Til hvers eru stjórnmálaflokkar? 16. júlí 2004 00:01 Nú í vikunni auglýsti Framsóknarfélagið í Reykjavík, Norðurkjördæmi, opinn félagsfund með Eirík Tómasson sem frummælanda. Ég ákvað að skella mér á fundinn og finna út milliliðalaust, hvað hinn almenni framsóknarmaður er að hugsa í fjölmiðlamálinu og þeim vendingum, sem það hefur tekið eftir synjun forsetans 2. júní og sérstaklega eftir "snjallræði" (les: brellu) forsætisráðherra, 4. júlí. Fundurinn var ekki fjölmennur 70--80 manns, en hinn ánægjulegasti. Hver af öðrum stóðu upp menn og konur og töluðu af miklum þunga um þennan málatilbúnað allan. Menn vöruðust að nota stór orð, einn fundarmaður lauk máli sínu á þá leið að hann væri að hugsa um að stofna "Félag framsóknarmanna með reisn". Athygli vakti að enginn úr forystu flokksins sá ástæðu til að mæta á þennan eina félagsfundi almennra flokksmanna, sem tekið hefur þessi brennandi ágreiningsmál til umræðu. Af þingmönnum flokksins var Jónína Bjartmarz ein mætt. Formaðurinn hafði fullgilda afsökun, sat við dánarbeð móður sinnar, en fjarvistarástæður annarra voru misjafnlega trúverðugar. Fundurinn endurspeglaði vel þann hita og þunga sem grefur um sig undir niðri í flokknum, óánægju með undirlægjuhátt forystunnar gagnvart formanni Sjálfstæðisflokksins, kvíða um framtíð flokksins vegna þess fylgishruns, sem við blasir í skoðanakönnunum. Þarna flutti Eiríkur Tómasson prýðilega og greinargóða framsöguræðu um stöðu fjölmiðlamálsins þessa dagana og komst að þeirri niðurstöðu að helsta úrræði sem nú mætti grípa til væri að þingið drægi núverandi frumvarp til baka og léti það ekki koma til afgreiðslu, felldi hið upphaflega frumvarp úr gildi og gerði með því þjóðaratkvæðagreiðslu óþarfa og sneri aftur til þess ástands sem var áður en fjölmiðlafrumvarpið fyrra lagt fram. Um það kvaðst hann þó hafa miklar efasemdir hvort þessi leið væri yfirleitt fær eftir að það ferli væri komið af stað sem leiddi af synjun forsetans. Ég flutti þarna nokkur orð: Vitnaði í Ólaf Jóhannesson um að "þegar lagafrumvarp er endanlega samþykkt af Alþingi, er það þar með komið úr höndum þingsins og verður eigi afturkallað af því". Þaðan af síður þegar forseti hefði synjað því staðfestingar. Þá væri frumvarpið komið á forræði þjóðarinnar og ekkert nema þjóðaratkvæðagreiðsla gæti skorið úr um lagagildi þess. Auk þess vildi ég benda framsóknarmönnum á, að eftir að Kristinn H. Gunnarsson og Jónína Bjartmarz hefðu fallið frá liðveislu við frumvarpið yltu örlög hins nýja frumvarps á atkvæði eins framsóknarmanns -- og hans ábyrgð væri mikil. Eiríkur hafði varað við mögulegri stjórnskipunarkreppu, ef frumvarpið yrði samþykkt og forseti neitaði að skrifa undir það, sem gera yrði ráð fyrir þar sem það væri hið fyrra frumvarp -- aðeins í eilítið nýjum búningi. Ekki vildi ég níðast á gestrisni þeirra framsóknarmanna og hvarf við svo búið af fundinum. Eftir á fór ég að hugleiða um gagnsemi slíkra funda. Umræðan um flokksræði og foringjaræði er ekki ný bóla. Hún fór fram þegar ég var ungur og hefur oft skotið upp kollinum síðan, enda hefur hún aldrei leitt til neinnar niðurstöðu. En þrátt fyrir foringjadýrkunina á tímum kalda stríðsins, var það þó svo, að sjálfsagt þótti að ræða meiriháttar deilumál á vettvangi flokksfélaga -- grasrótarinnar. Þetta var oft hin erfiðasta eldskírn. Samherjar og vinir töluðu enga tæpitungu við foringja sína og létu þá hafa það óþvegið, ekki síst ef þeir voru í ríkisstjórn, og töldu sig tilneydda til ráðstafana sem verulega bitnuðu á almenningi. Í flokksfélögunum gátu foringjarnir kannað hug grasrótarinnar og mótað viðbrögð sín við almenningsálitinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun
Nú í vikunni auglýsti Framsóknarfélagið í Reykjavík, Norðurkjördæmi, opinn félagsfund með Eirík Tómasson sem frummælanda. Ég ákvað að skella mér á fundinn og finna út milliliðalaust, hvað hinn almenni framsóknarmaður er að hugsa í fjölmiðlamálinu og þeim vendingum, sem það hefur tekið eftir synjun forsetans 2. júní og sérstaklega eftir "snjallræði" (les: brellu) forsætisráðherra, 4. júlí. Fundurinn var ekki fjölmennur 70--80 manns, en hinn ánægjulegasti. Hver af öðrum stóðu upp menn og konur og töluðu af miklum þunga um þennan málatilbúnað allan. Menn vöruðust að nota stór orð, einn fundarmaður lauk máli sínu á þá leið að hann væri að hugsa um að stofna "Félag framsóknarmanna með reisn". Athygli vakti að enginn úr forystu flokksins sá ástæðu til að mæta á þennan eina félagsfundi almennra flokksmanna, sem tekið hefur þessi brennandi ágreiningsmál til umræðu. Af þingmönnum flokksins var Jónína Bjartmarz ein mætt. Formaðurinn hafði fullgilda afsökun, sat við dánarbeð móður sinnar, en fjarvistarástæður annarra voru misjafnlega trúverðugar. Fundurinn endurspeglaði vel þann hita og þunga sem grefur um sig undir niðri í flokknum, óánægju með undirlægjuhátt forystunnar gagnvart formanni Sjálfstæðisflokksins, kvíða um framtíð flokksins vegna þess fylgishruns, sem við blasir í skoðanakönnunum. Þarna flutti Eiríkur Tómasson prýðilega og greinargóða framsöguræðu um stöðu fjölmiðlamálsins þessa dagana og komst að þeirri niðurstöðu að helsta úrræði sem nú mætti grípa til væri að þingið drægi núverandi frumvarp til baka og léti það ekki koma til afgreiðslu, felldi hið upphaflega frumvarp úr gildi og gerði með því þjóðaratkvæðagreiðslu óþarfa og sneri aftur til þess ástands sem var áður en fjölmiðlafrumvarpið fyrra lagt fram. Um það kvaðst hann þó hafa miklar efasemdir hvort þessi leið væri yfirleitt fær eftir að það ferli væri komið af stað sem leiddi af synjun forsetans. Ég flutti þarna nokkur orð: Vitnaði í Ólaf Jóhannesson um að "þegar lagafrumvarp er endanlega samþykkt af Alþingi, er það þar með komið úr höndum þingsins og verður eigi afturkallað af því". Þaðan af síður þegar forseti hefði synjað því staðfestingar. Þá væri frumvarpið komið á forræði þjóðarinnar og ekkert nema þjóðaratkvæðagreiðsla gæti skorið úr um lagagildi þess. Auk þess vildi ég benda framsóknarmönnum á, að eftir að Kristinn H. Gunnarsson og Jónína Bjartmarz hefðu fallið frá liðveislu við frumvarpið yltu örlög hins nýja frumvarps á atkvæði eins framsóknarmanns -- og hans ábyrgð væri mikil. Eiríkur hafði varað við mögulegri stjórnskipunarkreppu, ef frumvarpið yrði samþykkt og forseti neitaði að skrifa undir það, sem gera yrði ráð fyrir þar sem það væri hið fyrra frumvarp -- aðeins í eilítið nýjum búningi. Ekki vildi ég níðast á gestrisni þeirra framsóknarmanna og hvarf við svo búið af fundinum. Eftir á fór ég að hugleiða um gagnsemi slíkra funda. Umræðan um flokksræði og foringjaræði er ekki ný bóla. Hún fór fram þegar ég var ungur og hefur oft skotið upp kollinum síðan, enda hefur hún aldrei leitt til neinnar niðurstöðu. En þrátt fyrir foringjadýrkunina á tímum kalda stríðsins, var það þó svo, að sjálfsagt þótti að ræða meiriháttar deilumál á vettvangi flokksfélaga -- grasrótarinnar. Þetta var oft hin erfiðasta eldskírn. Samherjar og vinir töluðu enga tæpitungu við foringja sína og létu þá hafa það óþvegið, ekki síst ef þeir voru í ríkisstjórn, og töldu sig tilneydda til ráðstafana sem verulega bitnuðu á almenningi. Í flokksfélögunum gátu foringjarnir kannað hug grasrótarinnar og mótað viðbrögð sín við almenningsálitinu.