Lífið

Bókaskápurinn fékk sérherbergi

Margrét Pétursdóttir, leikari og leikstjóri, var búin að vera á hrakhólum með vinnuaðstöðu árum saman er hún tók að lokum áræðna ákvörðun. Hún er alsæl með árangurinn. "Ég er með sjálfstæðan atvinnurekstur, rek fyrirtæki og leikhús og er á leiðinni í nám í haust þannig að mér fylgir ógrynni af pappírum. Undanfarin ár hef ég unnið við borðstofuborðið sem var hætt að sjást í fyrir pappír. Þannig að ég tók þá ákvörðun að breyta borðstofunni bara í skrifstofu, leyfa pappírunum að halda sér en láta hitt dótið víkja." Margrét býr með mömmu sinni, Soffíu Jakobsdóttur leikkonu, sem er líka með mörg járn í eldinum. "Okkur vantaði báðar vinnuaðstöðu svo þetta herbergi bráðvantaði í húsið. Við áttum til að mynda risastóran bókaskáp sem er búinn að þvælast um allt hús og enginn vissi hvar átti að vera. Nú trónir hann inni á skrifstofu svo það er hægt að segja að við höfum búið til sérherbergi handa bókaskápnum. Svo eignaðist ég loksins skrifborð sem er er risastórt og það fær líka pláss. Skrifstofan er núna uppáhaldsstaðurinn minn í húsinu. Ef maður ætlar að gera eitthvað almennilegt er frumskilyrði að hafa almennilega vinnuaðstöðu. Nú er ég t.d. að klára handrit að barnaleikriti sem er fyrir bæði heyrandi börn og heyrnarlaus og skotgengur að vinna á nýju skrifstofunni."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.