Áhuginn blossaði um leið og gosið 14. júlí 2004 00:01 Bertha María Grímsdóttir Waagfjörð er ein þeirra fáu sem fæst við skermagerð af alvöru á okkar landi. Hún hefur á valdi sínu ótal mismunandi stíla og aðferðir eftir því hvert efnið er, lagið á lampanum og óskir kaupandans. Áratuga reynsla er að baki og enn er hún á fullu þótt áttugasta afmælið nálgist. "Sumir segja að ég eigi að fara að hætta en ég sé ekki ástæðu til þess. Samt læt ég starfið ekki binda mig algerlega. Ef ég þarf að fara frá þá geri ég það," segir hún hressileg. Bertha bjó úti í Vestmannaeyjum um tíma og segja má að áhugi hennar á skermagerð hafi blossað upp um svipað leyti og eldgosið. "Ég byrjaði fyrir jólin 1972 og eftir það varð ekki stoppað, þótt fjölskyldan flyttist upp á land vegna náttúruhamfaranna og væri inn á ættingjum til að byrja með. Þegar við komumst í eigið húsnæði um sex mánuðum síðar var sérstakt herbergi tekið undir skermagerðina. Þetta var erfiður tími ekki síst fyrir börnin sem fóru í nýja skóla í nýju umhverfi og þá var gott að geta verið að vinna heima við. Þau höfu þá einhvern fastan punkt," segir Bertha og brosir angurvært. Þegar mest var að gera í skermagerðinni kveðst hún hafa haft 5-6 stúlkur í vinnu en nú er hún mest ein. Afurðirnar selur hún einkum í Suðurveri og einnig fær hún skerma til viðgerðar og endurnýjunar. Í Skermagerð Berthu eru efnisstrangar af ótal gerðum, grindur, borðar og leggingar. Einnig skrautlegir skermar af ýmsum gerðum. Sérstaka athygli vekja skermar skreyttir íslenskum jurtum. Þeir eru hennar sérgrein. "Ég vann sem ung stúlka í skermagerð hjá Edith Guðmundsdóttur í Hátúni í Reykjavík. Það var hún sem byrjaði með blómaskermana og síðan tók ég við enda er alltaf eftirspurn eftir þeim," segir Bertha brosandi. Blómin hefur hún tínt og þurrkað sjálf og geymir þau milli síðna í dagblöðum. Þar varðveitast blómin svo vel að undrun sætir. Blágresið er enn skínandi blátt í blaði frá 1974 og Gunnar ljósmyndari kættist er hann sá blómabreiðu í myndaopnu eftir GVA í Tímanum frá 1972. Hús og heimili Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Bertha María Grímsdóttir Waagfjörð er ein þeirra fáu sem fæst við skermagerð af alvöru á okkar landi. Hún hefur á valdi sínu ótal mismunandi stíla og aðferðir eftir því hvert efnið er, lagið á lampanum og óskir kaupandans. Áratuga reynsla er að baki og enn er hún á fullu þótt áttugasta afmælið nálgist. "Sumir segja að ég eigi að fara að hætta en ég sé ekki ástæðu til þess. Samt læt ég starfið ekki binda mig algerlega. Ef ég þarf að fara frá þá geri ég það," segir hún hressileg. Bertha bjó úti í Vestmannaeyjum um tíma og segja má að áhugi hennar á skermagerð hafi blossað upp um svipað leyti og eldgosið. "Ég byrjaði fyrir jólin 1972 og eftir það varð ekki stoppað, þótt fjölskyldan flyttist upp á land vegna náttúruhamfaranna og væri inn á ættingjum til að byrja með. Þegar við komumst í eigið húsnæði um sex mánuðum síðar var sérstakt herbergi tekið undir skermagerðina. Þetta var erfiður tími ekki síst fyrir börnin sem fóru í nýja skóla í nýju umhverfi og þá var gott að geta verið að vinna heima við. Þau höfu þá einhvern fastan punkt," segir Bertha og brosir angurvært. Þegar mest var að gera í skermagerðinni kveðst hún hafa haft 5-6 stúlkur í vinnu en nú er hún mest ein. Afurðirnar selur hún einkum í Suðurveri og einnig fær hún skerma til viðgerðar og endurnýjunar. Í Skermagerð Berthu eru efnisstrangar af ótal gerðum, grindur, borðar og leggingar. Einnig skrautlegir skermar af ýmsum gerðum. Sérstaka athygli vekja skermar skreyttir íslenskum jurtum. Þeir eru hennar sérgrein. "Ég vann sem ung stúlka í skermagerð hjá Edith Guðmundsdóttur í Hátúni í Reykjavík. Það var hún sem byrjaði með blómaskermana og síðan tók ég við enda er alltaf eftirspurn eftir þeim," segir Bertha brosandi. Blómin hefur hún tínt og þurrkað sjálf og geymir þau milli síðna í dagblöðum. Þar varðveitast blómin svo vel að undrun sætir. Blágresið er enn skínandi blátt í blaði frá 1974 og Gunnar ljósmyndari kættist er hann sá blómabreiðu í myndaopnu eftir GVA í Tímanum frá 1972.
Hús og heimili Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira