir kennsluna verða á hendi sérfræðinga Vistfræðistofunnar og býst við að námskeiðin verði haldin á þremur stöðum á landsbyggðinni og staðsett eftir þátttöku á hverju svæði fyrir sig. Mikill áhugi sé fyrir þeim. "Á fimmta tug kvenna hefur haft samband eftir að við auglýstum. Þær eru óskaplega glaðar yfir því að eitthvað skuli vera gert á þessu sviði," segir hún. Fósturlandsins freyjur er þriggja ára verkefni á vegum atvinnu og jafnréttisráðgjafa Byggðastofnunar og er ætlað konum í dreifbýli. Bjarnheiður segir hægt að skipta þeim í þrjá hópa sem hafi haft samband vegna jurtatínslunnar. Í einum þeirra séu konur sem hafi áhuga á að tína villtan gróður. Annar hafi áhuga á að rækta og tína jurtir á jörðum sínum og í þriðja hópnum séu konur sem vilji vinna afurðir úr jurtum. "Þannig að þetta kann að hafa margfeldisáhrif þegar upp er staðið," segir hún ánægjulega og bætir við að í kjölfar námskeiðanna verði farið í þróunarvinnu með þeim konum sem áhuga hafi á því. Síðan taki við lífrænisvottun þar sem fyrirhugaðir tínslustaðir verði teknir út. En hvaða tegundum er helst sóst eftir? "Það eru til dæmis vallhumall, ætihvönn, mjaðurt, fjallagrös, smári, blóðberg, baldursbrá, klóelfting og maríustakkur," upplýsir Bjarnheiður. Hún segir tvö íslensk fyrirtæki í eigu kvenna vera í samstarfi við Freyjurnar, annað í matvælaframleiðslu og hitt í snyrtivörugeiranum og muni þau koma til með að kaupa jurtir af konum víða um land. En skyldi markaðurinn vera ótakmarkaður? "Nei, örugglega ekki en bæði fyrirtækin eru í útflutningi og heimurinn er svolítið stór," svarar hún brosandi. Aðspurð segir Bjarnheiður körlum ekki meinaður aðgangur að grasatínslunni og því síður ætlunina að stuðla að hjónaskilnuðum, þannig að hjón sem stundi þessa iðju saman séu velkomin. Hinsvegar sé verkefnið sérstaklega ætlað konum og þeim finnist það greinilega heillandi. "Hljómgrunnurinn er góður en við erum bara að stíga fyrstu skrefin." segir hún að lokum.
Atvinna Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“