Lífið

Leysast upp í þvottavélinni

Komnir eru á markaðinn sérstakir pokar til að setja óhreinan þvott í sem er mengaður af einhverju sem fólk vill síður snerta. Í þvottavélinni leysist pokinn upp en innihaldið hreinsast. Pokinn fæst í versluninni Besta og að sögn Friðriks Inga framkvæmdastjóra eru um það bil fimm ár síðan farið var að framleiða hann. "Þá var eingöngu horft til heilbrigðisgeirans því þar er verið að meðhöndla tau sem er mengað af þvagi, saur og blóði. Það er sett í svona poka, hnýtt fyrir og hent beint í þvottavél. Þvotturinn kemur sótthreinsaður út en pokinn er horfinn út í skolvatnið," segir hann. En hvaða efni skyldi vera þarna á ferðinni? "Þetta eru polymerar sem bindast vatni og leysast upp," svarar hann og bætir við. "Það besta er að efnið í pokanum er umhverfisvænt og mengar því ekkert."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×