Klæðalítil bikiní úr tísku 28. júlí 2004 00:01 Nú geta konur alls staðar fagnað því bikiní eru úti í sumar. Hönnuðir hafa loksins ákveðið að sýna gæsku sína með því að hafa tískusundföt í heilu lagi. Baráttan við aukakílóin er því ekki eins sýnileg og í pínulitlu bikiníi. Frægustu hönnuðir heims eins og Donna Karan, Missoni, Calvin Klein og Diane Von Furstenberg skapa allir þessa nýju tísku. En þessi baðföt munu þó ekki verða venjuleg og leiðinleg. Hönnuðir gera nú tilraunir með forvitnileg munstur og liti eins og sítrónugulan, appelsínugulan og mintugrænan. Einnig er lögð áhersla á efri hluta líkamans með gegnsæjum hlýrum. Fallegar slaufur, belti og pífur munu einnig prýða sundfötin sem poppa þau enn meira upp. Þessi nýja tíska er því eins konar afturhvarf til fortíðar og vilja hönnuðir meina að sundföt séu meira en bara klæðnaður fyrir ströndina. Sumarfataskápurinn byggist að miklu leiti á baðfötunum og sumar konur kaupa meira að segja mörg sundföt fyrir hvert sumar. Því þarf fjölbreytni ekki aðeins í sundfötum heldur líka í fylgihlutum og þær þarfir ætla hönnuðir að uppfylla með slæðum, skóm og töskum. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Nú geta konur alls staðar fagnað því bikiní eru úti í sumar. Hönnuðir hafa loksins ákveðið að sýna gæsku sína með því að hafa tískusundföt í heilu lagi. Baráttan við aukakílóin er því ekki eins sýnileg og í pínulitlu bikiníi. Frægustu hönnuðir heims eins og Donna Karan, Missoni, Calvin Klein og Diane Von Furstenberg skapa allir þessa nýju tísku. En þessi baðföt munu þó ekki verða venjuleg og leiðinleg. Hönnuðir gera nú tilraunir með forvitnileg munstur og liti eins og sítrónugulan, appelsínugulan og mintugrænan. Einnig er lögð áhersla á efri hluta líkamans með gegnsæjum hlýrum. Fallegar slaufur, belti og pífur munu einnig prýða sundfötin sem poppa þau enn meira upp. Þessi nýja tíska er því eins konar afturhvarf til fortíðar og vilja hönnuðir meina að sundföt séu meira en bara klæðnaður fyrir ströndina. Sumarfataskápurinn byggist að miklu leiti á baðfötunum og sumar konur kaupa meira að segja mörg sundföt fyrir hvert sumar. Því þarf fjölbreytni ekki aðeins í sundfötum heldur líka í fylgihlutum og þær þarfir ætla hönnuðir að uppfylla með slæðum, skóm og töskum.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira