Mjóir vikudagar 3. ágúst 2004 00:01 "Ég hugsa nú voðalega lítið um heilsuna," segir Jón Þór Þorleifsson, pródúsent þáttarins Hjartsláttur á ferð og flugi hjá sjónvarpsstöðinni Skjá einum. "Ég keypti mér reyndar líkamsræktarkort í World Class fyrir þrem vikum síðan en ég hef ekki haft tíma í það. Það er svo geðveik vinnutörn núna í Hjartslættinum en ég byrja örugglega að æfa þegar hún er búin. Ég er nú frekar meðvitaður um hvað ég læt ofan í mig en er ekki mjög samviskusamur að passa það. Ég kíki af og til á Grænan kost til að halda í við mig en annars borða ég voðalega mikið sætt," segir Jón Þór. Jón Þór er nú ekki alslæmur í heilsuátakinu og hefur reynt að hreyfa sig með vinnufélögunum. "Ég og Tinna sem vinnur með mér höfðum alltaf mjóan mánudag og mjóan þriðjudag. Á þeim dögum fórum við alltaf í sund í hádeginu. En núna er Tinna í sumarfríi og því fer ég ekkert í sund. Þetta var samt mjög gaman. Við skiptum alltaf um sundlaugar. Reyndar vorum við frekar bjartsýn fyrst og fórum í Laugardalslaugina. Þá vorum við alveg dauð eftir að synda þessa fimmtíu metra sem var of mikið. Við fundum okkur þá í 25 metrunum og vorum mjög ánægð í Kópavogslauginni þegar við gátum synt fjörutíu metra. Við höfum reyndar ekki farið í allar laugarnar en mér finnst laugin í Garðabæ besta sem ég hef synt í. Þar er hægt að fá blöðkur til að synda með og það er rosalega gaman og skemmtilegt. Það verður samt að vera fjölbreytni í sundinu svo það sé skemmtilegt," segir Jón Þór sem á þó í örlitlum erfiðleikum með sundið. "Ég er með gleraugu og því lít ég út eins og hálfviti þegar ég er að fara í og úr sundlauginni því ég sé ekki neitt. Þannig að sundið veitir mér líka vissa þjálfun í að komast úr og inní laugina áfallalaust." Heilsa Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Ég hugsa nú voðalega lítið um heilsuna," segir Jón Þór Þorleifsson, pródúsent þáttarins Hjartsláttur á ferð og flugi hjá sjónvarpsstöðinni Skjá einum. "Ég keypti mér reyndar líkamsræktarkort í World Class fyrir þrem vikum síðan en ég hef ekki haft tíma í það. Það er svo geðveik vinnutörn núna í Hjartslættinum en ég byrja örugglega að æfa þegar hún er búin. Ég er nú frekar meðvitaður um hvað ég læt ofan í mig en er ekki mjög samviskusamur að passa það. Ég kíki af og til á Grænan kost til að halda í við mig en annars borða ég voðalega mikið sætt," segir Jón Þór. Jón Þór er nú ekki alslæmur í heilsuátakinu og hefur reynt að hreyfa sig með vinnufélögunum. "Ég og Tinna sem vinnur með mér höfðum alltaf mjóan mánudag og mjóan þriðjudag. Á þeim dögum fórum við alltaf í sund í hádeginu. En núna er Tinna í sumarfríi og því fer ég ekkert í sund. Þetta var samt mjög gaman. Við skiptum alltaf um sundlaugar. Reyndar vorum við frekar bjartsýn fyrst og fórum í Laugardalslaugina. Þá vorum við alveg dauð eftir að synda þessa fimmtíu metra sem var of mikið. Við fundum okkur þá í 25 metrunum og vorum mjög ánægð í Kópavogslauginni þegar við gátum synt fjörutíu metra. Við höfum reyndar ekki farið í allar laugarnar en mér finnst laugin í Garðabæ besta sem ég hef synt í. Þar er hægt að fá blöðkur til að synda með og það er rosalega gaman og skemmtilegt. Það verður samt að vera fjölbreytni í sundinu svo það sé skemmtilegt," segir Jón Þór sem á þó í örlitlum erfiðleikum með sundið. "Ég er með gleraugu og því lít ég út eins og hálfviti þegar ég er að fara í og úr sundlauginni því ég sé ekki neitt. Þannig að sundið veitir mér líka vissa þjálfun í að komast úr og inní laugina áfallalaust."
Heilsa Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira