Alltaf að sjá eitthvað nýtt 16. júlí 2004 00:01 "Þetta er ekki leiðinlegt starf en það er fremur lítið upp úr því að hafa," segir Loftur Þór Pétursson bólstrari sem við hittum á verkstæði sínu Bólsturverk við Kleppsmýrarveg. Hann talar af reynslu því hann hefur sinnt bólstrun í þrjátíu ár en einnig flytur hann inn handverkfæri og vélar til þeirrar iðnar. Loftur er eldhress og segir fjölbreytnina einn af kostum starfsins. "Þó maður sé búinn að vera lengi í þessu er maður alltaf að sjá eitthvað nýtt," segir hann brosandi. Loftur starfar einn að jafnaði en kveðst fá aðstoð flinkrar saumakonu stöku sinnum. Vinnan snýst um að gera upp eldri húsgögn sem eru vönduð að gerð. Ekki endilega í rókokkóstíl heldur líka stofnanahúsgögn fyrir skrifstofur, félagsheimili og skóla. En skyldi borga sig að láta gera upp húsgögn frekar en að kaupa ný? "Það er afstætt," svarar Loftur. "Ég var að klæða sófasett í síðustu viku; púðasett, ekki mjög gamalt. Kostnaðurinn við það með efni og vinnu var um 250 þúsund kall. Þú getur auðvitað fengið sófasett sem kostar minna en af allt öðrum gæðaflokki. Ef hlutirnir eru góðir upphaflega borgar sig að gera við þá en margt af því sem er á markaðinum núna er í raun bara einnota," segir hann og lýsir bólstrun stólsetu. "Fyrst tekur maður strigaborða og neglir niður með borðasaum. Síðan koma fjaðrirnar, bundnar í rétta hæð með bindigarni. Svo kemur hessíanstrigi og stopp. Yfir það kemur grófari strigi og er stunginn. Lóin sem er íslenskt gott ullarhráefni er næst og yfir hana kemur léreft og að lokum áklæði. Þannig að þetta eru æði mörg lög í einu sæti. Auðvitað er miklu léttara að fá sér svamp og suma utan um hann. Það er bara allt önnur vara." Stundum kemur einhver speki innan úr húsgögnunum þegar þau eru rifin í sundur. Nöfn og ártöl. Einnig kemur fyrir að húsgögn dagi uppi í bólstruninni af einhverjum ástæðum og Loftur nefnir í lokin dæmi um það. "Einu sinni var ég að gera upp tvo stóla fyrir gamlan mann og þegar ég hafði lokið við þá hringdi ég heim til hans en hann hafði þá dáið nóttina áður. Félagar mínir stríddu mér mikið á þessu. Sögðu að það borgaði sig ekki að fara með húsgögn til mín því menn lifðu það ekki af!" Atvinna Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
"Þetta er ekki leiðinlegt starf en það er fremur lítið upp úr því að hafa," segir Loftur Þór Pétursson bólstrari sem við hittum á verkstæði sínu Bólsturverk við Kleppsmýrarveg. Hann talar af reynslu því hann hefur sinnt bólstrun í þrjátíu ár en einnig flytur hann inn handverkfæri og vélar til þeirrar iðnar. Loftur er eldhress og segir fjölbreytnina einn af kostum starfsins. "Þó maður sé búinn að vera lengi í þessu er maður alltaf að sjá eitthvað nýtt," segir hann brosandi. Loftur starfar einn að jafnaði en kveðst fá aðstoð flinkrar saumakonu stöku sinnum. Vinnan snýst um að gera upp eldri húsgögn sem eru vönduð að gerð. Ekki endilega í rókokkóstíl heldur líka stofnanahúsgögn fyrir skrifstofur, félagsheimili og skóla. En skyldi borga sig að láta gera upp húsgögn frekar en að kaupa ný? "Það er afstætt," svarar Loftur. "Ég var að klæða sófasett í síðustu viku; púðasett, ekki mjög gamalt. Kostnaðurinn við það með efni og vinnu var um 250 þúsund kall. Þú getur auðvitað fengið sófasett sem kostar minna en af allt öðrum gæðaflokki. Ef hlutirnir eru góðir upphaflega borgar sig að gera við þá en margt af því sem er á markaðinum núna er í raun bara einnota," segir hann og lýsir bólstrun stólsetu. "Fyrst tekur maður strigaborða og neglir niður með borðasaum. Síðan koma fjaðrirnar, bundnar í rétta hæð með bindigarni. Svo kemur hessíanstrigi og stopp. Yfir það kemur grófari strigi og er stunginn. Lóin sem er íslenskt gott ullarhráefni er næst og yfir hana kemur léreft og að lokum áklæði. Þannig að þetta eru æði mörg lög í einu sæti. Auðvitað er miklu léttara að fá sér svamp og suma utan um hann. Það er bara allt önnur vara." Stundum kemur einhver speki innan úr húsgögnunum þegar þau eru rifin í sundur. Nöfn og ártöl. Einnig kemur fyrir að húsgögn dagi uppi í bólstruninni af einhverjum ástæðum og Loftur nefnir í lokin dæmi um það. "Einu sinni var ég að gera upp tvo stóla fyrir gamlan mann og þegar ég hafði lokið við þá hringdi ég heim til hans en hann hafði þá dáið nóttina áður. Félagar mínir stríddu mér mikið á þessu. Sögðu að það borgaði sig ekki að fara með húsgögn til mín því menn lifðu það ekki af!"
Atvinna Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira