Svefnherbergið í eldhúsið 19. júlí 2004 00:01 "Þessa dagana hugsa ég bara um að skipuleggja eldhúsið mitt, lítið annað þar sem ég er að skipta á því og svefnherberginu mínu," segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona sem stendur í miðjum framkvæmdum og hefur snúið heimili sínu á hvolf í kjölfarið. "Svefnherbergið var í stofunni en við erum með tvær stofur og við sváfum í annarri þeirra. Reyndar er þetta stærsta og bjartasta herbergið í íbúðinni og þess vegna vildum við frekar nýta það undir eldhús. Við erum mjög mikið í eldhúsinu og höfum gaman af því að elda og bjóða fólki í mat," segir Vigdís Hrefna sem telur eldhúsið vera einn helsta íverustað fjölskyldunnar og því mikilvægt að það nýtist á marga vegu. "Mér finnst að eldhúsið eigi að vera afslappað og mér finnst gaman að hafa hluti sem eru ekki oft í eldhúsinu, eins og píanóið mitt og bækur," segir Vigdís Hrefna. Helstu hugmyndir sínar segist hún sækja í bók Terence Conran um eldhús sem hún fékk lánaða á Borgarbókasafninu og dönsk hönnunarblöð eins og Bo bedre og Bolig liv. "Danski stílinn höfðar til mín vegna þess að hann er bjartur og afslappaður og Danir eru svo klárir að blanda saman gömlu og meira módern húsgögnum. Sjálf bý ég í gömlu timburhúsi og aðaltogstreitan þessa dagana er hvort við eigum að halda í gömlu eldhúsinnréttinguna sem er upprunaleg eða smíða nýja," segir Vigdís Hrefna en hún tekur það fram að hún er ekki sérstaklega hrifin af heilum innréttingum en frekar hrifin af því að blanda saman hinu og þessu. "Við keyptum okkur hansahillur á nytjamarkaðinum á góðu verði en mig langar til að fá mér gamlan skáp í framtíðinni, en þær eru fín lausn eins og er. Þegar maður er með svona opnar hillur kallar það á vandað val og gott skipulag á því sem þar er að finna svo þetta virki ekki draslaralegt," segir Vigdís Hrefna sem telur sig ekkert sérstaklega mikla skipulagsfrík en leggur frekar áherslu á að hafa hlutina snyrtilega. Fyrir utan að skipuleggja eldhúsið hefur Vigdís Hrefna nóg fyrir stafni. Hún er í sumarfríi frá leikhúsinu en í haust heldur hún áfram að leika í Piaf í Þjóðleikhúsinu og fer að æfa írskt verk í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman sem verður frumsýnt eftir áramótin. "Margt skemmtilegt er að gerast í leikhúsinu og ég hef verið heppin með verkefni en akkúrat þessa stundina sinni ég aðeins eldhúsinu mínu," segir Vigdís hlæjandi. Hús og heimili Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fleiri fréttir Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Sjá meira
"Þessa dagana hugsa ég bara um að skipuleggja eldhúsið mitt, lítið annað þar sem ég er að skipta á því og svefnherberginu mínu," segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona sem stendur í miðjum framkvæmdum og hefur snúið heimili sínu á hvolf í kjölfarið. "Svefnherbergið var í stofunni en við erum með tvær stofur og við sváfum í annarri þeirra. Reyndar er þetta stærsta og bjartasta herbergið í íbúðinni og þess vegna vildum við frekar nýta það undir eldhús. Við erum mjög mikið í eldhúsinu og höfum gaman af því að elda og bjóða fólki í mat," segir Vigdís Hrefna sem telur eldhúsið vera einn helsta íverustað fjölskyldunnar og því mikilvægt að það nýtist á marga vegu. "Mér finnst að eldhúsið eigi að vera afslappað og mér finnst gaman að hafa hluti sem eru ekki oft í eldhúsinu, eins og píanóið mitt og bækur," segir Vigdís Hrefna. Helstu hugmyndir sínar segist hún sækja í bók Terence Conran um eldhús sem hún fékk lánaða á Borgarbókasafninu og dönsk hönnunarblöð eins og Bo bedre og Bolig liv. "Danski stílinn höfðar til mín vegna þess að hann er bjartur og afslappaður og Danir eru svo klárir að blanda saman gömlu og meira módern húsgögnum. Sjálf bý ég í gömlu timburhúsi og aðaltogstreitan þessa dagana er hvort við eigum að halda í gömlu eldhúsinnréttinguna sem er upprunaleg eða smíða nýja," segir Vigdís Hrefna en hún tekur það fram að hún er ekki sérstaklega hrifin af heilum innréttingum en frekar hrifin af því að blanda saman hinu og þessu. "Við keyptum okkur hansahillur á nytjamarkaðinum á góðu verði en mig langar til að fá mér gamlan skáp í framtíðinni, en þær eru fín lausn eins og er. Þegar maður er með svona opnar hillur kallar það á vandað val og gott skipulag á því sem þar er að finna svo þetta virki ekki draslaralegt," segir Vigdís Hrefna sem telur sig ekkert sérstaklega mikla skipulagsfrík en leggur frekar áherslu á að hafa hlutina snyrtilega. Fyrir utan að skipuleggja eldhúsið hefur Vigdís Hrefna nóg fyrir stafni. Hún er í sumarfríi frá leikhúsinu en í haust heldur hún áfram að leika í Piaf í Þjóðleikhúsinu og fer að æfa írskt verk í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman sem verður frumsýnt eftir áramótin. "Margt skemmtilegt er að gerast í leikhúsinu og ég hef verið heppin með verkefni en akkúrat þessa stundina sinni ég aðeins eldhúsinu mínu," segir Vigdís hlæjandi.
Hús og heimili Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fleiri fréttir Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Sjá meira