Stórsigur ÍBV á FH 18. júlí 2004 00:01 ÍBV vann stórsigur, 7-1, á FH í Kapalkrika í leik liðanna í Landsbankadeild kvenna í fótbolta í dag. "Ég hef aldrei skorað fimm mörk áður í deildinni þannig að þetta var áfangi fyrir mig. Þetta lá bara fyrir mér í dag," sagði hæversk Margrét Lára Viðarsdóttir eftir að hún hafði skorað fimm af sjö mörkum Eyjaliðsins í 1-7 sigri á FH í gær. Með sigrinum komst ÍBV -liðið upp fyrir KR í annað sætið og með mörkum fimm er Margrét Lára komin með 18 mörk og sex marka forskot í baráttunni um markakóngstitilinn. "Auðvitað er svo sem hægt að setja sér það markmið að verða markahæst víst að ég er komin svona langt en þetta er ekkert sem er að búa til neina pressu á mig. Það er bara bónus fyrir mig að eignast gullskóinn," sagði hin stórskemmtilega Margrét Lára sem er ekkert búin að gefa Íslandsmeistaratitlinn upp á bátinn. "Ég myndi ekki segja að við værum búnar að missa af titlinum. Við vitum það að Valur þarf bara að misstíga sig einu sinni og þá erum við aftur komnar inn í þetta. Við ætlum bara að klára okkar leiki og sjá síðan til hvað það fleytir okkur langt. Það voru mikil vonbrigði fyrir okkur að tapa fyrir Val en svona er bara fótboltinn og við verðum bara að halda áfram," sagði Margrét Lára en ÍBV er nú fimm stigum á eftir toppliði Vals þegar liðin eiga fimm leiki eftir. Tvö af mörkum Margrétar Láru voru úr vítum og lengi vel gekk Eyjaliðinu illa að opna FH-vörnina. Þegar Margrét Lára innsiglaði þrennu sína missti FH-liðið móðinn og eftirleikurinn var auðveldur. FH-ÍBV 1-7 0–1 Margrét Lára Viðarsdóttir 13. 1–1 Lind Hrafnsdóttir 28. 1–2 Margrét Lára Viðarsdóttir, víti 39. 1–3 Margrét Lára Viðarsdóttir, víti 62. 1–4 Margrét Lára Viðarsdóttir 72. 1–5 Rachel Kruze 78. 1–6 Olga Færseth 79. 1–7 Margrét Lára Viðarsdóttir 88. Best á vellinum Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Tölfræðin Skot (á mark) 2–39 (1–25) Horn 0–9 Aukaspyrnur fengnar 15–5 Rangstöður 1–5 Mjög góðar Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Góðar Valdís Rögnvaldsdóttir FH Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir FH Rachel Kruze ÍBV Elín Anna Steinarsdóttir ÍBV Olga Færseth ÍBV Elena Einisdóttir ÍBV Michelle Barr ÍBV Mihairi Gilmour ÍBV Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Sjá meira
ÍBV vann stórsigur, 7-1, á FH í Kapalkrika í leik liðanna í Landsbankadeild kvenna í fótbolta í dag. "Ég hef aldrei skorað fimm mörk áður í deildinni þannig að þetta var áfangi fyrir mig. Þetta lá bara fyrir mér í dag," sagði hæversk Margrét Lára Viðarsdóttir eftir að hún hafði skorað fimm af sjö mörkum Eyjaliðsins í 1-7 sigri á FH í gær. Með sigrinum komst ÍBV -liðið upp fyrir KR í annað sætið og með mörkum fimm er Margrét Lára komin með 18 mörk og sex marka forskot í baráttunni um markakóngstitilinn. "Auðvitað er svo sem hægt að setja sér það markmið að verða markahæst víst að ég er komin svona langt en þetta er ekkert sem er að búa til neina pressu á mig. Það er bara bónus fyrir mig að eignast gullskóinn," sagði hin stórskemmtilega Margrét Lára sem er ekkert búin að gefa Íslandsmeistaratitlinn upp á bátinn. "Ég myndi ekki segja að við værum búnar að missa af titlinum. Við vitum það að Valur þarf bara að misstíga sig einu sinni og þá erum við aftur komnar inn í þetta. Við ætlum bara að klára okkar leiki og sjá síðan til hvað það fleytir okkur langt. Það voru mikil vonbrigði fyrir okkur að tapa fyrir Val en svona er bara fótboltinn og við verðum bara að halda áfram," sagði Margrét Lára en ÍBV er nú fimm stigum á eftir toppliði Vals þegar liðin eiga fimm leiki eftir. Tvö af mörkum Margrétar Láru voru úr vítum og lengi vel gekk Eyjaliðinu illa að opna FH-vörnina. Þegar Margrét Lára innsiglaði þrennu sína missti FH-liðið móðinn og eftirleikurinn var auðveldur. FH-ÍBV 1-7 0–1 Margrét Lára Viðarsdóttir 13. 1–1 Lind Hrafnsdóttir 28. 1–2 Margrét Lára Viðarsdóttir, víti 39. 1–3 Margrét Lára Viðarsdóttir, víti 62. 1–4 Margrét Lára Viðarsdóttir 72. 1–5 Rachel Kruze 78. 1–6 Olga Færseth 79. 1–7 Margrét Lára Viðarsdóttir 88. Best á vellinum Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Tölfræðin Skot (á mark) 2–39 (1–25) Horn 0–9 Aukaspyrnur fengnar 15–5 Rangstöður 1–5 Mjög góðar Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Góðar Valdís Rögnvaldsdóttir FH Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir FH Rachel Kruze ÍBV Elín Anna Steinarsdóttir ÍBV Olga Færseth ÍBV Elena Einisdóttir ÍBV Michelle Barr ÍBV Mihairi Gilmour ÍBV
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Sjá meira