Lífið

Allir leggja til vinnu og efni

"Við erum 16 manns sem búum hér í fjórum íbúðum og samkomulagið er sérdeilis gott. Þessvegna ákváðum við að byggja sameiginlegan pall og hafa hann út við grindverkið en ekki upp við glugga," segir Gunnar Hrafn Gunnarsson sem keppist við að smíða stóran pall í garðinum við Barmahlíð 53 í Reykjavík. Hann segir eigendurna alla leggja til efni, vinnu, hönnun og smíði. Þegar haft er orði á að þetta sé upplagður danspallur er vel tekið undir það og greinilegt sú hugmynd hefur komið upp áður. Því er lofað að ekki muni dragast lengi að sporin verða tekin á nýja pallinum. Það atriði réð þó kannski ekki stærðinni upphaflega. Gunnar Hrafn hefur að minnsta kosti fleiri skýringar. Stærðin helgast meðal annars af því að við þurftum að fella tvö grenitré á blettinum og vildum teygja pallinn inn yfir stofnana til að hylja þá."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×