Hefur ekki efni á Atkins 12. júlí 2004 00:01 "Það er nú bara það klassíska sem gildir hjá mér - að passa mataræðið og hreyfa sig," segir Þórey Ploder Vigfúsdóttir, nemi í Listdansskólanum. "Ég á ekki bíl og ég geng allt sem ég þarf að fara. Í haust gekk ég alltaf í skólann til dæmis. Mér finnst fínt þegar ég er ekki of þreytt og búin að dansa kannski í þrjá til fimm tíma að taka sér smá göngutúr," segir Þórey. Aðspurð um hvort það sé ekki tímafrekt að ganga á alla staði þá segir Þórey það vera. "Þetta tekur meiri tíma en að keyra en ég vakna þá bara fyrr. Það er svo gott að byrja daginn snemma. Ég þarf náttúrlega að vakna miklu fyrr til að klæða mig í öll fötin sem ég þarf að dúða mig í til að ganga í skólann á veturna. En það er ekkert mál að ganga þegar góðar göngugræjur eru til staðar. Síðan er svo miklu betra að vera í skólanum þegar dagurinn er tekinn snemma því þá er ég miklu betur vakandi og hressari," segir Þórey. Eins og hjá flestum á Íslandi þá reynir Þórey að borða rétt. "Ég reyni að passa mataræðið en peningarnir eru vandræði. Ég gæti til dæmis ekki farið á Atkins kúrinn því þar má ekki borða pasta eða neitt svoleiðis sem er allt frekar ódýrt. Ég fer líka mikið í gufu í sundlaugunum og drekk te til að halda röddinni. Síðan passa ég mig á að vera ekki mikið úti illa klædd þegar kalt er í veðri því þá verð ég strax hás," segir Þórey sem er um þessar mundir að taka þátt í sýningunni Hárið sem sýnd er í gamla Austurbæjarbíói. Heilsa Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Það er nú bara það klassíska sem gildir hjá mér - að passa mataræðið og hreyfa sig," segir Þórey Ploder Vigfúsdóttir, nemi í Listdansskólanum. "Ég á ekki bíl og ég geng allt sem ég þarf að fara. Í haust gekk ég alltaf í skólann til dæmis. Mér finnst fínt þegar ég er ekki of þreytt og búin að dansa kannski í þrjá til fimm tíma að taka sér smá göngutúr," segir Þórey. Aðspurð um hvort það sé ekki tímafrekt að ganga á alla staði þá segir Þórey það vera. "Þetta tekur meiri tíma en að keyra en ég vakna þá bara fyrr. Það er svo gott að byrja daginn snemma. Ég þarf náttúrlega að vakna miklu fyrr til að klæða mig í öll fötin sem ég þarf að dúða mig í til að ganga í skólann á veturna. En það er ekkert mál að ganga þegar góðar göngugræjur eru til staðar. Síðan er svo miklu betra að vera í skólanum þegar dagurinn er tekinn snemma því þá er ég miklu betur vakandi og hressari," segir Þórey. Eins og hjá flestum á Íslandi þá reynir Þórey að borða rétt. "Ég reyni að passa mataræðið en peningarnir eru vandræði. Ég gæti til dæmis ekki farið á Atkins kúrinn því þar má ekki borða pasta eða neitt svoleiðis sem er allt frekar ódýrt. Ég fer líka mikið í gufu í sundlaugunum og drekk te til að halda röddinni. Síðan passa ég mig á að vera ekki mikið úti illa klædd þegar kalt er í veðri því þá verð ég strax hás," segir Þórey sem er um þessar mundir að taka þátt í sýningunni Hárið sem sýnd er í gamla Austurbæjarbíói.
Heilsa Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira