Leikir eru frískandi 27. júlí 2004 00:01 "Ég stunda nú enga reglubundna líkamsrækt en mér finnst gaman í frisbí, körfubolta og fótbolta," segir Karl Ingi Karlsson, söngvari og forritari í hljómsveitinni Dáðadrengir. "Ég er meira í svona yndislega asnalegum leikjum. Eins og fótbolta sem er frekar asnalegur því maður svitnar og svoleiðis en hann er mjög sjarmerandi í asnaleika sínum. Síðan fer ég stundum í göngutúr með fjölskylduhundinn sem er nú svo ekkert þrek, bara útivera. Ég fer helst í leiki eftir vinnu og týni mér alveg í þeim," segir Karl en þeir Dáðadrengir fara oft saman í leiki og finna samheldni í frisbíi. Það hittir svo skemmtilega á að Dáðadrengir voru að gefa út nýtt lag sem heitir Bara smá og myndbandið við það er einmitt íþróttamyndband. "Þetta er svona halda í formi-myndband. Í myndbandinu erum við í fótbolta og á hlaupahjóli. Reyndar er lagið bara tvær mínútur en það eru gæðin sem skipta máli, ekki lengdin," segir Karl en Dáðadrengir eru sem stendur að vinna í upptökum á nýrri plötu. "Ég fer bara í leiki á sumrin en á veturna held ég mér í formi með því að spila tölvuleiki og auðvitað að spila á tónleikum. Ég á það til að svitna mjög mikið, sérstaklega ef ég er ekki búinn að spila körfubolta lengi. Þá er ég alveg búinn eftir eitt gigg. Það er svo töff þegar stórhljómsveitir eins og Linkin Park eru með súrefniskúta á sviðinu. Ég þarf eiginlega að redda mér svoleiðis. Ég bara veit ekki um neina verslun á Íslandi sem selur svoleiðis," segir Karl sem hugsar þó ekkert sérstaklega um mataræðið. "Ég hugsa ekki um mataræðið út frá hollustu heldur frekar út frá peningum. Ég er forfallinn sælkeri og borða mikið af því sem mér finnst gott. Ég er mjög heppinn því ég brenni hratt og því hef ég aldrei lent í vandræðum með að vera of feitur. Ég ætti samt að passa mig og ég kvíði þeim degi meira en dauðadegi mínum þegar ég þarf að hafa áhyggjur af þyngdinni. Ég pæli ekki mikið í því sem er hollt og óhollt. Ég borða bara það sem ég vil þangað til ég gubba. Þá legg ég mig aðeins og byrja svo að borða aftur," segir Karl sem finnst þó afskaplega frískandi og skemmtilegt að fara út í leiki eftir langar hljómsveitaræfingar. lilja@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Ég stunda nú enga reglubundna líkamsrækt en mér finnst gaman í frisbí, körfubolta og fótbolta," segir Karl Ingi Karlsson, söngvari og forritari í hljómsveitinni Dáðadrengir. "Ég er meira í svona yndislega asnalegum leikjum. Eins og fótbolta sem er frekar asnalegur því maður svitnar og svoleiðis en hann er mjög sjarmerandi í asnaleika sínum. Síðan fer ég stundum í göngutúr með fjölskylduhundinn sem er nú svo ekkert þrek, bara útivera. Ég fer helst í leiki eftir vinnu og týni mér alveg í þeim," segir Karl en þeir Dáðadrengir fara oft saman í leiki og finna samheldni í frisbíi. Það hittir svo skemmtilega á að Dáðadrengir voru að gefa út nýtt lag sem heitir Bara smá og myndbandið við það er einmitt íþróttamyndband. "Þetta er svona halda í formi-myndband. Í myndbandinu erum við í fótbolta og á hlaupahjóli. Reyndar er lagið bara tvær mínútur en það eru gæðin sem skipta máli, ekki lengdin," segir Karl en Dáðadrengir eru sem stendur að vinna í upptökum á nýrri plötu. "Ég fer bara í leiki á sumrin en á veturna held ég mér í formi með því að spila tölvuleiki og auðvitað að spila á tónleikum. Ég á það til að svitna mjög mikið, sérstaklega ef ég er ekki búinn að spila körfubolta lengi. Þá er ég alveg búinn eftir eitt gigg. Það er svo töff þegar stórhljómsveitir eins og Linkin Park eru með súrefniskúta á sviðinu. Ég þarf eiginlega að redda mér svoleiðis. Ég bara veit ekki um neina verslun á Íslandi sem selur svoleiðis," segir Karl sem hugsar þó ekkert sérstaklega um mataræðið. "Ég hugsa ekki um mataræðið út frá hollustu heldur frekar út frá peningum. Ég er forfallinn sælkeri og borða mikið af því sem mér finnst gott. Ég er mjög heppinn því ég brenni hratt og því hef ég aldrei lent í vandræðum með að vera of feitur. Ég ætti samt að passa mig og ég kvíði þeim degi meira en dauðadegi mínum þegar ég þarf að hafa áhyggjur af þyngdinni. Ég pæli ekki mikið í því sem er hollt og óhollt. Ég borða bara það sem ég vil þangað til ég gubba. Þá legg ég mig aðeins og byrja svo að borða aftur," segir Karl sem finnst þó afskaplega frískandi og skemmtilegt að fara út í leiki eftir langar hljómsveitaræfingar. lilja@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira